Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Fróðleiksfundur um skattamál BORGARNES: Fimmtu- daginn 6. febrúar kl. 16:00 heldur KPMG í Borgarnesi fróðleiksfund um skattamál. Fundurinn verður haldinn að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi, neðri hæð í húsnæði Símennt- unarmiðstöðvar Vesturlands og hefst hann kl. 16:00. Boð- ið verður upp á kaffi og með- læti frá kl. 15:45. Á dagskrá fundarins eru helstu skatta- lagabreytingar árið 2013, rætt um hvað fer úrskeiðis í skött- um, skattamál ferðaþjónustu; skattaumhverfi, félagaform og virðisaukaskattur. Þátttaka er án endurgjalds og veitir nám- skeiðið einingar hjá FLE. –mm Kastaði frá sér dópinu AKRANES: Um helgina lagði lögreglan á Akranesi hald á rúmlega 20 gr af amfetamíni og smáræði af kannabisefnum og kókaíni. Tildrög voru þau að höfð voru afskipti af manni sem grunaður var um að hafa fíkniefni meðferðis. Þegar lögreglumenn hugðust stöðva manninn, sem var gangandi, lagði hann á flótta á hlaup- um en náðist eftir stutta eftir- för og var handtekinn. Þegar lögreglumenn voru að draga manninn uppi á hlaupum sáu þeir hann kasta frá sér litlum pakka sem fannst á vettvangi. Reyndist hann innihalda fíkni- efni og einnig fundust fíkni- efni í vösum mannsins. Í fram- haldi var gerð húsleit á heim- ili mannsins og fannst þar lítil- ræði af kannabisefnum. Játaði maðurinn vörslu efnanna og var sleppt að lokinni skýrslu- töku. –þá Margir vilja starf félagsmálastjóra HVALFJ.SV: Umsóknar- frestur um stöðu félagsmála- stjóra í Hvalfjarðarsveit rann út sl. föstudag. Umsóknir um stöðuna voru 26. Sveitar- stjóri og fjármálastjóri munu fara yfir umsóknirnar og skila samantekt til sveitarstjórn- ar á næsta fundi, segir í til- kynningu á heimasíðu sveit- arfélagins. Umsækjendur um stöðu félagsmálastjóra eru eftirfarandi: Þórey Þormar, Ágúst Þorsteinsson, Einar Ingi Magnússon, Ásgeir Pétursson, Petrína Ásgeirsdóttir, Hauk- ur Jóhannsson, Gísli Sveinn Loftsson, Þura Björk Hreins- dóttir, Tora Victoria, Rann- veig Margrét Stefánsdótt- ir, Óli Örn Atlason, Heim- ir Laxdal Jóhannsson, Hildur Jakobína Gísladóttir, Thelma Vestmann, Dagný Hauksdótt- ir, Íris Eik Ólafsdóttir, Guð- rún Dadda Ásmundardóttir, Hafsteinn Gunnar Hafsteins- son, Guðrún Frímannsdótt- ir , Einar Ingþór Einarsson, Kristný Rós Gústafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Auð- ur Herdís Sigurðardóttir, Sig- rún Ríkharðsdóttir, Ólöf Vig- dís Guðnadóttir og Kristinn Stefán Einarsson. –þá Íþrótta- og tóm- stundafulltrúi DALIR: Á fundi sveitar- stjórnar Dalabyggðar sl. þriðjudag voru lögð fram drög að samstarfssamn- ingi milli Dalabyggðar og Ungmennasambands Dala og Norður-Breiðfirðinga, UDN. Samkvæmt samningn- um er m.a. gert ráð fyrir að Dalabyggð ráði íþrótta- og tómstundafulltrúa til starfa í samráði við UDN. Samn- ingurinn var samþykktur á fundinum og lagði Jóhann- es Haukur Hauksson oddviti Dalabyggðar til að sveitar- stjóra verði heimilað að und- irrita hann. –þá Vísitala neyslu- verðs lækkaði LANDIÐ: Vísitala neyslu- verðs miðuð við verðlag í janúar 2014 er 415,9 stig og lækkaði um 0,72% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 391,5 stig og lækkaði um 1,09% frá des- ember. Víða eru vetrarútsöl- ur og lækkaði verð á fötum og skóm um 10,8% og verð á húsgögnum og heimilis- búnaði um 2,8%. Þá lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 14,6% milli mánaða og bens- ín og olíur um 2,5%. Kostn- aður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkaði hins veg- ar um 0,6% í janúar. Síðast- liðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 3,1% og vísitalan án húsnæð- is um 1,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,7% verðbólgu á ári. Það þýðir að 2,2% verð- hjöðnun hefði orðið í mán- uðinum ef húsnæðiskostn- aður hefði ekki verið reikn- aður með. Vísitala neyslu- verðs samkvæmt útreikningi í janúar 2014, sem er 415,9 stig, gildir til verðtryggingar í mars 2014. –mm Friðrik Tryggvason hjá Almennu umhverfisþjónustunni í Grund- arfirði lagði í dag inn umsókn um einkaleyfi fyrir búnað sem gæti vald- ið straumhvörfum hér á landi jafn- vel á næstu dögum eða vikum. Bún- aður þessi getur bjargað golf- og knattspyrnuvöllum undan altjóni af völdum kals en víða um land ligg- ur nú klakahella yfir túnum og völl- um. Hingað til hafa umsjónarmenn vallanna verið ráðþrota gagnvart þessu vandamáli sem sífellt verður stærra eftir því sem klakinn liggur lengur yfir. Ef ekkert er að gert get- ur fjárhagslegt tjón af kali á golf- og knattspyrnuvöllum hæglega hlaup- ið á tugum milljóna króna. Búnað- ur sá sem Friðrik hefur nú fundið upp og prófað kostar lítið í sam- anburði við það, en þunga vinnu- vél eða vörubíl þarf til að aka um ísilagða vellina með þessum bún- aði. Eftir verða göt í ísnum. Friðrik hefur samið við Vélsmiðjuna Héð- inn um smíði búnaðarins, sem er til þess að gera einfaldur. Knattspyrnuvöllurinn í Grundar- firði er undirlagður þykkum ís síðan í lok síðasta árs. Voru Grundfirð- ingar því orðnir uggandi um kal- skemmdir á vellinum ef ekki tæk- ist að brjóta klakann. Höfðu með- al annarra verkstjóri Áhaldahúss- ins í Grundarfirði og hafnarvörð- urinn, ásamt verkvitsmönnum hjá Alm. umhverfisþjónustunni, legið yfir þessu vandamáli síðustu vikur. Friðrik Tryggvason þróaði í kjöl- farið lausn sem við fyrstu tilraun lofar afar góðu og ákvað hann því að sækja um einkaleyfið. Búnaður- inn felst í gaddahjólum sem hægt er að setja á hjólagröfu eða þung- an vörubíl á tvöföldum dekkjum að aftan. Tækin þurfa helst að vera að 20 tonnum að þyngd. Ökutæk- inu er ekið yfir völlinn, gaddarnir stingast ofan í klakann og gera lít- il göt sem hleypa súrefni niður að rotnandi grasinu. Ekki er annað að sjá en aðferð þessi virki ágætlega og getur fréttaritari Skessuhorns sem tók meðfylgjandi myndir vitn- að um það. Umsjónarmenn golf- og knatt- spyrnuvalla víða um land óttast skemmdir af klaka. Friðrik segir að bæði þeir og vélaútgerðarmenn sem þess óska geti haft samband við sig en áhersla verður lögð á það inn- an tíðar, eða strax eftir helgi, að út- vega búnað þennan þeim sem panta hann. mm Fann upp búnað til að gata klaka á íþrótta- og golfvöllum Friðrik Tryggvason. Búnaðurinn prófaður á Grundarfjarðarvelli með hjólaskóflu frá Alm. umhverfisþjónustunni. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.