Skessuhorn - 05.02.2014, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Í upphafsreglugerð um hrognkelsa-
og grásleppuveiðar á komandi ver-
tíð, sem gefin var út af sjávarútvegs-
ráðuneytinu í síðustu viku, er neta-
dögum fækkað enn. Veiðidögum
á grásleppu hefur fækkað síðustu
árin, meðal annars vegna offram-
boðs á hrognum á heimsmarkaði.
Samkvæmt upphafsreglugerð fyrir
komandi vertíð sem gefin var út sl.
fimmtudag verður útgerðum hvers
báts með veiðileyfi heimilt að hafa
net í sjó í samfellt 20 daga. Daga-
fjöldinn á síðustu vertíð var 32 dagar
og vertíðinni þar á undan 50. Neta-
fjöldi í sjó á hvern bát verður áfram
sá sami og á síðustu veríð, 200 net,
en þeim fækkaði þá úr 300 frá ver-
tíðinni þar á undan. Hins vegar eru
komin ný ákvæði um lengdir á neta-
teinum og skilyrði um þær tengdar
leyfilegum netafjölda.
Dögum verður
væntanlega fjölgað
Örn Pálsson framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda
sagði í samtali við Skessuhorn að
þessi dagafjöldi kæmi varla til með
að standa. Hann er sá sami og í
upphafsreglugerð á síðasta ári.
Örn sagði að grásleppusjómönn-
um hefði fundist það á mörkunum
að hægt væri að gera út á 32 dagana
í fyrra. Það sem hafi bjargað vertíð-
inni þá var að vel hafi veiðst á öll-
um veiðisvæðum. „Það þarf ekki
nema eina brælu hjá körlunum og
þá er þetta farið,“ sagði Örn. „End-
anlegur dagafjöldi ræðst af útkomu
í togararallinu seinna í vetur. Haf-
rannsóknastofnun hefur þá frest til
1. apríl að gefa út endanlega ráðgjöf
um fjölda veiðidaga á komandi ver-
tíð.“
Örn segir að útgerðir sem stundi
grásleppuna hafi m.a. komið með
tillögu um að fækkun veiðidaga yrði
bætt upp með því að sameina leyfi,
þannig að tvö leyfi yrði að einu og
hálfu. Það ætti ekki að þýða meiri
sókn en veiðar yrðu hagkvæmari. Á
það hefur ekki verið fallist, jafnvel
þó slíkt yrði takmarkað við þær út-
gerðir sem gert hefðu út á gráslepp-
una á eina af þremur undangegnum
vertíðum.
Grásleppusjómönnum þykir
þröngt skorinn stakkurinn ef aðeins
verða leyfðir 20 veiðidagar á kom-
andi vertíð. Eiður Ólafsson skip-
stjóri og útgerðarmaður á Akra-
nesi gerir út Ísak AK. Hann hef-
ur stundað grásleppuveiðar í inn-
anverðum Faxaflóa mörg undan-
gengin ár. „Það að leyfðir skuli 20
veiðidagar á bát í ár þýðir að þetta
eru bara fimm róðrar reiknað út frá
því að netin liggi í fjóra daga milli
þess sem þau eru dregin. Það er allt-
af verið að þrengja meir og meir að
smábátaútgerð hér á landi. Þessar
auknu takmarkanir nú eru bara enn
eitt dæmið um það.“
Eiga að stytta teinana
í netunum
Eiður gerir þó alvarlegustu athuga-
semdirnar við það að nú eru skyndi-
lega og óvænt komin ný ákvæði í
reglugerðina um grásleppuveiðar. Í
þeim eru tilgreind ákveðin skilyrði
um uppsetningu leyfilegra neta. „Í
fyrra var reglugerðin þannig að net-
um var fækkað niður í 200 frá fyrra
ári. Þá var miðað við að netaslang-
an væri 60 faðmar á lengd. Það voru
svokölluð stutt net. Þegar talað var
um löng net voru þau 120 faðmar.
Nú eru þessar lengdir ekki leng-
ur tilteknar í reglugerð heldur tal-
„Þetta er bara eignaupptaka. Við
getum ekki gert út á þetta, eigum
ekki fyrir hafnargjöldum eða neinu
ef þetta á að vera svona. Það kost-
ar fé að hefja veiðar, það þarf að
borga leyfi og annað. Verði veið-
arnar með þeim hætti sem reglu-
gerðin nú kveður á um verða ekki
eftir neinir peningar til að gefa
tekjur og borga laun. Grásleppu-
bátar hafa nú verið að skila ansi
miklu í hafnargjöld til dæmis hér
í Stykkishólmi. Þegar mest hafa
þetta verið um 25 bátar til dæm-
is þegar afkoman var hvað best á
veiðunum fyrir þremur árum síð-
an. Síðan hefur grundvelli num
verið kippt undan útgerðinni,
einkum fyrir þessar reglugerð-
ir sem stjórnvöld senda frá sér ár-
lega,“ segir Þröstur Ingi Auðuns-
son útgerðarmaður í Stykkishólmi
í samtali við Skessuhorn. Þröstur á
tvo grásleppubáta, Írisi SH og Ír-
isi Ósk SH. Hann hefur gert þá út
síðan 2005. Grásleppuveiðar hef-
ur hann hins vegar stundað í 20
ár. Þessi þrautreyndi grásleppukarl
er ómyrkur í máli um nýútgefna
reglugerð stjórnvalda um hrogn-
kelsaveiðar á þessu ári.
Telur ekkert lát á sókn
gegn veiðunum
Þröstur segir það gersamlega út í
hött að hverjum báti skuli einungis
heimilt að stunda veiðar í tuttugu
dagar á vertíðinni. „Í fyrra fengum
við 32 veiðidaga á bát. Í fyrra náði
ég að róa 13 róðra á einum bátn-
um en 15 á hinum. Veðurfarið var
mjög erfitt. Ég er vanur að róa sex
daga vikunnar en í fyrra var það
ekki hægt út af veðri. Dagarnir eru
reiknaðir út frá þeim fjölda daga
sem netin eru í sjó. Yfirleitt legg-
ur maður og bíður svo í tvo daga
áður en dregið er. Á góðri vertíð
ætti að vera hægt að róa 25 sinnum
ef veiðidagarnir eru 32 en í fyrra
gerðist það ekki út af tíðarfarinu.
Samt er útlit fyrir að við verðum
skertir í dagafjölda á þessu ári,“
segir Þröstur.
Hann segir ekkert lát á því
hvernig sótt sé að grásleppuveið-
unum. „Þetta voru 90 veiðidag-
ar fyrir nokkrum árum. Þeim var
svo fækkað niður í 60 og svo aft-
ur í 32 í fyrra. Núna koma þeir
með 20 daga. Við hér í Stykkis-
hólmi teljum að dagarnir eigi að
lágmarki að vera 50 talsins. Svo er
önnur skerðing sem felst í að net-
unum var fækkað úr 300 í 200 í
fyrra á hvern bát. Þetta var þriðj-
ungs skerðing sem kom ofan á þær
auknu takmarkanir í veiðigetu sem
birtist í færri sóknardögum.“
Óvænt ákvæði um
uppsetningu neta
Eins og Eiður Ólafsson á Akra-
nesi er Þröstur einnig ósáttur við
ný reglugerðarákvæði um upp-
setningu grásleppunetanna. „Net
duga í eina til fjórar vertíðar, allt
eftir veðri. Kröfur um breytingar
í reglugerð um það hvernig þau
skuli felld eru út í hött því menn
breyta ekkert sínum netum í ein-
um vetfangi. Menn eiga sín net í
dag. Flest allir grásleppukarlar í
Stykkishólmi eru með lengri net
en nýja reglugerðin telur leyfi-
leg á komandi vertíð. Þar af leið-
ir að þeir eru með ólögleg net fyr-
ir þessa vertíð. Sjálfur er ég með
100 net sem ég felldi í fyrra og hafa
aldrei farið í sjó. Ég hafði ætlað að
nota þau á vertíðinni nú í ár. Þau
eru öll of löng miðað við ákvæði
reglugerðarinnar og þannig ólög-
leg. Síðan kemur nýtt inn í reglu-
gerðina að þegar sótt er um veiði-
leyfi að menn verði að tilgreina
netafjölda og netalengd sem þeir
hyggist nota. Á ég að gefa upp
að ég eigi bara ólögleg net,“ spyr
Þröstur. Hann hlær með uppgjaf-
artón.
Situr uppi með
verðlausa útgerð
Þröstur segist einnig hafa ýmislegt
að athuga við veiðistjórnun á grá-
sleppu við Ísland. Reglugerðirnar
eru einmitt settar með tilvísun til
þess að stýra þurfi sókninni í tak-
markaða auðlind. „Það er ýmislegt
í þessu sem stenst enga skoðun. Ég
nefni sem dæmi þessi vísindi Haf-
rannsóknastofnunar. Þar þykjast
þeir mæla stofnstærð grásleppu í
einhverju togararalli með botn-
vörpu. Grásleppan er bara ekki
veiðanleg í slík veiðarfæri. Ég er
ekki viss um að handhafar þorsk-
kvóta myndu samþykkja að þorsk-
kvóti yrði ákveðinn á grundvelli
þess hvað ég fengi mikið af þorski
í grásleppunetin í Breiðafirði sem
er nánast ekki neitt! Þetta er mjög
vafasamt og við höfum margoft
mótmælt þessum vinnubrögum en
það er ekkert hlustað.“
En hvers vegna er ekki hlust-
að á sjónarmið grásleppuveiði-
manna? „Þetta kemur út af því að
við grásleppukarlar höfum engan
almennilegan málsvara. Við höf-
um ekki staðið vaktina og passað
okkar hagsmuni. Þar af leiðir að
stjórnvöld koma með svona reglu-
gerð. Hún var vissulega send til
umsagnar meðal annars til Lands-
sambands smábátasjómanna. Þeir
skiluðu athugasemdum en engin
þeirra var tekin til greina,“ svarar
Þröstur.
Þessi reyndi hrognkelsaveiði-
maður stendur nú frammi fyr-
ir vanda. Hann telur að stjórn-
völd hafi með nýjustu reglugerð
sinni gert útgerð hans svo til verð-
lausa. „Ekki get ég gert út á grund-
velli 20 daga. Ég get heldur ekki
selt bátana mína því það vill eng-
inn kaupa þá vegna þess að það
eru engin verefni fyrir þá,“ segir
Þröstur Ingi Auðunsson í Stykkis-
hólmi. mþh
Upplifir nýja reglugerð sem
hreina eignaupptöku
Nýjar reglur um grásleppuveiðar valda óróa meðal útgerðarmanna grásleppu-
báta. Hér er Jóhannes Eyleifsson frá Akranesi með eitt nýdregið hrognkelsi.
Þröstur Ingi Auðundsson frá
Stykkishólmi á og gerir út tvo báta
í dag. Hann telur útgerð sína gerða
verðlausa með einu pennastriki.
Færri veiðidagar og ný skilyrði um
netauppsetningu á grásleppuveiðunum
að um teinalengd. Það eru gefin fyr-
irmæli um það nú á hve langan tein
eigi að fella netaslöngur sem eru 60
og 120 faðmar á lengd. Við höfðum
alltaf fest netin á um 96 metra langa
teina. Einhverjir höfðu þá styttri en
þá slepptu þeir að staga sem kallað
er, heldur þjöppuðu netinu meira
niður á teininn. Þar af leiðandi gátu
þeir fengið bolfisk sem meðafla með
hrognkelsunum í grásleppunetin,“
útskýrir Eiður.
Nú segir hann að settar hafi ver-
ið nýjar reglur um sjálfa teinalengd-
ina. „Með þessari nýju reglugerð er
okkur nú skylt að fara með teina-
lengdina niður í 38,4 metra. Þá get-
um við haft 200 net í sjó. Ef teina-
lengdin er meiri en þetta þá verð-
um við að fækka netum um helm-
ing, það er niður í 100. Teinalengd-
in má þó aldrei vera meiri en 76,9
metrar.“
Telur framkomu stjórn-
valda ekki boðlega
Eiður segir að þetta komi sér væg-
ast sagt afar illa. Hann hafi verið bú-
inn að gera öll sín net tilbúin fyr-
ir komandi vertíð. Það hafi hann
gert í góðri trú og í samræmi við
fyrri reglugerðir. „Öll mín net í dag
eru með teinum sem eru 96 metra
langir. Ég má því pottþétt ekki vera
með meira en 100 net eftir þessa
reglugerðarbreytingu. Skilyrðin um
lengd á teinum er eitthvað sem er al-
veg nýtt og hefur aldrei verið kveðið
á um í eldri reglugerðum. Vandinn
núna er að þetta kemur okkur al-
veg í opna skjöldu. Menn eru búnir
að útbúa sig og undirbúa fyrir grá-
sleppuvertíðina. Það er búið að fella
netin og gera þau tilbúin fyrir að
verða lögð. Í þetta hafa verið lagð-
ir bæði miklir fjármunir og vinna nú
um vetrartímann. Við getum ekki
farið að stytta netin núna. Við fáum
enga aðlögun, reglugerðin kem-
ur bara eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Það er ekkert samráð haft við
okkur sem stundum þessa útgerð.“
Eiður segir að svona vinnubrögð
af hálfu stjórnvalda séu ekki boðleg.
„Ég hlusta ekki á menn sem gera
svona. Ég verð bara að sækja um
leyfi og þar tilgreini ég hversu langa
teina ég er með og svo er bara að
bíða og sjá hver svörin verða áður en
annað er ákveðið.“
Veiðitímabil grásleppubáta sem
veiða við Vesturland eru óbreytt í
nýju reglugerðinni frá fyrri veiði-
tímabili. Hjá bátum sem gerð-
ir verða út frá Faxaflóa verður frá
tímabilið 1. apríl til 14. júní. Sami
tími er á svæði 1 við Breiðafjörð, en
á svæði 2 sem er megin veiðisvæðið
við fjörðinn verður veiðin leyfð frá
20. maí til 2. ágúst.
mþh/þá
Ísak AK við bryggju á Akranesi.
Eiður Ólafsson útgerðarmaður og skipstjóri á Ísak AK er mjög ósáttur við nýja
reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um grásleppuveiðar á þessu ári. Hér er hann
með vænan þorsk sem hann fékk í þorskanetin í upphafi ársins.