Skessuhorn - 05.02.2014, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Ingveldur M. Sveinsdóttir á Akra-
nesi átti erfitt með að trúa sín-
um eigin augum þegar hún kann-
aði vinningaskrána í jólahappdrætti
Krabbameinsfélagsins. Hún fékk
síðan staðfestingu á að hún hefði
unnið fyrsta vinning, KIA Cee´d
sportswagon, að andvirði 3,6 millj-
ónir króna. Þetta var einn af 192
skattfrjálsum vinningum í happ-
drættinu.
Tekjum af happdrætti Krabba-
meinsfélagsins hefur fyrst og fremst
verið varið til fræðslu um krabba-
mein og krabbameinsvarnir, út-
gáfu fræðslurita og stuðnings við
krabbameinssjúklinga. Stuðningur
við happdrættið hefur gert félaginu
kleift að halda uppi öflugu fræðslu-
starfi í þágu þjóðarinnar. Krabba-
meinsfélag Reykjavíkur hefur um-
sjón með framkvæmd og rekstri
happdrættis Krabbameinsfélags-
ins. Í tilkynningu frá krabbameins-
félaginu segir að félagið vilji þakka
landsmönnum fyrir góðan stuðning
í jólahappdrættinu. Það óski vinn-
ingshöfum innilega til hamingju
með vinningana og Bílaumboðinu
Öskju fyrir mjög gott samstarf.
þá
Framsóknarflokkurinn efnir til
opinna funda á Vesturlandi í vik-
unni með þingmönnum flokks-
ins í Norðvesturkjördæmi. Fyrstu
fundirnir fara fram á
morgun, fimmtudag.
Þá verður fundað í
Glerskálanum í Sam-
kaupum Búðardal kl.
12, þvínæst á veit-
ingastaðnum Pláss-
inu í Stykkishólmi kl.
17:30 og um kvöldið
á Hótel Hellissandi
kl. 20:30. Föstudag-
inn 7. febrúar verður
fundað í félagsheim-
ilinu Breiðabliki í
Eyja- og Miklaholts-
hreppi kl. 12 og um
kvöldið í Félagsbæ í
Borgarnesi kl. 20. Síð-
asti fundurinn í þessari
fundaröð fer loks fram
í Framsóknarhúsinu á
Akranesi laugardaginn 8. febrúar
kl. 20.
Í tilkynningu frá flokknum seg-
ir að hreinskiptið samtal þingmanna
og kjósenda verð-
ur stöðugt að eiga
sér stað en ekki bara
á fjögurra ára fresti.
„Við hlökkum til
að sjá þig í þínum
heimabæ og spjalla
saman yfir kaffibolla.
Við getum rætt sam-
an um það sem helst
hefur verið í gangi
í opinberi umræðu
eða bara það sem
liggur þér á hjarta.
Samfélagið mótast af
sameiginlegri vinnu
okkar allra þar sem
enginn er undanskil-
inn,“ segir í tilkynn-
ingunni frá framsókn-
armönnum. -fréttatilk.
Í tæplega þrjú ár hefur Borgar-
fjarðardeild Rauða krossins rekið
fataverslun í Borgarnesi. Fyrst var
hún til húsa að Borgarbraut 61 en
er nú í Félagsbæ að Borgarbraut 4.
Í Rauðakrossbúðinni eins og hún
er kölluð er seldur notaður fatn-
aður og skór í öllum stærðum og
gerðum fyrir konur og karla á öll-
um aldri. Að sögn Svövu Svavars-
dóttur umsjónarkonu búðarinnar
og stjórnarmeðlims í stjórn Borg-
arfjarðardeildar Rauða krossins er
sjón sögu ríkari. „Hér leynist marg-
víslegur fatnaður fyrir bæði kynin.
Þetta er í raun algjör fjársjóðskista
því hér eru mjög góðar flíkur sem
eru lítið sem ekkert notaðar. Föt-
in eru fyrir alla hópa; karla, kon-
ur, unglinga og börn. Til að nefna
einhver dæmi þá er hér að finna
jakkaföt, kjóla, vinnuföt, íþróttaföt,
yfirhafnir, grímubúninga, skyrt-
ur, peysur, úlpur, trefla og margt
fleira,” segir Svava.
Fötin flokkuð
fyrir sunnan
„Stöðugt fáum við líka nýjar send-
ingar af fötum til okkar. Rétt er að
taka fram að öll föt sem Rauði kross-
inn selur hafa verið gefin. Þeim er
safnað víðsvegar um land í söfnun-
argámana okkar og eru loks flutt í
flokkunarmiðstöð RKÍ í Reykjavík
af Eimskip sem styrkir starfið okk-
ar af stórhug. Þaðan fáum við síðan
nýjar fatasendingar í búðina. Það
er mikilvægt að það komi fram að
föt sem við í Borgarfjarðardeildinni
tökum á móti hér á svæðinu fara
beint suður til flokkunar og eru því
ekki seld í búðinni hér við Borg-
arbraut. Fólk sem til okkar kemur
þarf því alls ekki að óttast að ganga
í fötum af öðru fólki hér í bænum,“
segir Svava sem hvetur fólk ein-
dregið til að leggja RKÍ lið með því
að gefa föt. „Ég minni fólk á fata-
gáminn okkar við Félagsbæ í næstu
tiltekt. Í hann er hægt að setja föt
allan sólarhringinn.“
Allur ágóði rennur til
Rauða krossins
Verðlagningu er stillt í hóf í búð-
inni segir Svava og eru verð sam-
kvæmt verðskrá Rauða krossins.
„Félagsdeildir RKÍ reka fjölda búða
um allt land og er verðlagning því
samræmd.“ Svava bætir því við að
allur ágóði af sölu fatnaðar í Rauða-
krossbúðinni í Borgarnesi renni til
verkefna sem rekin eru af Borg-
arfjarðadeildinni. Búðin er rekin
í sjálfboðavinnu og leggur á ann-
an tug sjálfboðaliða hönd á plóg í
rekstri hennar. „Þetta er hress og
skemmtilegur hópur sem kemur að
búðinni og er mikil ánægja í hon-
um. Við skiptumst á að standa vakt-
ina, en opið er á fimmtudögum frá
kl. 15-18, föstudögum frá kl. 14-18
og laugardögum frá kl. 12-15. Allt-
af er pláss fyrir fleiri sjálfboðaliða
með okkur og hvet ég alla áhuga-
sama sem vilja leggja starfi Rauða
krossins lið til að hafa samband við
mig eða í búðina. Þá er rétt að geta
þess að í Reykjavík hefur skapast sú
hefð að starfsfólk fyrirtækja taki að
sér vakt í búðunum í eina og eina
viku. Ég hvet fyrirtæki, hópa og
félagasamtök hér á svæðinu til að
skoða þennan möguleika.“
Svava hvetur fólk til að koma í
heimsókn í Rauðakrossbúðina. Þar
er hægt að gera afar góð kaup og
finna jafnvel hágæða tískuflíkur
og merkjavöru á lágu verði. „Það
er meira að segja þannig að sumir
kjósa að versla eingöngu í búðum
sem þessum, einfaldlega vegna þess
að þar finnast svo smart föt. Í mörg-
um erlendum borgum eru til dæm-
is til margar búðir sem hafa helgað
sig sölu á notuðum og gömlum föt-
um. Þær eru einfaldlega sívinsælar.
Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að
leita langt yfir skammt til að finna
góða og skemmtilega fatabúð.“ hlh
Við formlega afhendingu vinningsins. Á myndinni eru talið frá vinstri: Björn
Guðmundsson markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju, vinningshafinn Ingveldur M.
Sveinsdóttir, Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur og Þorgeir Ragnar Pálsson sölustjóri Kia fólksbíla hjá Öskju.
Átti erfitt með að trúa því að
hún hefði unnið bíl
Þingmenn Framsóknarflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi, þau
Ásmundur Einar Daðason, Elsa
Lára Arnardóttir, Gunnar Bragi
Sveinsson og Hanna María
Sigmundsdóttir.
Efna til opinna funda
á Vesturlandi
Fjölbreyttar yfirhafnir eru til sölu í búðinni.
Rauðakrossbúðin er góð og skemmtileg fataverslun
Hópurinn á bakvið Rauðakrossbúðina í Borgarnesi: F.v. Jóhanna G. Möller, Elín Kristinsdóttir, Ásdís Geirdal, Margrét Vagns-
dóttir, Svava Svavarsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Ása Baldursdóttir, Guðný M. Ingvadóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir,
Kristín H. Kristjánsdóttir, Magnús Guðbjarnason og Monika Mazur.
Ýmis föt leynast í Rauðakrossbúðinni, allt frá skyrtum og barnafatnaði til kjóla og jakkafata.