Skessuhorn - 05.02.2014, Side 9
9MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
BEINSKIPTUR FRÁ 4.490.000 KR.
SJÁLFSKIPTUR FRÁ 4.790.000 KR.
Mazda6 eru bestu kaupin í sínum flokki samkvæmt ritdómi Morgunblaðsins. Það ætti engan að undra því Mazda6 sameinar
glæsilega hönnun, framúrskarandi akstursánægju og ótrúlega sparneytni. SKYACTIV spartækni Mazda skapar fádæma sparneytni fyrir
stóran fjölskyldubíl. Þar sameinast ný vélar- og sjálfskiptitækni ásamt léttum en ofursterkum málmum sem létta bílinn.
Eldsneytisnotkun SKYACTIV vélanna með sjálfskiptingu er einungis 4,8 l/100 km fyrir dísilvél og 6,0 l/100 km fyrir bensínvél.
MAZDA. DEFY CONVENTION.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
Vissir þú að Mazda6 hefur þennan staðalbúnað?
Snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi (Rear Vehicle Monitoring), i-stop spartækni, Bluetooth síma- og tónhlöðutengi,
17” álfelgur, nálægðarskynjara, upplýsingasnertiskjá í mælaborði, hraðastilli (cruise) og regnskynjara í framrúðu. Komdu í reynsluakstur og gerðu samanburð.
zo
om
- z
oo
m
BESTU KAUPIN”
kynntu þér skyactiv spartækni mazda
KOMDU Í REYNSLUAKSTUR
MAZDA6
Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
“
Mazda6_5x18_24.01.2014_END_3.indd 1 30.1.2014 10:15:10
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2014
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Fimmtudaginn 13. febrúar
Föstudaginn 14. febrúar
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
Bændasamtök Íslands vilja kanna
til hlýtur möguleika þess að Land-
búnaðarháskóli Íslands verði gerð-
ur að sjálfseignarstofnun til að sjálf-
stæði hans verði tryggt til framtíð-
ar. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
formaður BÍ segir vilja samtak-
anna að þau komi að rekstri skól-
ans til að koma megi í veg fyrir að
hann verði sameinaður Háskóla Ís-
lands. Sigurgeir Sindri segir það
skoðun stjórnar Bændasamtak-
anna að samruni við HÍ væri afleit-
ur kostur. Sindri sagði í samtali við
Skessuhorn að sjálfseignarformið
myndi að líkindum tryggja sjálf-
stæði LbhÍ. Þá væri brýnt að LbhÍ
fái heimild til að selja jarðir og aðr-
ar eignir til að rétta fjármál sín af
en eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum er uppsafnað rekstrartap
LbhÍ verulegt síðustu árin.
Sjálfseignarstofnanir eru jafn-
an stofnaðar til að vinna að fram-
gangi ákveðins markmiðs og eru
ekki skattlagðar. Nefna má sem
dæmi að rekstrarform Háskól-
ans á Bifröst er með þessum hætti.
Eðli sjálfseignarstofnana er, eins og
nafnið gefur til kynna, að þær eiga
sig sjálfar en stjórn gætir hagsmuna
þeirra. Undanfarnar vikur hefur
starfshópur um málefni LBHÍ, sem
sveitarfélagið Borgarbyggð setti
á fót, verið að störfum. Þar hefur
möguleg stofnun sjálfseignarstofn-
unar LbhÍ verið rædd og talin væn-
legur kostur. Eiríkur Blöndal fram-
kvæmdastjóri BÍ er fulltrúi í starfs-
hópnum. Sigurgeir Sindri Sigur-
geirsson formaður BÍ segir sjálfs-
eignarformið ákveðna lausn sem
vel megi skoða. „Að koma á fót
sjálfseignarstofnun er leið til þess
að tryggja sjálfstæði skólans. Þetta
gæti verndað innviði hans og kom-
ið í veg fyrir að námsleiðir glatist.
„Ég tel sjálfseignarformið auk þess
Vilja kanna fýsileika þess að Landbún-
aðarháskólinn verði sjálfseignarstofnun
ágætt til að tryggja sjálfstæði og
rekstrargrundvöll LbhÍ á Hvann-
eyri og er það vilji bænda. Við hjá
Bændasamtökunum erum að skoða
þetta og mögulega aðkomu okkar
að slíkri sjálfseignastofnun,“ seg-
ir Sindri.
Samkvæmt heimildum Skessu-
horns er gert ráð fyrir að Illugi
Gunnarsson menntamálaráðherra
taki málefni LbhÍ til umræðu í rík-
isstjórn í þessari viku. Af ýmsum
sökum er það talið mjög mikil-
vægt að óvissu um framtíð og form
Landbúnaðarháskólans verði eytt
hið fyrsta og standa öll spjót á ráð-
herra að finna varanlega lausn.
mm