Skessuhorn - 05.02.2014, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
„Borgarnes er happíness, eng-
ar áhyggjur, ekkert stress. Skalla-
grímur er alltaf fress, enda eru þeir
frá happíness.“ Svo syngur Magn-
ús Valdimarsson betur þekktur sem
Maggi Mix í lagi sínu ,,Borgarnes
er happíness.” Lagið sendi hann
frá sér fyrir tæpum tveimur árum.
Maggi var þá nýfluttur í Borgar-
nes og nýbúinn að kynnast Skalla-
grímsliðinu í körfubolta sem hann
tileinkaði lagið. Fyrir þá sem ekki
þekkja til Magga Mix þá er hann
ein skærasta netstjarna Íslendinga.
Frá 2009 hefur hann verið iðinn við
að senda frá sér efni úr eigin smiðju
á borð við tónlistarmyndbönd og
matreiðsluþætti á myndbandavef-
num YouTube. Myndböndin hafa
notið sívaxandi vinsælda og mælist
heildaráhorf þeirra nú yfir 600 þús-
und. Því hafa fjölmargir Íslend-
ingar fræðst og skemmt sér við að
horfa á myndbönd Magga mix aftur
og aftur. Boðskapur Magga er ekki
flókinn. Markmið hans er að vera
hress, kátur og jákvæður stuðbolti
og þannig minna fólk á að gleyma
ekki að njóta lífsins í hinu daglega
amstri. Blaðamaður Skessuhorns
tók þennan hressa stuðbolta tali í
síðustu viku og ræddi við hann um
frægð hans og frama í netheimum.
Byrjaði með laginu
„Sexí bomba“
„Þetta byrjaði raunar allt þegar ég
setti saman lagið ,,Sexí bomba”
þegar ég var 16 ára,“ segir Maggi
Mix við upphaf spjalls. „Ég er
fæddur árið 1985 þannig að þetta
var 2001. Þá var ekkert Facebo-
ok og ekkert YouTube. Ég söng
,,Sexí bomba” á einni skemmtun
í Kópavogi, þaðan sem ég er frá.
Einhver í salnum tók upp lagið og
setti það á netið. Myndbandinu var
deilt víða á netinu í gegnum tölvu-
pósta og tenglasíður. Þannig fékk
lagið góða útbreiðslu. Þá komst
Maggi Mix fyrst á kortið. Ég hélt
áfram að grúska í músík. Um leið
tileinkaði ég mér myndbandagerð
og klippingar með því að læra af
efni sem ég fann á netinu. Í byrjun
ársins 2009 stofnaði ég síðan mitt
svæði á YouTube og byrjaði að setja
inn myndbönd. Í fyrstu fékk ég lít-
il viðbrögð en síðan jókst áhorfið.
Ég stofnaði síðan sérstaka Magga
Mix Facebook síðu í apríl 2009. Þá
fór boltinn að rúlla,“ segir Maggi.
Hann hefur síðan svo sannarlega
sópað að sér aðdáendum úr öllum
áttum.
Þúsundir fylgjast með
Góður meirihluti íslensku þjóð-
arinnar notar nú samfélagsmiðla
Internetsins. Höfuð og herðar ber
Facebook hér á landi. Talið er að
tæplega 80% af landsmönnum 14
ára og eldri séu notendur miðils-
ins, flestir daglegir notendur. Sama
gildir um aðra vinsæla samfélags-
miðla á borð við Instagram, Twitter
og Snapchat. Óhætt er að segja að
Maggi Mix hafi slegið í gegn í þessu
umhverfi. Þegar þetta viðtal er fært
í letur er fjöldi þeirra sem fylgjast
með síðu hans á Facebook 28.872.
Til samanburðar þá eru fylgjendur
fréttastofu RÚV á Facebook 5.389,
eða hér um bil sex sinnum færri.
Þess utan á Maggi 54.146 fylgj-
endur á Instagram og um 1.368
fasta áskrifendur á YouTube. „Þetta
er allt þjóðinni að þakka verð ég
að segja,” segir Maggi spurður
um þennan árangur. ,,Hún held-
ur manni gangandi og eru margir
glaðir og jákvæðir yfir því sem ég
er að gera. Ég á líka dyggan aðdá-
endahóp. Maður sér marga sem eru
duglegir að splæsa í „læk“ á Facebo-
ok og Yotube aftur og aftur og deila
efninu mínu áfram. Síðan skiptir
máli að vera alltaf hress. Það er sá
gír sem ég set mig alltaf í þegar ég
bý til efni. Flestir Íslendingar vilja
vera gleðimegin í lífinu, þess vegna
vilja þeir fylgjast með Magga Mix,“
segir Maggi sem notar broskallinn
klassíska sem sitt vörumerki.
„Glaðasti köttur
í heimi“
Efnið sem Maggi hefur sent frá
sér er fjölbreytt. Fyrirferðarmest
eru tónlistarmyndböndin við lög-
in hans og matreiðsluþættir. Einnig
er að finna hjá honum margvísleg
innslög með bröndurum og góðum
ráðum til að nota í tilhugalífinu -
svokallaðar „pikkupplínur.“ „Lög-
in og matreiðsluþættirnir hafa ver-
ið vinsælust. Þekktustu lögin hafa
hingað til verið ,,Opið á gamlárs-
dag,” sem er íslenska útgáfan af lag-
inu Gangnam style sem var mjög
vinsælt í hitteðfyrra og lagið ,,Safa-
ríkur Sjomle.” Þá hefur lagið mitt
,,Glaðasti köttur í heimi” notið vin-
sælda. Mér fannst kettirnir gleym-
ast meðan sungið var um hundana
í fyrra og því skellti ég í eitt lag,”
segir Maggi. Öll þrjú lögin hafa
fengið yfir 100 þúsund áhorf á You-
Tube.
,,Pinnamatur í partý,
eitthvað til að narta í”
,,Markmið matreiðsluþáttanna er
síðan sýna fólki að hægt er að búa
til einfalda og fína rétti á ódýran
hátt. Þetta eru í rauninni sparnað-
arráð frá mér til fólks. Mér fannst
ég þurfa að sýna fólki að það þarf
ekki að leita langt yfir skammt til að
finna hráefni í góða rétti. Bara fara
í skápinn, rífa eitthvað gott úr hill-
unum og búa til einfalt mix,” segir
Maggi sem hefur látið fleygar setn-
ingar flakka í matreiðsluþáttunum.
,,Einu sinni var ég með þátt um
pinnamat í partýum. Ein setning
sem ég lét falla í þættinum var mjög
grípandi: ,,Pinnamatur í partý eitt-
hvað til að narta í.” Það þarf ekki að
hafa þetta flókið til að fá fólk með,”
bætir hann við hress í bragði.
Treður upp fyrir fólk
Maggi segist hafa kynnst ýmsu eftir
að hann fór að verða áberandi á net-
inu og vekja athygli. ,,Sumir hafa
verið mjög dónalegir við mig, kall-
að mig illum nöfnum í kommenta-
kerfum og á Facebook. Það er auð-
vitað leiðinlegt að fá svoleiðis yfir
sig. Mest var um þetta fyrst þegar
ég fór að koma fram. Viðbrögðin
hafa sem betur fer breyst og hefur
viðmótið skánað mikið með árun-
um. Einn og einn er þó enn með
leiðindi og reynir maður að leiða
það hjá sér. Maður hefur líka lært
að tækla umhverfið sem maður
hefur stigið inn í eftir að ég byrj-
að á YouTube. Þannig hefur maður
þroskast í þessum bransa. Í dag er
mér yfir heildina afskaplega vel tek-
ið. Fólk er yfirleitt jákvætt og hresst
í minn garð.”
Vinsældir Magga hafa orðið það
miklar að hann er oft beðinn um
að koma fram í partýum, veislum
og á viðburðum í skólum svo dæmi
sé tekið. ,,Maður er að prófa sig
áfram í þessum hluta bransans.
Sumir vilja að ég taki lagið þeg-
ar ég treð upp. Aðrir óska eftir að
ég segi nokkra brandara eða fari
með góðar pikkupplínur. Enn aðr-
ir vilja að ég segi eitthvað jákvætt
um lífið og tilveruna. Ég hef kom-
ið fram víðsvegar um landið á síð-
ustu árum og á nokkrum stöðum
á Vesturlandi eins og á Akranesi, í
Borgarnesi og á Bifröst. Síðan nýti
ég möguleika netsins líka í þessu.
Undanfarið hef ég komið með þá
nýjung að senda frá mér sérsniðin
myndskeið eftir pöntunum sem eru
þá spiluð á einhverjum viðburð-
um. Nýlega sendi ég til dæmis víd-
eó til nokkurra skóla í landinu þar
sem ég sagði nokkra brandara og
kom með jákvæð skilaboð. Því var
vel tekið,” segir hann. Maggi bend-
ir áhugasömum á heimasíðu sína,
maggimix.is. Þar er hægt að nálgast
frekari upplýsingar um atriðin sem
hann býður upp á.
Fólk verði hresst og
skemmtilegt
Maggi er nú búsettur í Kópavogi
þar sem hann er alinn upp. Hann
á hins vegar íbúð í Borgarnesi þar
sem systir hans býr. Hann kveðst
vera með annan fótinn í Borgar-
nesi. ,,Það er fínt að koma í Borg-
arnes, sérstaklega á sumrin. Maður
nýtur þess að ganga um götur bæj-
arins, skella sér í sundlaugina og
nýta það sem bærinn hefur upp á
að bjóða. Þess vegna samdi ég lagið
,,Velkomin í Borgarnes” í fyrra þar
sem ég syng um það sem bærinn
hefur upp á að bjóða,” segir hann
um bæinn og hvetur alla til að kíkja
á lagið á YouTube.
Það kveður síðan við bjartsýnis-
tón þegar blaðamaður spyr hann
um næstu skref í bransanum. „Það
er bara að njóta lífsins og vera já-
kvæður. Ég er núna í smá lífs-
stílsbreytingu og er á fullu í rækt-
inni í Kópavogi. Maður á nóg eft-
ir og ég er á besta aldri. Síðan eru
ýmis verkefni í pípunum sem von-
andi verða að veruleika á næstunni.
Þá er bara um að gera fyrir fólk
að fylgjast vel með á netinu, læka
við Magga Mix síðurnar og síð-
ast en ekki síst að halda áfram að
vera hresst og skemmtilegt,” segir
Maggi Mix, hress að vanda. hlh
Vörumerki Magga Mix er sjálfur bros-
karlinn. Alls ekki svo galið!
„Borgarnes er happíness, engar áhyggjur, ekkert stress“
Rætt við netstjörnuna og stuðboltann Magga Mix
Maggi Mix í góðum gír.
Maggi Mix í myndbandi sínu við lagið ,,Opið á gamlársdag.” Lagið er íslenska
útgáfan af laginu vinsæla ,,Gangnam style” og eins og sjá má tekið upp að hluta í
Borgarnesi.
Margir hafa myndað sig með Magga Mix. Hér er hann með Páli Óskari á góðri
stundu.