Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Síða 21

Skessuhorn - 05.02.2014, Síða 21
21MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Límtré Vírnet ehf í Borgarnesi leitar að rafvirkja til framtíðarstarfa. Hjá fyrirtækinu starfa nú þrír rafvirkjar sem sinna fjölbreyttum verkefnum, bæði innan veggja fyrirtækisins - í viðhaldi véla og húsnæðis, en einnig hjá fjölmörgum viðskiptavinum utan fyrirtækisins, við viðhald og nýlagnir. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn í síma 412 5302 eða alli@limtrevirnet.is. Rafvirki óskast S K E S S U H O R N 2 01 4 Límtré Vírnet ehf í Borgarnesi óskar eftir að ráða starfsmenn í járnsmiðju og blikksmiðju fyrirtækisins. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í vélvirkjun/ stálsmíði, blikksmíði eða öðrum sambærilegum greinum. Einnig kemur til greina að ráða menn vana járnsmíðavinnu eða blikksmíði. Um framtíðarstörf er að ræða. Verkefni eru fjölbreytt, bæði í nýsmíði og viðhalds- vinnu, og fer mikið af vinnunni fram inni í smiðjum fyrirtækisins, en einnig er talsvert unnið úti hjá viðskiptavinum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn í síma 412 5302 eða alli@limtrevirnet.is. S K E S S U H O R N 2 01 4 Málmiðnaðarmenn vantar „Við erum farin að fá fyrirspurn- ir og hugsanlega kemur einn um næstu helgi til að skoða. Það er alltaf markaður fyrir vel rekin fyr- irtæki,“ segir Eyvindur Svanur Magnússon kaupmaður á Reykhól- um sem auglýsti verslunina Hóla- kaup til sölu í síðasta Skessuhorni. Eyvindur og kona hans Ólafía Sig- urvinsdóttir hafa rekið Hólakaup í tæp fjögur ár eða frá maíbyrj- un 2010. „Ég á orðið sex börn og þau fimm elstu muna ekki eftir mér öðruvísi en vinnandi. Þó svo að reksturinn gangi mjög vel var þetta aldrei hugsað til langtíma fyrir mig eða okkur. Þetta var tækifæri til að sleppa úr borginni. Við erum ekkert á förum héðan, finnum okkur bara önnur og fjölskylduvænni verkefni á svæðinu. Stefnan er á eitthvað ferðaþjónustutengt,“ segir Eyvind- ur. Hólakaup hefur hann gjarnan skilgreint sem minnsta stórmark- að á Íslandi. Verslunin er blanda af matvöru- og gjafavöruverslun og söluskála með kaffihorni. Einnig er Hólakaup með umboð fyrir N1 og er eldsneytiskortasjálfsali fyrir utan verslunina. Reksturinn er í 70 fer- metra leiguhúsnæði í eigu Reyk- hólahrepps. Ársvelta í Hólakaupum hefur síðustu þrjú ár verið yfir 70 milljónir á ári og alltaf hagnaður, að sögn Eyvindar kaupmanns. þá Ferðamenn eru síður viðskiptavin- ir fyrirtækja á Akranesi og í Hval- fjarðarsveit en fyrirtækja í Borg- arfirði, Snæfellsnesi og í Dölum. Þetta kemur fram í niður- stöðum fyrirtækja- könnunar Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi sem fram- kvæmd var í nóvem- ber á síðasta ári. Þar segir að um 53% fyrirtækja á Vestur- landi telja að inn- lendir og erlend- ir ferðamenn séu að einhverju leyti við- skiptavinir sínir. Um 5% fyrirtækja segjast viðskiptavini sína að öllu leyti ferðamenn og þá telja um 24% fyrirtækja að ferðmenn séu að nokkru eða miklu leyti viðskipta- vinir þeirra. 24% fyrirtækja telja að ferðamenn séu að litlu leyti við- skiptavinir þeirra. Tæplega helm- ingur fyrirtækja á Vesturlandi eða 47% telja að ferðamenn séu að engu leyti viðskiptavinir þeirra. Að sögn Vífils Karlssonar hag- fræðings hjá SSV, sem framkvæmdi könnunina ásamt Einar Þ. Eyjólfs- syni, gefa tölurnar vísbendingar um hversu ferðaþjónustan snert- ir margar aðrar atvinnugreinar í landshlutanum. „Við frekari sund- urliðun á svörunum kom í ljós að verslun, leigustarfsemi, menning og íþróttir og að sjálfsögðu gisti- og veitingarekstur taldi sig helst vera að þjón- usta ferðamenn. Ferðaþ jónus t - an er um margt sérstök hvað það umfang snert- ir. Ferðamenn skipta ekki ein- göngu við ferða- þ jónus tu fyr i r- tæki heldur nýta þeir (og kalla á) ýmsa aðra þjón- ustu eins og verslun, sund- staði og jafn- vel lögreglu og heilsugæslu. Ef stuðst er við töl- urnar má segja að hrein ferðaþjónustufyrirtæki er sennilega á finna meðal 17% svar- enda í könnunni en rúmlega tvö- falt fleiri (36%) eiga í einhverj- um viðskiptum við ferðamenn að auki,“ segir Vífill. Forsvarsmenn tæplega 200 af 900 starfandi fyrirtækjum í lands- hlutanum tóku þátt í könnunni, sem telst nokkuð gott svarhlutfall að mati Vífils. Heildar niðurstöð- ur hennar verða kynntar í sérstakri skýrslu sem kemur út á næstunni. Þá munu tölurnar einnig nýtast í annarri gagnavinnu hjá SSV. hlh Af og til boðar Markaðs- stofa Vesturlands aðila í ferðaþjónustu til upplýs- inga- og umræðufunda um ýmis mál. Hafa fundirnir verið kallaðir súpufundir enda gjarnan haldnir um hádegisbil. Fyrsti fund- ur þessa árs var í Land- námssetrinu sl. föstudag og mættu um 40 fulltrúar ýmissa fyrirtækja í ferða- þjónustu á Vesturlandi. Aðal þema þessa fundar var kynning á ýmsu sem snertir markaðssetningu og sölu ferðaþjónustu, svo sem bókunarþjónusta og ýmis markaðstæki. Með- al þeirra fyrirtækja sem kynntu starfsemi sína var Bókun, lítið hugbúnaðar- fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í miðlægu bókunarkerfi fyrir af- þreyingu, gistingu og bílaleig- ur. Þá var sagt frá ITA, Iceland travel assistance, en það er fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu sem er endursöluaðili fyrir ferðaþjón- ustu, rekur svokallaða bókunar- vél. ITA rekur einnig upplýsinga- miðstöðina í Aðalstræti í verk- töku fyrir Höfuðborgarstofu. Þá voru athyglisverðar nýjungar í markaðssetningu á netinu kynnt- ar svo sem frá Guide to Iceland og loks kynnti auglýsingastofan Pipar Travel nýja markaðsdeild ferðaþjónustu. mm Eyvindur Svanur Magnússon fyrir utan Hólakaup. Eru að hætta með Hólakaup eftir fjögurra ára rekstur Ferðamenn eru síður við- skiptavinir fyrirtækja á sunnanverðu Vesturlandi Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV. Að hve miklu leyti eru ferðamenn (innlendir og erlendir) viðskiptavinir fyrirtækis þíns? Ferðaþjónustufólk á súpufundi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.