Skessuhorn - 05.02.2014, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Viðburðadagatalið á vef Skessuhorns
keyrir á sama gagnagrunni og við-
burðaskrá flestra sveitarfélaga á Vestur-
landi. Skráning á öðrum staðnum á því
að tryggja birtingu á vef Skesshorns, í
næsta blaði og síðan einnig á vef við-
komandi sveitarfélags. Viðburðaskráin
er fjölbreytt þessa dagana. Þar má m.a.
finna músíkfund á þorra í Tónlistarskól-
anum á Akranesi á fimmtudaginn, Pub
Quiz í Edduveröld í Borgarnesi á föstu-
dagskvöld og þorrablót eldri borgara í
Samkomuhúsinu í Grundarfirði á laug-
ardag. Kíkið á „Á döfinni!“
Norðaustanátt er í kortunum næstu
daga og útlit fyrir litla sem enga úrkomu
á suðvestanverðu landinu frá fimmtu-
degi til mánudags. Úrkoman verður
mest í formi snjóa eða slyddu norðan-
og austan til á landinu. Hitastig verður
um eða undir frostmarki.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Hvað finnst þér um niðurstöð-
ur nefndar um afnám verðtrygging-
ar?“ Flestum hugnast þær ekki. Finnst
þær afleitar sögðu 58,08%, „góðar hug-
myndir“ telja 16,67% svarenda, „hef ekki
kynnt mér þær“ sögðu 17,68%, en tæp
8% höfðu ekki skoðun á spurningunni.
Í þessari viku er spurt:
Bragðar þú á þorrabjór
á þorranum?
Sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum
vinna mikilvægt og þakklátt starf hvar-
vetna í heiminum. Í Skessuhorni í dag er
meðal annarra rætt við verslunarstjóra í
RKÍ búðinni í Borgarnesi. Þar líkt og víða
um land er tekið á móti notuðum fatn-
aði, hann síðan flokkaður í Reykjavík, en
föt send til sölu gegn vægu verði í versl-
unum eftir það. Andvirði sölunnar renn-
ur síðan til góðra verka. RKÍ fólk er Vest-
lendingar vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Fólk tilkynni um
slösuð dýr
BORGARNES: Illa slasað-
ur köttur fannst í götukanti við
Borgarbraut í Borgarnesi um
miðjan dag á mánudaginn í lið-
inni viku. Kötturinn var það illa
á sig kominn að hann var aflífað-
ur. Vegfarandi hafði orðið katt-
arins var í vegkantinum og látið
lögreglu vita. Þótti ljóst að kött-
urinn hefði legið þar um hríð.
Lögreglan í Borgarfirði og Döl-
um vill brýna fyrir fólki að láta
lögreglu, dýraeftirlitsmenn eða
eigendur gæludýra vita ef það
sér slösuð eða dauð gæludýr.
Þá brýnir LBD fyrir eigendum
gæludýra að tryggja að dýrin hafi
merkingu, t.d. ól um háls með
nafni og símanúmeri eigenda.
–hlh
Árangurslaus
fundur hjá sátta-
semjara
GRUNDART: Samningafund-
ur um kjaramálin var hjá sátta-
semjara í gær, þriðjudag. Á fund-
inum voru auk kjarasamninga á
almennum vinnumarkaði til um-
fjöllunar samningar starfsmanna
hjá Elkem Ísland á Grundar-
tanga, sérkjarasamningur starfs-
manna fiskimjölsverksmiðjunn-
ar á Akranesi og kjarasamningur
starfsmanna Klafa sem sér um út-
og uppskipanir á Grundartanga.
Ýmsir möguleikar voru rædd-
ir á fundinum um lausn vinnu-
deilunnar. Samkvæmt færslu á
heimasíðu Verkalýðsfélags Akra-
ness var fundurinn gagnlegar og
uppbyggilegar. Menn hafi skipst
á skoðunum án þess þó að nein
niðurstaða hafi fengist.
-þá
Styrkja nýju holl-
vinasamtökin
AKRANES: Bæjarstjórn Akra-
ness samþykkti á fundi sínum
28. janúar sl. að veita 700.000
krónum í styrk til Hollvinasam-
taka Heilbrigðisstofnunar Vest-
urlands, sem stofnuð voru 25.
janúar sl. að frumkvæði fjögurra
einstaklinga á Akranesi. Tilgang-
urinn með stofnun hollvinasam-
takanna er að sameina íbúa á
Vesturlandi í stuðningi við Heil-
brigðisstofnun Vesturlands með
því að setja á stofn regnhlífa-
samtök. Ennfremur að safna fé
til mikilvægra tækja. „Akranes-
kaupstaður hefur mörg undan-
farin ár barist fyrir auknum fjár-
veitingum til starfsemi HVE,
sent umsagnir til fjárlaganefnd-
ar og lagt áherslu á að starfsemi
HVE verði varin og ekki síður
vakið athygli ráðamanna á þeim
miklu möguleikum sem felast
í nálægð Sjúkrahússins á Akra-
nesi við höfuðborgarsvæðið. Það
opnar fyrir að ýmis konar verk-
efni/aðgerðir er hægt að fram-
kvæma á stofnuninni og stytta
um leið biðlista sem eru til stað-
ar á Landspítala/háskólasjúkra-
húsinu í Reykjavík á hinum ýms-
um sviðum. Auk þess er mikil-
vægur mannauður til staðar og
sérþekking á sjúkrahúsinu sem
byggst hefur upp í langan tíma
og hætta er á að sá þáttur glat-
ist ef verkefnum fækkar,“ segir
í tilkynningu. Bæjarstjórn vildi
styðja Hollvinasamtökin í verki
og vonaðist jafnframt til að fleiri
sveitarfélög á starfsvæði HVE á
Vesturlandi fylgdu fordæminu
eftir.
-mm
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
0
1
4
PUB QUIZ
Skaginn hf. á Akranesi og Kæli-
smiðjan Frost hafa undirritað
samning við P/f Pelagos, nýtt út-
gerðarfélag í Færeyjum, um kaup
Færeyinganna á nýju uppsjávar-
vinnslukerfi. Það fer til uppsetning-
ar í Fuglafirði og á að verða tilbúið
eftir rúmlega hálft ár frá undirritun
samnings. Verkefni þetta mun skapa
fjölmörg störf í fyrirtækjum á Akra-
nesi sem og hjá ýmsum samstarfs-
aðilum Skagans og Kælismiðjunnar
Frosts. Heildarverðmæti samnings-
„Samkomulag hefur náðst um
kaup IÁ hönnunar ehf. á Akra-
nesi á 80% hlut í 3X Technology
á Ísafirði. IÁ hönnun ehf. er fé-
lag í eigu Ingólfs Árnasonar, fram-
kvæmdastjóra Skagans hf. og Þor-
geirs & Ellerts hf. á Akranesi.
Kaupin eru háð samþykki Sam-
keppnisstofnunar.“ Í tilkynningu
vegna kaupanna segir að fyrirtæk-
in hafi sérhæft sig í vinnslutengd-
um kælilausnum og átt í marg-
háttuðu samstarfi á undanförnum
árum. Sameiginlega sérhæfa fyr-
irtækin sig ekki bara í vinnslukerf-
um fyrir rækju, bolfisk og uppsjáv-
artegundir, heldur einnig í öðrum
matvælaiðnaði. Vinnslulausnir frá
fyrirtækjunum hafa verið notaðar
víða um heim með framúrskarandi
árangri.“
Þá segir í tilkynningu að með
aukinni samvinnu, sem fyrirhuguð
er í kjölfar samkomulagsins, gef-
ist möguleiki á að samþætta mark-
aðs-, vinnslu,- innkaupa- og þró-
unarvinnu fyrirtækjanna. „Mik-
il sérþekking er fyrir hendi jafnt
á Akranesi sem og á Ísafirði. Hún
verður áfram nýtt á hvorum stað
fyrir sig til markaðssóknar, m.a. til
að jafna sölusveiflur og til að efla
heildarrekstur fyrirtækjanna enn
frekar. Fjárhagsleg staða fyrirtækj-
anna í dag er mjög sterk,“ segir að
endingu í tilkynningu vegna kaup-
anna.
mm
Enn ein stórsala búnaðar frá
Skaganum og samstarfsaðilum
ins er rúmir þrír milljarðar króna.
Vinnslan í Fuglafirði verður við
hlið Havsbrun, öflugrar fiskimjöls-
verksmiðju, en eigendur hennar eru
aðilar að P/f Pelagos ásamt útvegs-
fyrirtækjunum Christian í Grótin-
um og Framherji í Færeyjum. Sam-
kvæmt áætlun Færeyinganna mun
vinnsla hefjast í Fuglafirði strax í
ágúst á þessu ári og miðast afköst-
in fyrst í stað við 600 tonn á sólar-
hring. Þá er stefnt að auka afköst-
in í 1000 tonn síðar. Í tilkynningu
frá Skaganum og Kælismiðjunni
Frost segir að ýmsar nýjungar muni
birtast í þessari nýju verksmiðju í
Fuglafirði sem auka munu afköst
og gæði vinnslunnar. Kælismið jan
Frost annast alla uppbyggingu á
frystikerfi verksmiðjunnar en syst-
urfyrirtækin Skaginn hf. og Þorgeir
& Ellert hf. á Akranesi munu leiða
vinnu við byggingu verksmiðjunn-
ar ásamt Kælismiðjunni Frost og
3X Technology á Ísafirði. Í síðast-
talda fyrirtækinu keypti einmitt IÁ
hönnun, fyrirtæki Ingólfs Árna-
sonar framkvæmdastjóra Skagans,
80% hlut í í síðustu viku. Færey-
ingar munu síðan sjá um uppbygg-
ingu húsnæðisins í samræmi við
innri hönnun Skagans hf.
Stærsta ár fyritækjanna
til þessa
Verksmiðjan í Fuglafirði verður
byggð upp á svipaðan hátt og verk-
smiðja sem sömu aðilar seldu fær-
eyska fyrirtækinu Varðinn Pelagic
á Tvøroyri árið 2012. Verksmið-
jan í Tvøroyri tók á móti um 100
þúsund tonnum af hráefni á fyrsta
heila rekstrarári sínu. Auk þessara
tveggja stóru samninga í Færey jum
er stutt síðan Skaginn hf. samdi
við Skinney-Þinganes á Höfn um
smíði vinnslulínu í nýja uppsjávar-
vinnslu með 800 tonna afkastagetu
á sólarhring. Hana á að afhenda 1.
júní á þessu ári.
„Það stefnir allt í að árið 2014
verði það umsvifamesta í sögu Skag-
ans hf. og Þorgeirs & Ellerts hf. og
lok uppbyggingar á nýju 1800 fer-
metra húsnæði fyrir starfsemina
á Akranesi gat því varla komið á
betri tíma,“ segir Ingólfur Árna-
son framkvæmdastjóri Skagans og
Þ&E í fréttatilkynningu vegna ný-
jasta samningsins. Ingólfur segir að
lykillinn að þessu öllu saman liggi í
metnaðarfullu starfsfólki sem fyrir-
tækin hafi.
Margir samstarfsaðilar
Um 20 fyrirtæki víðs vegar af land-
inu koma að uppbyggingu verk-
smiðjunnar í Fuglafirði enda stórt
verkefni sem ljúka þarf á skömm-
um tíma. Auk fyrrnefndra fyrir-
tækja koma að verkinu fleiri fyrir-
tæki á Akranesi á borð við Blikk-
verk sf, Vélsmiðju Ólafs Guðjóns-
sonar ehf., Straumnes rafverktak-
ar ehf. og Blikksmiðja Guðmund-
ar ehf. Önnur innlend fyrirtæki eru
Marel hf., Style technology ehf.,
Samhentir- kassagerð ehf., Jötun-
stál ehf., Rafeyri ehf., Stýrivéla-
þjónustan ehf., Benni Blikk ehf.,
Blikkrás ehf., Útrás ehf., HG verk-
taki ehf., Frystitækni ehf. og Slipp-
urinn. mm
Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans og Þorgeirs & Ellerts og Eyðun
Rasmussen frá Christian í Grótinum í Færeyjum handsöluðu samninginn um miðja
síðustu viku.
Stærsta einstaka verkefni Skagans til þessa var hönnun og smíði búnaðar í uppsjávarvinnslu hjá Varðin Pelagic í Færeyjum
árið 2012. Skrifað var undir samning um verkefnið í mars en því var engu að síður lokið fjórum mánuðum síðar. Nýjasta verk-
efnið er svipað að umfangi.
IÁ hönnun á Akranesi kaupir ráðandi
hlut í 3X Technology á Ísafirði