Skessuhorn - 05.02.2014, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Árið 2013 fluttust 1.598 fleiri til lands-
ins en frá því. Í samantekt Hagstofunn-
ar kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn
frá hrunárinu 2008 að flutningsjöfn-
uður er jákvæður. Á tímabilinu 2009-
2012 fluttust samtals 8.692 fleiri frá
landinu en til þess. Á árinu 2013 flutt-
ust 7.071 til landsins en 5.957 á árinu
2012. Íslenskir ríkisborgarar voru 877
fleiri en erlendir í hópi brottfluttra,
eða 3.175 á móti 2.298. Íslenskir ríkis-
borgarar voru aftur á móti færri með-
al aðfluttra en erlendir, 3.139 á móti
3.932. Alls fluttust því 36 íslenskir rík-
isborgarar úr landi umfram aðflutta,
en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru
1.634 fleiri en brottfluttir.
Noregur tekur við
flestum
Árið 2013 fluttust 2.247 íslenskir rík-
isborgarar til Noregs, Danmerkur eða
Svíþjóðar af 3.175. Flestir fluttust til
Noregs, eða 996. Flestir aðfluttir ís-
lenskir ríkisborgarar voru einnig frá
þessum löndum eða 2.224 af 3.139,
flestir þó frá Danmörku eða 1.006.
Á sama tíma fluttust flestir erlendir
ríkisborgarar til Póllands, eða 526 af
2.298. Þaðan komu líka 1.311 erlend-
ir ríkisborgarar. Þetta flutningsmynst-
ur hefur haldist óbreytt frá því 2009,
nema hvað Noregur hefur orðið hlut-
fallslega vinsælli meðal íslenskra ríkis-
borgara og dregið hefur úr vægi Pól-
lands sem helsta áfangastaðar erlendra
ríkisborgara.
Flutningum
innanlands fjölgar
Fjöldi innanlandsflutninga náði há-
marki á árinu 2007 en þá voru tilkynnt-
ir flutningar 58.186 einstaklinga. Eftir
það fækkaði innanlandsflutningum jafnt
og þétt og náðu þeir lágmarki sínu árið
2010 þegar 46.535 einstaklingar skiptu
um lögheimili. Árið 2011 varð aftur á
móti fjölgun í fyrsta sinn frá árinu 2007
en þá mældust innanlandsflutning-
ar 49.398. Þeim fækkaði lítillega 2012
en þá voru þeir 48.893. Árið 2013 voru
þeir 50.661 sem er fjölgun um 505 milli
ára. Flestir þeirra voru innan sveitar-
félags eða 31.606. Alls fluttust 10.355
einstaklingar milli sveitarfélaga inn-
an sama landsvæðis árið 2013 en 8.700
fluttust frá einu landsvæði til annars.
Þegar aðeins er litið á innanlands-
flutninga lá straumurinn frá öllum
landsvæðum nema Suðurlandi til höf-
uðborgarsvæðisins á árinu 2013. Til
höfuðborgarsvæðisins fluttust 409 um-
fram brottflutta frá landsvæðunum átta.
Flutningsjöfnuður landshluta vegna
innanlandsflutninga var aftur á móti
óhagstæðastur á Vestfjörðum, Norð-
urlandi eystra og Austurlandi. 19 fleiri
fluttu frá Vesturlandi í fyrra en fluttu í
landshlutann.
Loks má í tölum Hagstofunnar sjá
að 19 fleiri fluttust frá Vesturlandi en í
landshlutann árið 2013. Fleiri fluttust á
Suðurland, Suðurnes og Austurland á
árinu en þeir sem fluttu þangað.
mm
Jóhanna L. Jónsdóttir á Akranesi
opnar málverkasýningu í Safnahús-
inu í Borgarnesi laugardaginn 8.
febrúar nk. Sýningin verður opin til
11. mars. Jóhanna er fædd á Akranesi
2. ágúst 1951. Hún lauk gagnfræða-
prófi og síðan meistaranámi í hár-
greiðslu. Eftir það starfaði hún við
handmálun á flísar á árunum 1982-
2001 fyrir Byko, Húsasmiðjuna og
fleiri, en hefur síðan aðallega mál-
að með olíu á striga. Jóhanna er að
mestu sjálfmenntuð en stundaði nám
í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar vet-
urinn 2010. Hún hefur haldið tvær
einkasýningar og tekið þátt í nokkr-
um samsýningum. -fréttatilkynning
Sjómenn og útgerðir hafa gefið
loðnuleit upp á bátinn - í bili. Skip
hafa leitað loðnu bæði norður- og
austur af landinu en sáralítið fund-
ist. Flotinn hélt til hafna í lok síð-
ustu viku vegna storma á miðun-
um. Ekki verður reynt að leita á ný
fyrr en veður lægir. Tvö skip HB
Granda komu til hafnar á Akranesi
sl. föstudagsmorgun, Ingunn AK
og Faxi RE.
„Við fórum út á þriðjudag frá
Vopnafirði. Leituðum út þaðan og
héldum með kantinum út af Norð-
urlandi, fórum vestanverðan Kol-
beinseyjarhrygginn, krussuðum
vesturúr, vestur fyrir Vestfirði og
sigldum síðan suður á bóginn til
Akraness. Faxi RE var með okk-
ur og við leituðum á báðum skip-
um eins vel og okkur var unnt. Við
sáum alveg sáralítið. Eiginlega ekk-
ert,“ sagði Róbert Axelsson skip-
stjóri á Ingunni AK þegar skipið
var nýlagst að bryggju á Akranesi
á föstudagsmorgun. Róbert er alla
jafna 1. stýrimaður um borð en var
skipstjóri í þessari ferð.
Hlýtur að vera
einvers staðar
Róbert segist þó ekki hafa neina
trú á því að loðnan sé horfin sjó-
mönnum og vertíðin þar með far-
in í vaskinn.
„Nei, nei. Það sást loðna strax eft-
ir áramót og menn náðu mjög fínni
stofnmælingu í fyrrahaust. Þetta
er bara ekki að skila sér eins og
er. Göngumynstrið á loðnunni er
greinilega óhefðbundið núna. Ann-
að spilar líka inn. Þetta er svo erfitt
þegar enginn er að vakta loðnuna.
Það eru svo fá skip sem eru að leita
og rannsóknaskipin eru bara bund-
in í höfnum. Það er enginn vilji
til að halda utan um þetta. Loðn-
an er þannig fiskur að menn verða
að fylgjast með henni því hún getur
verið á svo víðfeðmu hafsvæði.“
Loðnan er ólíkindatól
Áhöfn Ingunnar tók sér helgarfrí á
meðan menn biðu af sér veður. Hið
sama var að segja um skipverja Faxa
sem kom til Akraneshafnar um leið
og Ingunn.
„Það spáir svo leiðinlega þannig
að við verðum líklega í höfn hér á
Akranesi fram yfir helgi. Eftir það
er ómögulegt að segja hvað ger-
ist. Við vitum ekkert hvar loðnan
mun birtast. Það gæti þess vegna
verið að við færum suður fyrir land
og reyndum að mæta loðnunni ef
hún kemur austanfrá. Hún gæti
líka komið upp hér fyrir vestan.
Það gerðist 2001. Þá birtist hún allt
í einu í Víkurálnum eftir tíu daga
storm í febrúar. Þá hófust veið-
ar ekki fyrr en viku af febrúarmán-
uði. Þessir dyntir eru alveg þekktir.
Það sem mér finnst bara vanta er að
menn hangi yfir þessu og reyni að
fylgja göngum og útbreiðslu loðn-
unnar svo hún týnist ekki,“ sagði
Róbert Axelsson.
Erfið tíð í haust
og vetur
Tíðin og aflabrögð í haust og vetur
hafa að mörgu leyti verið mótdræg
sjómönnum á uppsjávarskipun-
um. Haustveiðin á síld í Breiðafirði
fór að verulegu leyti í handskolum
þar sem miklu minna af síld sást en
undanfarin ár. Enn er stór hluti ís-
lenska sumargotssíldarstofnsins
týndur. Róbert tekur þessu með ró
og æðruleysi. „Er þetta ekki þann-
ig í fiskveiðum almennt? Stund-
um er þetta upp og stundum nið-
ur. Mér finnst nú einmitt óvissan
vera mesta spennan við þessa vinnu
að vera sjómaður. Þetta væri ekkert
spennandi ef það væri alltaf hægt
að ganga að þessu vísu þó vissu-
lega væri það þægilegt. Hitt er allt-
af meira gaman. Maður væri ekk-
ert í þessu ef þetta væri ekki bundið
smá óvissu frá einum tíma til ann-
ars. Þetta hefur alltaf sveiflast.“
mþh
Góðar gjafir bárust Reykholts-
kirkju á sunnudaginn þegar
Kirkjumiðstöðin í Reykholti stóð
fyrir messu á kyndilmessu. Prestar
Reykholts-, Hvanneyrar- og Staf-
holtsprestakalla þjónuðu fyrir alt-
ari og þá söng stúlknakór Kársnes-
skóla í Kópavogi nokkur lög und-
ir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.
Annars vegar var kirkjunni afhent
vegleg bókagjöf úr safni dr. Björns
Magnússonar fyrrverandi prófasts
á Borg á Mýrum og prófessors við
Háskóla Íslands. Það voru börn dr.
Björns sem gáfu en í henni má finna
biblíur og aðrar guðfræðibæk-
ur. Hins vegar gáfu fyrrum nem-
endur Héraðsskólans í Reykholti,
frá árunum 1958-1962, kirkjunni
ljósabúnað til lýsingar á gluggum
á kórþili og í stúkum kirkjunnar að
utan. Ljósabúnaði num hafði verið
komið fyrir í kirkjunni fyrir mess-
una en það voru þeir Jón Emils-
son rafvirkjameistari, sem er í hópi
nemendanna sem gáfu, og Karl
Emil Jónsson rafvirki sem önnuð-
ust framkvæmdina. Ljósin fengu
því að njóta sín við athöfnina og
eru nú steindir gluggar Valgerðar
Bergsdóttur í Reykholtskirkju vel
upplýstir.
Að athöfn lokinni var kirkju-
gestum boðið upp á kaffiveitingar
í safnaðarsal kirkjunnar.
hlh /Ljósm. bhs.
Ördeyða á loðnumiðunum
Róbert Axelsson á Ingunni AK.
Ingunn AK nýlögst að bryggju í Akraneshöfn á föstudagsmorgun. Til hægri glittir í
stefnið á Faxa RE. Skipin leituðu saman að loðnu undan Norðurlandi og vestur af
Vestfjörðum í síðustu viku en skipverjar urðu einskis eða lítils varir.
Opnar málverkasýningu í
Safnahúsi Borgarfjarðar
Aðfluttir fleiri en brott-
fluttir í fyrsta sinn frá 2008
Reykholtskirkju færðar gjafir
Stúlknakór Kársneskirkju í Kópavogi.
Fulltrúar nemenda í Héraðsskólanum í Reykholti frá árunum 1958-1962 afhenda
hér formlega sr. Geir Waage ljósabúnaðinn.
Jóhann Emil Björnsson afhendir hér Þorvaldi Jónssyni í Brekkukoti, formanni
sóknarnefndar Reykholtssóknar, bókagjöfina fyrir sína hönd og systkinanna.