Skessuhorn - 05.02.2014, Síða 15
15MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Ágæti félagsmaður.
Aðalfundur Þverárþingsdeildar Kaupfélags Borgfirðinga
fyrir árið 2013 verður haldinn í Félagsheimilinu
Þinghamri miðvikudaginn 12. febrúar 2014 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf deildarinnar
2. Kynning kaupfélagsstjóra á rekstri KB
3. Kynning á stefnumótun félagsins
4. Önnur mál
Kaupfélagsstjóri mætir á fundinn og gerir grein fyrir starfsemi
KB, sölumálum á áburði, plasti og áætlunum og horfum á
árinu 2014.
Nýir félagsmenn velkomnir á fundinn. Inntökugjald er
kr. 1000. Árgjald er ekkert.
Deildarstjóri.
Til félagsmanna í
Þverárþingsdeild KB
Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og
blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga
laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15
Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð
Mjólka kynnir vörur sínar
Kynning á hreinsiefnum frá Kemi
Kynning og tilboð á Kerckhaert
járningavörum, umboðsmaður
á staðnum, býður upp á ís
* Vetrarskeifurnar með
breiða teininum komnar *
Tískusýning á vetrarfatnaði,
tilboð á fatnaði frá 66°N
10 - 50 % afsláttur af völdum vörum
í versluninni
Royal Canin, glað ingur fylgir
öllum pokum af hunda-og kattamat.
Umboðsmaður á staðnum
Kaffi og rjómaterta
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði
á Akranesi hefur sökum erfiðs rekst-
urs sagt upp stöðu djákna við heim-
ilið. Fjórar konur sem búa á Höfða
hafa nú sent sveitarfélaginu Hval-
fjarðarsveit bréf þar sem þær biðja
stjórn þess að hlaupi undir bagga
og greiða fyrir þjónustu djákna við
heimilið frá 1. apríl til ársloka, það
er í níu mánuði. Konurnar eru all-
ar úr Hvalfjarðarsveit. Eins og fram
kom í úttekt Skessuhorns í janúar
hefur Dvalar- og hjúkrunarheimil-
ið Höfði verið rekið með um 200
milljón króna halla á síðustu tveim-
ur árum. „Að öllu óbreyttu munu
Akraneskaupstaður og Hvalfjarðar-
sveit þurfa að leggja fram fé í rekst-
urinn til að mæta hallanum,“ sagði
Kjartan Kjartansson framkvæmda-
stjóri Höfða þá í viðtali við blaðið.
Sáluhjálp fyrir íbúa
Djáknastarfið á Höfða hefur verið
20% staða sem hefur falist í að veita
vistmönnum ákveðna sáluhjálp.
Djákninn hefur starfað á mánudög-
um í hverri viku með því að heim-
sækja fólk og spjalla við það. Einn-
ig hefur djákni stýrt morgunstund
á sal hvern mánudag og haldið
stuttar minningarstundir við and-
lát íbúa Höfða. Sömuleiðis hefur
djákni haldið stuttar kveðjustund-
ir við dánarbeð ef þess hefur verið
óskað og staðið fyrir svokölluðum
endurminningafundum þar sem
nokkrir íbúar koma saman í hóp á
bak við luktar dyr og ræða saman í
einrúmi. Það er Ragnheiður Guð-
mundsdóttir frá Ásfelli sem hefur
sinnt starfi djákna við Höfða um
margra ára skeið. Hún hefur einn-
ig starfað í hlutastarfi sem sjúkra-
liði við dvalar- og hjúkrunarheimil-
ið. Öll sú þjónusta sem djáknastarf-
ið veitir verður að óbreyttu lögð af
í sparnaðarskyni frá 1. apríl næst-
komandi vegna mikils niðurskurðar
í rekstri Höfða.
Málið er til umræðu
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
tók erindi kvennanna fjögurra fyr-
ir á fundi sínum 28. janúar síðast-
liðinn. „Þetta var rætt á fundinum.
Þar sem Höfði er sameignarstofn-
um Hvalfjarðarsveitar og Akranes-
bæjar var mér falið að ræða málið
betur við bæjarstjórann á Akranesi
og framkvæmdastjóra dvalarheim-
ilisins til að athuga hvort ekki megi
finna sameiginlegan flöt til lausnar
málinu,“ segir Laufey Jóhannsdótt-
ir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.
Upphæðin sem málið snýst um er í
kringum 1,2 milljónir króna.
mþh
Grunnskólinn í Grundarfirði hef-
ur sett sér það markmið að vera
framarlega í notkun nýjustu tækni
í skólastarfinu og er spjaldtölvu-
menning liður í því. Skólinn býr
svo vel að eiga 31 spjaldtölvu, sem
nemendur og kennarar geta notað.
„Við höfum stefnt að því í áratugi
að vera framarlega í upplýsinga-
tækni. Við höfum til dæmis ver-
ið með þráðlaust net í átta ár, sem
er ekki algengt í skólum víða. Við
vorum upphaflega með borðtölvur
hér í skólanum og svo með fartölv-
ur. Þær hafa svo verið að týna töl-
unni og við ákváðum að færa okkur
yfir í spjaldtölvur. Við keyptum sjálf
18 tölvur. Svo gátum við bætt við
fleiri tölvum fyrir söfnunarfé sem
fyrirtæki og félagasamtök í bæn-
um styrktu okkur um og við eigum
31 spjaldtölvu í dag,“ segir Anna
Bergsdóttir skólastjóri Grunnskól-
ans í Grundarfirði í samtali við
Skessuhorn.
Nýjar kennsluaðferðir
Spjaldtölvurnar nýtast vel við
kennslu og verkefnavinnu. „Við
ákváðum að byrja á því að láta 9.
og 10. bekk hafa spjaldtölvur til
sólarhringsafnota. Krakkarnir hafa
þá tölvurnar allan sólarhringinn
og kennararnir þeirra líka. Tækið
er þá nýtt sem vinnutæki þar sem
nemendur geta skipulagt sig og
haldið utan um námið sitt. Kenn-
ararnir setja allskyns efni inn,“ út-
skýrir Anna. Einnig hafa þau fikr-
að sig áfram með breyttar kennslu-
aðferðir. „Við höfum verið að prófa
okkur áfram í speglaðri kennslu
eða svokallaðri vendikennslu. Þá
er kennslunni snúið við. Í stað þess
að kennarinn standi við töfluna og
kenni nemendum, þá er hann bú-
inn að taka upp efnið fyrirfram og
setja jafnvel inn annað efni, svo
sem verkefni. Nemandinn hlustar
svo á efnið heima og vinnur verk-
efnin í tíma. Þá ná nemendur að
nýta kennarann við úrvinnslu og
verkefnavinnu,“ segir Anna. „Næst
á dagskrá er að prófa Moodle, sem
er námsumsjónarkerfi. Þar er yfirlit
yfir allt nám nemandans og það
styður mjög vel við þessa vendi-
kennslu. Moodle hefur verið not-
að af mörgum framhaldsskólum við
góðan árangur,“ bætir Anna við.
Læra að
umgangast tækin
Ljóst er að spjaldtölvurnar hafa
nýst nemendum og kennurum vel
sem kennslutæki. En freistast nem-
endur ekki til að fara í tölvuleiki í
tímum? „Nei, þetta lærist eins og
annað. Þau hafa aðeins reynt að
fara inn á Facebook og annað en
það er auðvelt fyrir kennarann að
halda utan um þetta. Þau læra að
þetta eru kennslutæki og vita að
þau geta leikið í frímínútum eða
heima. Nemandi getur jafnvel ver-
ið andlega fjarverandi án þess að
hafa tæki í höndunum. Við opnum
á svona tæki hér, notum til dæmis
símana sem reiknivélar. Þau læra að
umgangast tækin.“
Þær tölvur sem ekki eru nýtt-
ar af 9. og 10. bekkja nemendum
eru til notkunar hjá öðrum bekkj-
um. Þær eru talsvert nýttar í stærð-
fræðikennslu en einnig í tungu-
mála- og bóklegri kennslu. Þá er
forritun einnig kennd við skólann.
„Við kennum einnig forritun sem
heitir Scratch. Erum farin að kenna
hana á mið- og unglingastigi. Það
á eftir að vera svo áfram og það
kæmi mér ekki á óvart ef sú kennsla
myndi færast inn í aðra grunnskóla
landsins,“ segir Anna Bergsdóttir,
skólastjóri Grunnskólans í Grund-
arfirði.
Meðfylgjandi myndir tók Tóm-
as Freyr Kristjánsson ljósmynd-
ari Skessuhorns í Grundarfirði af
nemendum 5. bekkjar grunnskól-
ans við stærðfræðiæfingar með
hjálp spjaldtölva.
grþ
Fremur þungt hljóð er í fram-
haldsskólakennurum á landinu
vegna stöðu kjaramála þeirra.
Kjaradeilu þeirra við ríkið hef-
ur verið vísað til sáttasemjara en
viðræður hafa staðið yfir frá því
í byrjun desember án árangurs.
Mikið ber á milli í kröfum kenn-
ara og boðs ríkisins um 2,6%
hækkun launa í samræmi við
samning ASÍ. Kennarar hafa farið
fram á 17% hækkun launa. Víða
í framhaldsskólum voru á mánu-
daginn haldnir samstöðufund-
ir, en búast má við að kjaradeilan
harðni á næstunni. Félög fram-
haldsskólakennara við skólana í
Borgarnesi og á Akranesi sam-
þykktu sl. mánudag ályktanir um
kjaramál:
Ályktun kennara MB
Kennarar við Menntaskóla Borg-
arfjarðar samþykktu á starfs-
mannafundi eftirfarandi ályktun:
„Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar í menntamálum segir að
menntakerfið skuli eflt með hags-
muni nemenda og þjóðarinnar
allrar að leiðarljósi. Við bendum
stjórnvöldum á eftirfarandi: Mis-
munur á meðal dagvinnulaunum
í framhaldsskólum og hjá saman-
burðarhópum er um 17% og mis-
munur á heildarlaunum nær 10%.
Byrjunarlaun nýútskrifaðs fram-
haldsskólakennara eru um 300.000
krónur á mánuði og meðal dag-
vinnulaun röskar 390.000 krónur.
Skýrsla allra aðila á vinnumark-
aði frá október 2013 sýnir svart
á hvítu að laun í framhaldsskól-
um hafa hækkað minna en hjá öll-
um öðrum á árabilinu milli 2006
og 2013. Grófur og margendur-
tekinn niðurskurður á fjármunum
til starfsemi framhaldsskóla gerir
skólana óhæfa til þess að stuðla að
eðlilegri launaþróun starfsmanna
sinna og til þess að bæta launa-
kjör kennara, náms- og starfsráð-
gjafa og skólastjórnenda á vett-
vangi stofnanasamninga. Fundur-
inn brýnir samninganefndir KÍ og
ríkisins til bættra vinnubragða við
samningaborðið, sbr. samkomu-
lag frá 15. febrúar 2013, til þess
að félagsfólk KÍ í framhaldsskól-
um þurfi nú ekki enn einu sinni
að fara í harða kjarabaráttu.“
Ályktun
samstöðufundar í FVA
„Félagsmenn í FF og FS í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi lýsa yfir þungum áhyggjum
af stöðu mála, nú þegar kjara-
samningur FF og FS og ríkisins er
úr gildi. Undanfarin ár hafa fram-
haldsskólakennarar og stjórnend-
ur í framhaldsskólum dregist gíf-
urlega aftur úr samanburðarstétt-
um í launum og nú er svo komið
að munurinn á dagvinnulaunum
er orðinn 17%. Enginn vilji er
hjá stórnvöldum til að eyða þeim
mun þrátt fyrir að aðilar séu sam-
mála um að hann sé staðreynd líkt
og tíundað er í skýrslu allra aðila
á vinnumarkaði sem gefin var út
síðastliðið haust. Félagsmenn
krefjast þess að í samningaferlinu
sé launaleiðrétting okkar algjört
forgangsmál.
Til viðbótar launasamdrættin-
um hefur stöðugur niðurskurð-
ur ríkt í skólum frá því löngu fyr-
ir hrun. Hér í Fjölbrautaskóla
Vesturlands hefur niðurskurður
á fjárframlögum til skólans haft
mikil neikvæð áhrif. Frá árinu
2008 hefur stöðugildum við skól-
ann fækkað um rúm 30%. Gæð-
um skólastarfsins fer sífellt aftur;
hópar orðnir allt of fjölmennir,
námsframboð takmarkað og mik-
ið álag á kennurum. Allt bitnar
þetta því miður að lokum á nem-
endum og námi þeirra.“
mm
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði á Akranesi er í eigu Akranesbæjar og Hval-
fjarðarsveitar.
Biðja um að staða djákna
verði ekki felld niður
Þungt hljóð í framhaldsskóla-
kennurum vegna kjaramála
Atli Ágúst Hermannsson og Martin
Máni Kárason.
Spjaldtölvuvæðing í Grundarfirði
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir, Vilhjálmur Darri Pétursson og Kjartan Jón
Kjartansson.