Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Búkkar í olíubryggjuna komnir úr skipi og upp á bíl á „stóru bryggjunni“ á Akranesi. Séð inn eftir Miðsandi í átt að Þyrli. Pramminn með gröfunni sem heldur uppi hamrinum er kominn við enda bryggjufótarins. Fyrsti stálbitinn í undirstöður bryggjunnar rekinn niður með lofthamrinum sem hangir í gálga gröfunnar. Ekki var hægt að vinna þetta verk nema sjór væri sléttur en þá var líka lamið á vöktum allan sólarhringinn svo heyrðist víða um fjörðinn. Pramminn með búnaði. Úti á firðinum liggur síðutogarinn Akurey AK. Haustið þetta ár 1966 var Akurey seld til Noregs. Hún mun enn vera til en hefur verið breytt í seglskip. Einnig sést einn af hvalbátum Hvals hf. Þessi mynd mun tekin í júlí 1966. Nú er byrjað að steypa þverbita ofan á stálstaura bryggjunar. Ofan á þá voru síðan lagðar forsteyptar flatar einingar sem mynduðu bryggjugólfið. Eitt af skipum Eimskipafélagsins er nú komið í Hvalfjörð með tré- staura sem voru notaðir í bryggjuna. Unnið við að rafsjóða saman bitana í undirstöður bryggjunnar. Jónas Guðmundsson lýsir þessari mynd: „Flutningaskipið frá Eimskip kom með tréstaurana og lagðist þarna. Síðan hentu þeir staurunum bara í sjóinn. Þeir áttu að fljóta við skipshlið. Menn skyldu síðan koma á smábátum úr landi, slá utan um þá og draga í land. Svo átti að hí fa þá upp á bíla, koma þeim í stæður uppi á landi og svo nota þá eftir því sem verkinu leið fram. Ég man hins vegar að það gerði slæmt veður. Eitthvað af staurunum fóru á rek út fjörðinn og þeir týndust. Þeir voru svo að finnast reknir hingað og þangað í fjörum bænda og það var bras að safna þeim saman.“ Hér eru staurarnir hífðir upp á land. Mars 1967. Eins og Jónas Guðmundsson sagði þá varð greinilega hlé á verkinu haustið 1966 vegna þess að efnið í bryggjuna kláraðist. Svona stóð því framkvæmdin veturinn 1966-1967. Þrír af bátum Hvals hf. bíða þess við legufæri að hvalvertíð hefjist. Olíubryggja NATO í Hvalfirði nokkurn veginn frágengin, sennilega haustið 1967. Sjá má digrar olíuleiðslur sem liggja út á bryggjuna. Jónas Guðmundsson frá Bjartseyjarsandi hefur verið viðloðandi vinnuvélarnar allar götur síðan hann vann við smíði bryggjunnar fyrir hartnær hálfri öld síðan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.