Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum Meistaraflokkur karla 1. deild Föstudaginn 7. febrúar kl. 19.15 ÍA – Þór Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Vizkukýrin 2014 Spurningakeppni Landbúnaðarháskóla Íslands verður haldin í matsal skólans á Hvanneyri fimmtudaginn 13. febrúar og hefst kl. 20:00. Nemendur, kennarar í Borgarbyggð ásamt óvæntu gestaliði munu etja keppni. Spyrill er Logi Bergmann Eiðsson. Skemmtiatriði og sælgætissala í hléi. Aðgangseyri 500 kr. en frítt fyrir 14 ára og yngri. Félagsmiðstöðin í Grundar- firði flutti nýverið í nýtt húsnæði. Krakkarnir höfðu haft athvarf inn- an grunnskólans fyrir félagsmið- stöðina en vegna breytinga þar þurfti að rýma húsnæðið. Fengu þau lítið hús í eigu bæjarins til af- nota en það er við hlið skólans. Gera þurfti miklar endurbætur á húsinu og var verkið unnið af dug- miklum sjálfboðaliðum með Þor- stein Friðfinnsson í broddi fylking- ar. Verkið var unnið á ógnarhraða og eftir það var starfsemi félags- miðstöðvarinnar flutt inn. Af því tilefni færði foreldrafélag Grunn- skóla Grundarfjarðar krökkunum að gjöf þrjá flatbökuofna. Gjöf- in mun eflaust koma sér vel þegar krakkarnir hittast og skemmta sér í nýja húsnæðinu. tfk Á þessu ári heldur Bókasafn Akra- ness upp á 150 ára afmæli sitt. Fjöl- breytt afmælisdagskrá með ýmsum menningarviðburðum er því fyrir- huguð á árinu til að minnast þess- ara tímamóta. Sá fyrsti var á laugar- daginn þar sem athyglinni var beint að handrita- og rímnaarfi þjóðar- innar og þá ekki síst Vesturlands. Rósa Þorsteinsdóttir lektor hjá Árnastofnun flutti erindi á bóka- safninu um Staðarhólsbók rímna sem er þykkt skinnhandrit frá fyrri hluta 16. aldar, færð í letur af Tóm- asi Arasyni frá Stað í Súgandafirði. Bókin er talin eitt merkasta rímna- handrit Íslendinga og inniheld- ur mikið safn af miðaldakveðskap í rímnaformi. Hún dregur nafn sitt af Staðarhóli í Dölum en þaðan var hún gefin Árna Magnússyni pró- fessor og handritasafnara í Kaup- mannahöfn árið 1707. Sjálfur var Árni fæddur og uppalinn í Dölum. Fæðingarstaður hans var Kvenna- brekka og hann ólst upp í Hvammi. Á þessu ári er þess einmitt minnst að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar. Að loknum fyrirlestri Rósu Þor- steinsdóttur steig Steinþór Ander- sen kvæðamaður á stokk þar sem Félagsmiðstöðin í Grundarfirði flutt og færð gjöf Á myndinni frá vinstri eru þær Jófríður Friðgeirsdóttir og Helga María Jóhanns- dóttir frá foreldrafélaginu. Þar næst er Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir umsjón- amaður félagsmiðstöðvarinnar og Eyþór Magnússon grunnskólanemi. Steinþór Andersen kveður upp úr Staðarhólsbók rímna á Bókasafni Akraness. Rímur kveðnar í Bókasafni Akraness hann kynnti og kvað við raust rím- ur úr bókinni. Þar kom glöggt fram að rímur miðalda voru dægurbók- menntir þeirra tíma. Þær standa nú- tíma reyfurum hvergi að baki í frá- sögnum og lýsingum þar sem spil- að er á allan skalann frá leiftrandi kímni til nánast ólýsanlegs hryll- ings. mþh Nafn:Sölvi G. Gylfason Starfsheiti/fyrirtæki: Aðstoðar- maður framkvæmdastjóra FM Gro- up Iceland. Erum með skrifstofu á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. Fjölskylduhagir/búseta: Á föstu og bý í Borgarnesi. Áhugamál: Knattspyrna, félags- fræði, ferðalög, hitta vini mína og njóta þess að vera til. Vinnudagurinn: Mánudagurinn 3. febrúar 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk? Ég mætti í vinnuna kl. 12:30 í dag. Venjulega mæti ég kl. 8:30 en þar sem ég þurfti að mæta í tíma í Há- skóla Íslands mætti ég í hádeg- inu. Í HÍ stunda ég viðbótardip- lómunám í afbrotafræði. Byrjaði vinnudaginn á því að skrifa þrjár fréttir inn á heimasíðu FM Group Iceland, www.fmiceland.is. Klukkan 15? Eftir að hafa fengið mér einn góðan kaffibolla hélt ég áfram að vinna við að taka saman fréttir og tilkynningar. Þær verða síðar birtar á heimasíðu okkar og síðu okkar á Facebook. Hvenær hætt og síðustu verk? Ég hætti klukkan 16:00 og það síðasta sem ég gerði var að svara fyrirspurnum viðskiptavina í tölvupósti. Fastir liðir alla daga? Skrifa og þýða fréttir og tilkynningar til viðskiptavina. Stundum tek ég saman vörur fyrir viðskiptavini. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Meiri reynsla. Það safnast alltaf dýrmæt starfsreynsla í sarpinn eftir hvern vinnudag. Var dagurinn hefðbundinn? Nei, ekki alveg. Það er vegna þess að á mánudagsmorgnum er ég í skólanum. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Í síðasta mánuði, þ.e. í janúar 2014. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Þar sem við erum að selja kaffi tel ég nokkrar líkur á því. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, sérstaklega þegar ég er vel sofinn. Eitthvað að lokum? Minni fólk á að kíkja á heimasíðuna okkar og síðast en ekki síst: Áfram Liver- pool! Dag ur í lífi... Aðstoðarmanns framkvæmdastjóra SKATTAMÁL Fróðleiksfundur í Borgarnesi Fim. 6. feb. | kl. 16:00 | Bjarnarbraut 8 Á hverju ári eru fjöldi skattalagabreytinga sem snerta fólk og fyrirtæki. Á þessum fróðleiksfundi verða helstu breytingarnar kynntar auk þess sem handbók KPMG um skattamál verður dreift. Skráning er án endurgjalds og fer fram á kpmg.is Skráning og frekari upplýsingar um fróðleiksfundinn er að nna á kpmg.is Dagskrá fróðleiksfundarins Helstu skattalagabreytingar árið 2013 Hvað fer úrskeiðis í sköttum Skattamál ferðaþjónustunnar Reykjavík Borgartúni 27 Akureyri Glerárgötu 24 Blönduós Húnabraut 4 Borgarnes Bjarnarbraut 8 Egilsstaðir Fagradalsbraut 11 Höfn í Hornarði Krosseyjarvegi 17 www.kpmg.is Reyðarfjörður Austurvegi 20 Reykjanesbær Krossmóa 4 Sauðárkrókur Borgarmýri 1 Selfoss Austurvegi 4 Skagaströnd Oddagötu 22 Vestmannaeyjar Kirkjuvegi 23 Sími 545 6000 SKATTA- OG LÖGFRÆÐISVIÐ Skattabæklingur 2014 Upplýsingar um skattamál einstaklinga og rekstraraðila 2013 / 2014 kpmg.is Í bæklingi þessum koma fram almennar upplýsingar og meginreglur. Í honum er ekki lýst aðstæðum tiltekinna fyrirtækja eða einstaklinga. Enginn ætti að grípa til aðgerða á grundvelli þessara upplýsinga nema tengja þær aðstæðum sínum eða leita faglegrar aðstoðar um það tilvik sem um ræðir. © 2014 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (“KPMG International”), svissnesku samvinnufélagi. Nafn og kennimark KPMG eru vöru merki KPMG International Cooperative. Skattabæklingur 2014

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.