Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Hér áður fyrr var algengt að eldri börn og unglingar gripu í ýmis verk við hlið hinna fullorðnu, bæði til sjávar og sveita. Þannig kynntist unga kynslóðin heimi hinna full- orðnu, fékk innsýn í atvinnulíf og verðmætasköpun auk þjálfunar til að nota huga og hönd til vinnu. Þetta er hins vegar orðin afar fá- gæt sjón. Ungur piltur á Akranesi er undantekning frá reglunni í dag. Hallgrímur Ísak Guðmundsson, Halli, starfar sem beitningamaður með skólanum. Hann er ellefu ára, verður 12 ára gamall 1. maí í vor. Nú í haust og í vetur hefur hann stundað línubeitningu. Hann hjálp- ar þannig pabba sínum Guðmundi Elíassyni, sem gerir út línu- og grá- sleppubátinn Flugölduna ST 54. Beitir til að safna fyrir eigin bát Halli á stutt að sækja áhugann á sjó- mennskunni. Hann hefur oft farið í róðra með föður sínum. Útgerð Flugöldunnar er rekin frá Akranesi en bátnum er nú í vetur róið frá Skagaströnd. Þangað er ekið með beitta línubala þegar haldið skal í róður. Notaðir balar koma til baka. Línan í þeim er yfirfarin og öngl- arnir beittir í skúrnum niður við Skarfavör á Breiðinni á Akranesi. Þar standa Halli og fleiri og sjá um landvinnu útgerðarinnar. „Ég ætla að safna mér fyrir bát,“ segir Hallgrímur þar sem hann stendur einbeittur við að beita. „Báturinn minn á að verða trilla Hér skartar Daði Freyr, for- maður nemendafélags MB, frumlegu höfuðfati sem hann prjónaði sjálfur á prjónamaraþoninu. Um er að ræða hatt með gati á hvirfli en slíkur hattur stuðlar að frjálsu flæði hugmynda! Ljósm. Menntaskóli Borgarfjarðar. Framhaldsskólahornið Fjölbrautaskóli Vesturlands úr leik í Gettu betur Síðastliðinn föstudag áttust við lið Fjölbrautaskóla Vesturlands og Menntaskólans á Akureyri í spurningakeppni framhaldsskól- anna Gettu betur í beinni útsend- ingu á RÚV. Lið FVA var skipað þeim Magnúsi Gunnarssyni, Birki Hrafni Vilhjálmssyni og Elmari Gísla Gíslasyni. Leikar fóru svo að Menntaskólinn á Akureyri sigraði með 22 stigum gegn 19. Keppnin var spennandi enda munaði litlu á liðunum í lokin. Að loknum hraða- spurningum munaði sex stigum, MA í vil. Þá dró í milli um tíma en og leikar jöfnuðust þegar síðasta spurningin, þríþrautin, var borin upp og þrjú stig í pottinum. Bæði liðin svöruðu henni rangt og úrslit- in voru því sem áður segir, lið MA með 22 stig gegn 19 stigum FVA. Prjónamaraþon í Mennta- skóla Borgarfjarðar Útskriftarhópur MB tók þátt í prjónamaraþoni í vikunni sem leið. Það fé sem safnaðist með áheit- um rann í útskriftarsjóð nemenda. „Við prjónuðum í 24 klukkustund- ir og söfnuðum eitthvað í kring- um 300 þúsund krónum. Það voru Handavinnuhúsið, Nettó og fleiri aðilar sem gáfu okkur garnið og til stendur að gefa afurðirnar til Rauða krossins. Það kom ýmislegt út úr þessu; treflar, teppi, húfur, vettling- ar og fleira,“ segir Daði Freyr Guð- jónsson formaður nemendafélags MB. Félagslífið hefur að vanda far- ið vel af stað hjá nemendum skólans svona í byrjun árs. „Í upphafi ann- arinnar fórum við í frábæra þriggja daga skíðaferð til Akureyrar. Svo er frumsýning Grease framundan núna 7. febrúar og fljótlega verð- ur söngvakeppni og lazer-tag mót,“ segir Daði að endingu. grþ Einbeittur beitningamaður á Breiðinni sem ég get notað til að veiða fisk norður á Ströndum.“ Guðmundur faðir Hallgríms er ættaður frá Djúpuvík á Strönd- um. Hann flutti til Akraness ásamt foreldrum sínum sjö ára gamall árið 1972 og hefur búið þar síðan. Tengslin við átthagana nyrðra eru hins vegar sterk. Á sumrin dvelur Halli oft norður á Ströndum þar sem hann rær líka með frænda sín- um og frænku á handfæraveiðar. Stefnir á sjómennsku „Ég ætla að verða sjómaður þeg- ar ég verð stór,“ segir Halli þar sem hann stendur einbeittur uppi á fiskikassa í beitningaskúr föður síns á Akranesi. Línan leikur í hönd- um hans. Hann tekur upp öngul með taumi og línu, heldur honum í hægri hendi, teygir sig eftir bita af makríl sem á að nota í beitu, kræk- ir honum á öngulinn og leggur síð- an öngul með beitu, taum og línu snyrtilega á sinn stað ofan í balann sem hann er að beita. Þrátt fyrir að vera nýmættur til starfa þennan eft- irmiðdag er hann þegar hálfnaður með að beita fyrsta balann. Halli segist beita hálfan til einn bala í einu. Faðir hans bætir við að sonurinn fái að sinna þessu eins og hann sjálfan lysti. Stundum verður freistingin til að vera með vinun- um eftir skólann sterkari en löng- unin til að beita og þá er bara lát- ið eftir henni. Það er engin kvöð í þessu. „Sjórinn á hug hans allann,“ segir faðir hans. „Þetta er miklu skemmtilegra en skólinn,“ bætir Halli við um leið og hann leggur nýbeittan öngul á sinn stað í bjóð- inu sem hann er að beita. mþh Hallgrímur Ísak Guðmundsson, ellefu ára og bráðum tólf, við beitningastörf. Halli ætlar að verða sjómaður og er að safna sér fyrir trillu. Halli ásamt föður sínum Guðmundi Elíassyni í beitningarskúrnum á Breiðinni á Akranesi. Við grásleppuveiðar um borð í Flugöldunni sumarið 2013. Halli greiðir aflann úr netunum. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Halli og Elías bróðir hans búa til önglaslóða fyrir handfæraveiðar út frá Djúpuvík á Ströndum. Flugaldan ST 54 er báturinn sem Guðmundur faðir Halla gerir út. Halli á skaki um borð í Flugöldunni þar sem hann hefur dregið ýsu. Í bakgrunni er Elías bróðir hans að vakta rúllurnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.