Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 „Hérna í Sólarsporti fer það ekki að segja til sín með áramótaheitin hjá fólki fyrr en þrettándinn er afstað­ inn. Þá fer allt af stað og fjölbreytn­ in er mikil í æfingum sem fólki stendur til boða. Það er alltaf góð aðsókn í spinningtímana. Palla­ leikfimin er vinsæl og þetta er orð­ ið svo ótrúlega fjölbreytt sem fólk getur valið úr. Auk hópatíma er líka hægt að fá einkatíma hjá tveimur einkaþjálfurum sem eru hjá okkur, en auk þeirra starfa fjórir kennarar í stöðinni,“ segir Gylfi Scheving sem starfrækir líkamsræktarstöðina Sól­ arsport í Ólafvík ásamt konu sinni Jóhönnu Hjelm. „Ég býst við að við séum langelst í þessum bransa, þá á ég við líkamsræktarstöðvarnar á landsbyggðinni,“ segir Gylfi. Hann segir að mikið sé um að fólk fái sér ársmiða í stöðina í byrj­ un árs, en misjafnt er hvað fólk nýt­ ir þá vel. „Það er svo misjafnt með fólk hvað það telur sig hafa þörf fyr­ ir mikla hreyfingu. Við erum með hópa hérna sem stunda hreyfingu mjög reglulega. Það eru til dæm­ is hópar sem koma hérna í hádeg­ inu. Aðstaðan er mög góð hérna í stöðinni. Í spinnigsal erum við með 18 hjól og mjög góða aðstöðu fyrir pallaleikfimi og stöðvaþjálfun í leik­ fimisal, auk aðstöðunnar í tækja­ salnum. „Við setjum upp tímatöflu núna í byrjun ársins og þar verður boðið upp á ýmislegt, bæði átaks­ tíma og hóptíma. Þetta fer af stað af krafti þegar þessi afslöppunartími um jólin og áramótin er afstaðinn. Sumir taka sér líka góðan tíma til að undirbúa jólin. Við sjáum það al­ veg í stöðinni hjá okkur. Þetta hefur sinn vanagang árið um kring. Við erum farin að sjá það eftir langan starfstíma hérna í Sólarsporti,“ seg­ ir Gylfi Scheving. þá Þótt það fari ekki endilega hátt hjá hverjum og einum, þá virðist sem eitt aðal heitið hjá landanum um hver áramót sé að ná betri tökum á sjálfum sér og lífinu svona yfirleitt. Í þeim mikla pakka er ekki síst að bæta líkamlegt ástand, komast í form eins og það er kallað. Þar er líka innifalið að bæta mat­ aræðið, borða næringarríka og holla fæðu, öðruvísi er víst erf­ itt að ná árangri í líkamsræktinni, ekki síst fyrir þá sem eru að byrja nánast frá grunni. Heilsuræktarstöðvarnar keppast við að bjóða upp á alls kyns námskeið eða átök í upphafi árs. Hreyfingu og æfingar undir handleiðslu þjálfara eða leiðbein­ enda, annað hvort í hópþjálfun eða einkatímum. Blaðamað­ ur Skessuhorns hafði samband við forstöðufólk íþróttamið­ stöðva og æfingastöðva um allt Vesturland til að forvitnast um hvernig árið fer af stað í líkamsræktinni hjá Vestlendingum. Það er að segja hjá þeim sem æfa inni í líkamsræktarstöðvun­ um. Hinum má að sjálfsögðu ekki gleyma sem stunda hreyf­ ingu utan dyra á eigin forsendum allan ársins hring. þá „Nýja árið byrjaði vel hjá okkur. Það var líka talsvert að gera milli jóla og nýárs og góð aðsókn svo sem í hóptímana. Í bjöllutímana eins og við kölluðum hóptímana með stöðvaþjálfuninni mættu 19 manns á aðfangadag og 24 á gaml­ ársdag. Þá enduðum við tímann með því að skála í kampavíni, fyrir gamla árinu og bjóða það nýja vel­ komið. Það er alltaf aukin aðsókn hjá okkur í byrjun árs og framund­ an eru námskeið sem ég býst við að verði vel sótt,“ segir Þórey Jóns­ dóttir sem hefur starfrækt Líkams­ ræktina ehf í Grundarfirði síðustu fjögur árin ásamt manni sínum Ás­ geiri Ragnarssyni. Þórey segir að síðustu misser­ in hafi verið mikil vakning fyrir aukinni hreyfingu og heilsurækt í Grundarfirði. „Margir útlending­ ar starfa hérna í fiskvinnslunum og þeir hafa fengið sér árskort eins og margir fleiri. Ég er mjög ánægð með aðsóknina alveg frá haustinu og stöðin var til dæmist vel sótt í október og nóvember. Við erum með einkaþjálfara á okkar snærum, Jóhönnu Guðbjörgu Níelsdóttur, og mikið er að gera hjá henni. Svo eru grunnskólanemar hjá okkur í skólahreysti tvisvar í viku og það er Halldóra Dögg sem sér aðallega um þá tíma,“ segir Þórey. Það stendur einnig mikið til í Líkamsræktinni í Grundarfirði næstu vikurnar því átaksnámskeið og bjöllunámskeið byrja mánudag­ inn 13. janúar og standa í sex vikur. Þórey segir að þau Eddi og Sibba komi frá Þorlákshöfn áður en nám­ skeiðin byrja og verða með fræðslu­ erindi um lágkolvetnafæði í grunn­ skólanum laugardaginn 11. janú­ ar kl. 13. Þá verður líka fyrsti æf­ ingatíminn í átaksnámskeiðunum. Á þessum námskeiðum verður bæði boðið upp á sérstaka átakstíma og venjulega hóptíma, bjöllutíma. „Ég á von á því að þessi námskeið verði vel sótt. Það er greinilega talsverður áhugi fyrir þeim,“ segir Þórey í Lík­ amsræktinni í Grundarfirði. þá Líkamsræktin eitt aðalmálið í upphafi árs Árið byrjar í Sólarsporti eftir þrettándann Tekið á því. Gylfi Scheving. Tekið á því í bekknum í Líkamsræktinni í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Nýja árið byrjar af krafti í Líkams- ræktinni í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.