Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 6. tbl. 17. árg. 5. febrúar 2014 - kr. 600 í lausasölu Fermingarboðskort www.framkollunarthjonustan.is Jón Jónsson ÚTSÖLULOK Laugardag 8. febrúar ÚTSÖLUVÖRUR 50% AFSLÁTTUR Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Þórarinn Eldjárn segir sögu Barónsins á Hvítárvöllum Næstu sýningar: 7. febrúar kl. 20:00 UPPSELT 8. febrúar kl. 17:00 UPPSELT 15. febrúar kl. 17:00 Örfá sæti laus 2. mars kl. 16:00 Miðapantanir í síma 437 1600 og landnam@landnam.is Miklir bókaflutningar áttu sér stað í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borg- arnesi mánudaginn 28. janúar síð- astliðinn. Þá var unnið við að rýma bókasal Héraðsbókasafns Borgar- fjarðar á annarri hæð hússins þar sem til stóð að leggja nýtt teppi á gólf salarins. Um flutninginn sá hópur körfuboltaiðkenda í 8. flokki hjá Skallagrími ásamt foreldr- um, forráðamönnum og starfsfólki Safnahússins. Að sögn Sævars Inga Jónssonar héraðsbókavarðar tók flutningurinn um fjóra tíma og var góð stemning í hópnum á meðan á honum stóð. Gróflega má áætla að um 25.000 bækur hafi verið færðar til í flutningunum. Teppalagning- in stóð yfir í eina viku og var bóka- safnið lokað á meðan. Bækurnar voru að endingu fluttar aftur á sinn stað og var bókasafnið opnað aftur á mánudaginn í liðinni viku. hlh/ Ljósm. Guðrún Jónsd. „Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir - Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana.“ Þannig hljómaði neyðarkall sem heyrðist um borð í björgunarbátnum Margréti Guð- brandsdóttur frá Akranesi þar sem björgunarsveitarmenn voru stadd- ir á æfingu skammt frá Akranesi um nónbil á sunnudaginn. Eftir neyðarkallið barst ekki tilkynning frá sjálfvirku tilkynningaskyldunni eða neyðarsendum og ekki sáust neyðarblys á lofti. Sama neyðarkall heyrðu starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar einnig en það barst á alþjóð- legri neyðarrás skipa. Ekki náðist aftur samband við þann eða þá sem sendu neyðarkallið. Samstundis var boðuð víðtæk leit allra tiltækra björgunaraðila allt frá Reykjanesi í suðri til Rifs í norðri. Leit fór fram af sjó og úr lofti með þátttöku fimm þyrla, margra báta og skipa og um tvö hundruð einstaklinga sem til- tækir voru frá björgunarsveitunum. Auk þyrlanna TF-LÍF og TF-GNÁ frá Landhelgisæslunnar, tóku þátt í leitinni finnskar þyrlur sem staddar voru hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2014. Björgunar- sveitarmenn gengu fjörur og marg- ir voru á útkikkinu. Seint á sunnu- dagskvöldinu var leitinni frestað og staðan endurmetin. Þá var fólki reyndar farið að gruna að um gab- bútkall hafi verið að ræða enda ekki vitað um neina sem saknað var af sjó. Leitarsvæðið var takmarkað út frá sendum á Bláfjöllum og Fróð- árheiði. Var með þeim hætti hægt að minnka það, en leitarsvæðið náði engu að síður frá Malarrifi að Garðskaga. Landhelgisgæslan og Landsbjörg leituðu ítarlega á aust- anverðum Faxaflóa meðan finnsku björgunarþyrlurnar leituðu á norð- an- og vestanverðum Faxaflóa. Þá tók björgunarskipið Björg frá Rifi m.a. þátt í leitinni og var á svæðinu sunnan við Snæfellsnes. Norðaust- an hvassviðri var á Faxaflóa þegar leitin fór fram á flóanum. Svæðis- stjórn 4 var virkjuð og var til húsa á Akranesi en auk þess var samhæf- ingarstöðin í Skógarhlíð í Reykja- vík virkjuð. Norðaustan hvassviðri var á Faxaflóa meðan leitin stóð yfir á sunnudaginn og skilyrði því frem- ur slæm til leitar. Eftir hádegi á mánudaginn ákvað Landhelgisgæslan að engar for- sendur væru til áframhaldandi leit- ar að hinum meinta bát. Slá verður því föstu að um platútkall hafi verið að ræða. Slíkt er litið afar alvarleg- um augum enda vítavert. mm Fluttu bókaflóð Víðtæk leit eftir að neyðarkall barst – sennilega var um gabb að ræða Horft norður eftir Faxaflóa á sunnudaginn. Ljósm. Anton Örn Rúnarsson BA. Þessa mynd tók Anton Örn Rúnarsson félagi í Björgunarfélagi Akraness um borð í björgunarbáti félagsins, Mar- gréti Guðbrandsdóttur. Stjórnstöð á svæði 4 hjá Landsbjörgu var til húsa á Akranesi. Ljósm. ki. Félagar úr Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi komu við á Akranesi síðdegis á sunnudaginn og tóku elds- neyti. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.