Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Fyrirtækið Gæðakokkar ehf. í Borg­ arnesi skipti á síðasta ári um nafn og heitir nú Kræsingar ehf. Fyrir­ tækið er rekið undir sömu kennitölu og áður. Starf­ semin hefur því ekki verið lögð niður eins og missagt var í fréttaannál sem birt­ ur var í jólablaði Skessu­ horns 18. desember sl. Er beðist velvirðingar á þeim misskilningi. Samkvæmt heimasíðu Kræsinga ehf. sérhæfir fyrirtækið sig í framleiðslu á aukaefna­ lausum tilbúnum mat­ vörum fyrir mötuneyti og stóreldhús. Einnig er rek­ in veisluþjónusta á veg­ um þess og þá framleiðir fyrirtæk­ ið þorramat í miklu úrvali ásamt grænmetisréttum og ýmsum kjöt­ vörum. Eigendur Kræsinga eru hjónin Magnús Nielsson Hansen matreiðslumeistari og Vala Lee Jó­ hannsdóttir, en þau hafi rekið fyr­ irtækið frá stofnun. Höfuðstöðvar þess eru að Sólbakka 11 í Borgar­ nesi. hlh Í framhaldi af grein minni um „Se­ menstreitinn“ í síðasta blaði og á vef Skessuhorns, þá kemur hér við­ bót sem á eingöngu við þann hluta svæðisins sem verður afhentur síð­ ar, samkvæmt fyrirliggjandi samn­ ingi. Hér er dæmi um hvernig breyta má gömlu iðnaðarsvæði og sílóum í nútíma hótel/ íbúðir o.fl. Þessi bygg­ ing er á Islands Brygge í Kaupmannahöfn. Þetta eru sambærileg síló og eru í Sement­ verksmiðjunni, bara stærri. Á Sem­ entsreitnum standa fjögur fram við hafnargarð og önnur fjögur, lægri, standa inn við skorsteininn. Í dag er meira en áður horft til að sjá tækifæri í því sem fyrir er og vinna út frá því. Nær­ tæk dæmi þess eru víða á gömlu hafnar­ og iðnaðarsvæðunum í Kaupmannahöfn, á Fornebu flugvelli við Osló og áfram mætti lengi telja. Pálmi Pálmason. Skömmu eftir hrunið og í kjöl­ far gossins í Eyjafjallajökli ákváðu stjórnvöld að fara í stórfelldar að­ gerðir við fjölgun ferðamanna til landsins m.a. með átakinu „Inspi­ red by Iceland.“ Þetta var í sjálfu sér ekki svo galið ef allt hefði ver­ ið hugsað til enda. Landið er róm­ að fyrir náttúrufegurð þar sem saga þessarar einsöku, harðgerðu en ljúfu þjóðar fléttast frá fjöru til fjalla. Ferðamenn streyma til lands­ ins sem aldrei fyrr og á öllum árs­ tímum en þó mest yfir sumarið en vaxandi fjöldi kemur yfir vetrartím­ ann. Er þetta ekki bara besta mál? Gjaldeyrir streymir inn, fjöldi fólks fær atvinnu og þjóðarbúið nýt­ ur góðs af, allir græða! Mun ekki markaðshyggjan taka við og sjá til að þetta rúlli allt saman og skili til­ ætluðum tekjum? Ef stjórnvöld grípa inn í og ákveða að stórfjölga ferðamönnum allt árið þá verða þau jafnframt að gera ráð fyrir hvaða frumþarfir þarf að uppfylla til að tryggja að átakið valdi ekki meiri skaða en ávinningi. Hverjar eru svo þarfir ferðamanna? Í fyrsta lagi eru það grunnþarfir nar; að hafa aðgang að mat og drykk og geta skilað því frá sér á sóma­ samlegan hátt. Jafnframt að kom­ ast um landið án þess að setja sig í stórhættu eða að lenda í óvæntum gildrum sem heimamenn þekkja og sneiða hjá. Og að geta notið lífs­ ins bæði með heimafólki og öðr­ um í stórbrotinni náttúru án þess að gæði landsins og lífríkið hljóti skaða af. Ekki vil ég kasta rýrð á hið mik­ ilvæga starf sem Ferðamálastofa og markaðsstofur um allt land hafa unnið í þágu greinarinnar, en óneytanlega þykir mér vanta teng­ ingu út í samfélagið. Sambandsleys­ ið endurspeglar það sem er að ger­ ast hjá þeim stofnunum og öðrum sem hafa skyldum að gegna bæði fyrir borgarana og ferðamenn. Jú, niðurskurður í menntakerfinu, hjá Vegagerðinni, hjá löggæslu, í heil­ brigðiskerfinu, hjá þjóðgörðunum, hjá Landhelgisgæslunni og í raun allsstaðar þar sem velferð og öryggi ferðafólks á að vera tryggt. Og hvað þýðir þetta t.d. fyrir ferðamann­ inn? Hann getur átt það á hættu að fjúka út af veginum á stöðum sem heimamenn þekkja en eru illa eða með öllu ómerktir. Hann getur lent í að keyra inn á kolófæra vegakafla sem virðast opnir, ómerktir og þar sem er lélegt eða ekkert símasam­ band. Hann þarf iðulega að ganga örna sinna úti í náttúrunni með til­ heyrandi óþrifnaði og hættu á frost­ skemmdum. Hann setur sjálfan sig og aðra vegfarendur í stórhættu við myndatökur á hálfsmetra breiðum vegkanti þar sem vegaxlir hafa ekki verið fundnar upp hérlendis enn sem komið er. Hann þarf iðulega að vaða for, bleytu og glerhálku til að skoða náttúruperlur. Hann get­ ur lent í því að svelta heilan dag af því að hann var að þvælast á hátíð­ isdegi eða utan þjónustu á útnára. Hann getur lent í því að bíllinn sem hann leigði er ótryggður og alger­ lega vanbúinn til aksturs, og svo má lengi telja. Og nú hugsa margir samland­ ar, og hvað með það, hvað er þetta lið að þvælast hingað á öllum árs­ tímum, vitandi ekkert í sinn haus? Hverjir voru að ginna þá hing­ að, eða réttara sagt bjóða þá vel­ komna? Voru það ekki við, þjóðin, eða eru einhverjir undanskyldir? Í þessu sambandi er rétt að minna á að ferðamenn eru af öllum sauða­ húsum rétt eins og við hin sem hér búum með misjafna þekkingu og þroska og þurfum að sjálfsögðu að fylgja reglum og siðum sem við­ gangast, en fyrst og fremst að fylgja heilbrigðri skynsemi. Hvað hefur svo gerst til að mæta þessum þörfum? Því miður harla lítið enn sem komið er. Í saman­ burðarkönnun sem Íslandsstofa í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands gaf út 2011 og kallast „Ís­ land allt árið, Landaskýrslur, Sam­ anburður“ þar sem bornar eru sam­ an markaðsáætlanir og fleira tengt ferðaiðnaði fjögurra landa og Ís­ lands kemur margt fróðlegt fram. Meðal annars hvernig löndin nálg­ ast sín markmið. Þar er athyglisvert að sum lönd eins og t.d. Noregur ætlar fyrst að byggja upp og styrkja innviðina áður en þeir hrinda af stað átaki í heilsársferðamennsku. Hérlendis hefur mestallt púður far­ ið í að ræða um ferðamannapassa. En hvað sem verður og fyrr en síð­ ar þarf að hefja alvöru stefnumótun og uppbyggingu innviða hvort sem þeir snúa að stjórnvöldum, bæjar­ félögum eða öðrum. Jafnframt þarf að að stórauka nám og starfsþjálf­ un fólks til að mæta þeirri þörf sem verður á nægu framboði af hæfu starfsfólki á komandi árum. All­ ir þættir stjórnsýslunnar; stofnanir, sveitafélög, aðilar ferðaþjónustunn­ ar og félagasamtök þurfa að taka höndum saman og vinna að þess­ um málum. Nú þarf að bretta upp ermar og láta verkin tala en ekki bara sitja á fundum. Við verðum að hætta að benda sífellt á aðra, fyrir­ tæki á félög, á stofnanir, á sveitar­ félög, á stjórnvöld, fram og aftur endalaust. Ef við tökum ekki sam­ eiginlega á þessum málum gætum við lent í því að innviðirnir bresta, ferðamannaiðnaðurinn hrynur, fyr­ irtæki fara á hausinn og fólk missir atvinnuna. Við skulum ekki láta það henda okkur. Íslendingar eru í eðli sínu veiði­ menn, við viljum fiska þegar gefur, við viljum mikið á sem stystum tíma. En stundum getur borgað sig að hægja aðeins á og íhuga vel hvern­ ig skuli halda á málum því oftar en ekki kemur það hratt niður sem fer hratt upp samanber íslenska banka­ kerfið. Hér á vel við „að vel skal til vanda er lengi skal standa.“ Ef upp­ byggingin er of hröð er hætt við að gæðin fylgi ekki, hæft starfsfólk vantar og grunnþarfir sitji á hak­ anum. Nú þarf öll þjóðin að fara að horfa á „Ferðamannaiðnaðinn“ sem alvöru atvinnugrein sem skil­ ar okkur umtalsverðum tekjum og atvinnu sem á bara eftir að vaxa og dafna á komandi árum ef við stönd­ um vel að málum og að því gefnu að ytri aðstæður séu hagstæðar. Við megum ekki brenna okkur á því að henda öllu í hendur markaðarins og ætlast til að það geri sig með þeim hætti. Þá er hætt við að skammtíma gróðasjónarmið skemmi fyrir þeim sem vilja byggja til framtíðar og greininni í heild. Ferðaþjónustan á Íslandi þarf að sjálfsögðu að vera sjálfbær og vil ég af tilefni hnykkja á hvað í því fellst: „Sjálfbær ferða­ þjónusta er hvers konar þróun eða starfsemi í ferðaþjónustu, sem ber virðingu fyrir umhverfinu, tryggir verndun náttúrulegra og menning­ arlegra auðlinda til langs tíma og er ásættanleg og réttlát frá félagslegu og efnahagslegu sjónarmiði.“ Skilgreiningin kemur úr bókinni Sustainable Tourism Management frá 1999 og er eftir J. Swarbrooke. Þýðingin kemur frá Rannveigu Ólafsdóttur og birtist t.d. í skýrsl­ unni hennar „Umhverfisstjórnun ­ tæki til sjálfbærrar ferðaþjónustu.“ Þór Magnússon, Gufuskálum. Höf. er nýgræðingur í ferðaþjón- ustu og einn af stofnendum Hella- ferða slf. Þórarinn Eldjárn rithöfundur mun næstkomandi föstudag frumflytja frásögn sína af Baróninum á Hvítar­ völlum á Sögulofti Landnámsset­ ursins í Borgarnesi. Í tilkynningu frá Landnámssetrinu segir um sýn­ inguna og Baróninn: „Föstudaginn 10. janúar klukkan 20 frumflytur Þórarinn Eldjárn hina mögnuðu sögu Barónsins á Hvítár­ völlum. Þórarinn skrifaði skáldsögu um Baróninn og kom hún út fyr­ ir réttum tíu árum, eða 2004. Bar­ óninn, eða Charles Gouldrée­Boil­ leau eins og hann hét réttu nafni, kom til Íslands árið 1898 með þá staðföstu ákvörðun að ætla að setj­ ast að á Íslandi. Hann sá mikil tæki­ færi bæði í landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu og lét sig dreyma um stórbrotnar framkvæmdir. Allri veru hans hér á landi lýstu samtíma­ menn hans með einu orði, þ.e. „æv­ intýri.“ En það mætti líka kalla það harmleik, vegna sorglegra endaloka þessa dularfulla manns. Þórarinn Eldjárn er meðal okkar merkustu rithöfunda og stígur nú á stokk sem hinn „Talandi höfundur“ og segir okkur söguna sem hann hefur áður unnið á bók.“ mm Pennagrein Ferðaþjónusta á hraðferð Pennagrein Að breyta sílóum í hótel, íbúðir, vinnustofur/gallerí og skrifstofur Séð yfir iðnaðarhverfið í efri hluta Borgarness þar sem Kræsingar eru með starfsemi. Ljósm. hlh. Gæðakokkar heita nú Kræsingar Þórarinn Eldjárn segir sögu Barónsins á Hvítárvöllum Þórarinn Eldjárn rithöfundur og sögumaður. Charles Gouldrée-Boilleau, betur þekktur hér á landi sem Baróninn á Hvítárvöllum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.