Skessuhorn - 05.02.2014, Side 31
31MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Skallagrímsmenn lögðu land undir
fót á föstudaginn þegar þeir mættu
KFÍ á Ísafirði í Dominos deild karla
í körfubolta. Borgnesingar byrjuðu
betur í leiknum og leiddu eftir fyrsta
leikhluta 16:20. Páll Axel Vilbergs-
son fór hamförum í leikhlutanum
og skoraði 17 stig. Þar af skoraði
hann fimm þriggja stiga körfur sem
allar komu hver á eftir annarri strax
á fyrstu mínútunum. Skallagríms-
menn héldu uppteknum hætti í öðr-
um leikhluta. Ísfirðingar voru þó
ekki langt undan og náðu með góð-
um leik að saxa muninn í þrjú stig
þegar flautað var til hálfleiks, 43:46.
Þriðji leikhluti var hins vegar eign
heimamanna sem tóku forystuna
strax á fyrstu mínútunum. Borgnes-
ingar réðu illa við vörn heimamanna
og frammistöðu þeirra sóknarmeg-
in og voru komnir tíu stigum und-
ir þegar leikhlutinn endaði, 69:59.
Gestirnir voru þó ekki á því að gef-
ast upp og með góðri baráttu á loka-
mínútunum náðu þeir að minnka
muninn í eitt stig þegar fáeinar sek-
úndur voru eftir. Borgnesingar áttu
því síðustu sókn leiksins og fékk
Benjamin Curtis Smith það vanda-
sama hlutverk að taka lokaskotið
fyrir sigrinum. Það rataði ekki ofan í
og sigruðu því Ísfirðingar 83:82.
Atkvæðamestur í liði Skallagríms
í leiknum var Páll Axel Vilbergsson
sem átti afar góðan leik með 36 stig
og 7 fráköst. Næstur kom Benjam-
in Curtis Smith með 14 stig, 12 frá-
köst og 10 stoðsendinga. Þrátt fyr-
ir þrennuna var Smith töluvert frá
sínu besta sóknarmegin í leikn-
um en hann var einungis með 3/18
skotnýtingu í leiknum. Þá skoruðu
Grétar Ingi Erlendsson 10 stig, Orri
Jónsson 9, Egill Egilsson 8, Davíð
Ásgeirsson og Trausti Eiríksson 2
hvor og þá var Sigurður Þórarins-
son með 1. Vítaskotin reyndust lið-
inu erfið viðureignar í leiknum en
nýting þeirra var 13/26.
Með tapinu misstu Skallagríms-
menn af tveimur mikilvægum stig-
um í Dominos deildinni. Sigur
gegn KFÍ hefði þýtt að liðið kæm-
ist í góða fjarlægð frá botnsvæð-
inu og jafnframt aukið líkur sínar á
að ná sæti í úrslitakeppni. Um dýrt
tap var því að ræða. Engu að síð-
ur á liðið sjö leiki eftir í Dominos-
deildinni og hefur það því næg tæki-
færi til að rétta sinn hlut. Næsti leik-
ur liðsins er gegn Njarðvík á morg-
un, fimmtudag. Leikurinn fer fram í
Borgarnesi og hefst kl. 19:15.
hlh
Breski golfvefurinn „top100golfcourses.co.uk,“
valdi nýverið Garðavöll á Akranesi sem þriðja
besta golfvöll landsins. Í fyrsta sæti telja Bret-
arnir vera Hvaleyrarvöll í Hafnarfirði og annan
besta völlinn Grafarholtsvöll í Reykjavík. „Það er
ánægjulegt að segja frá því að Garðavöllur er tal-
inn þriðji besti golfvöllur Íslands líkt og árið 2012
þegar listinn var síðast gefinn út. Þetta er án efa
hvatning til Leynisfélaga um að við eigum góðan
golfvöll sem eftir er tekið,“ segir í tilkynningu frá
Golfklúbbnum Leyni. mm
Síðastliðinn fimmtudag var Hildur
Björg Kjartansdóttir kjörin Íþrótta-
maður Snæfells 2013. Hún er afar
vel að heiðrinum komin, hefur ver-
ið að standa sig vel í körfunni. Með
henni á myndinni eru Hjörleif-
ur Kristinn Hjörleifsson, formað-
ur Umf. Snæfells, og María Valdi-
marsdóttir. eb
Skagakonur hafa tapað tveim-
ur fyrstu leikjunum í Faxaflóa-
mótinu, nú síðast 0:5 fyrir Breiða-
bliki í Akraneshöllinni sl. fimmtu-
dagskvöld. Markalaust var í hálfleik
og komu því öll mörk Blikastúlkna í síðari hálf-
leiknum. Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari Ska-
galiðsins gerði þrjár breytingar á sínu liði í seinni
hálfleiknum en það dugði ekki til að svara mörk-
um gestanna úr Kópavoginum. Næsti leikur ÍA í
Faxaflóamótinu verður gegn FH 15. febrúar og fer
sá leikur einnig fram í Akraneshöllinni. þá
Skagamenn unnu þrjátíu
stiga sigur á Vængjum
Júpiters þegar liðin mætt-
ust í 1. deildinni í körfu-
bolta í Grafarvoginum sl.
föstudagskvöld. Með sigrinum hopp-
aði ÍA úr áttunda sætinu í það sjötta og
er jafnt Breiðabliki sem er í 5. sætinu
með 12 stig. ÍA er þar með aftur farið
að blanda sér í baráttuna um sæti 2-5 í
deildinni sem gefur rétt til að spila um
eitt úrvalsdeildarsæti í vor.
Skagamenn höfðu öll tök á leik-
num í Grafarvoginum strax frá upp-
hafi. Í hálfleik var staðan 51:38 fyrir
ÍA. Munurinn jókst síðan stórlega og
fór í 32 stig eftir þriðja leikhluta sem
ÍA burstaði 34:15. Ungir leikmenn og
þeir sem minna hafa spilað fengu svo
tækifæri í síðasta fjórðungi leiksins, en
lokatölur urðu 106:76 fyrir ÍA. Stiga-
hæstur var sem fyrr Jamarco Warren
með 33, Áskell Jónsson skoraði 17,
Birkir Guðjónsson 12, Birkir Guð-
laugsson og Ómar Örn Helgason 10
hvor, Þorleifur Baldvinsson og Þor-
steinn Helgason 4 stig hvor og Trausti
Freyr Jónsson og Örn Arnarsson 3
stig hvor.
Í næstu umferð sem fram fer á föstu-
daginn fær ÍA Þór frá Akureyri í heim-
sókn á Jaðarsbakka. Þór er í öðru sæti
deildarinnar með 18 stig.
þá
Það fór ekki svo að undanúrslista-
leikurinn í Powerade bikarkeppni
kvenna milli Snæfells og KR yrði
hörkuspennandi, en þessi lið hafa
háð jafnar viðureignir í deildinni í
vetur. Snæfell var mun sterkara lið-
ið þegar KR-ingar mættu í Hólm-
inn sl. laugardag og sigruðu heima-
stúlkur með yfirburðum; 88:61.
Snæfellskonur eru þar með komn-
ar í úrslitaleikinn sem fram fer í
Laugardalshöllinni laugardaginn
22. febrúar. Andstæðingar þeirra
þar verða Haukastúlkur sem lögð
Keflavík í hinum undanúrslita-
leiknum.
Leikurinn byrjaði af krafti og
komst Snæfell í 13:4. Staðan eftir
fyrsta hluta var 22:12 fyrir Snæfell.
Leikurinn jafnaðist heldur í öðrum
hluta og einungis munaði sjö stig-
um á liðunum í hálfleik, en þá var
staðan 41:34 fyrir Snæfell. Í þriðja
leikhlutanum var stöðugleikinn hjá
heimastúlkum betri og þær bættu
við forskotið. Staðan var orðin
64:49 fyrir lokakaflann. KR stúlk-
ur voru ekki á því að gefast upp en
náðu samt ekki að vinna upp þenn-
an mun og urðu að lokum að játa
sig sigraða með talsverðum mun.
Lokatölur eins og áður sagði, 88:61
fyrir Snæfell sem bætti í á síðustu
mínútunum.
Hjá Snæfelli var Chynna Brown
atkvæðamest með 27 stig, 9 fráköst
og 7 stoðsendingar, Hildur Björg
Kjartansdóttir kom næst með 15
stig og 11 fráköst, Helga Hjördís
Björgvinsdóttir 12 stig og 7 frá-
köst, Hildur Sigurðardóttir 11 stig,
6 fráköst og 6 stoðsendingar, Guð-
rún Gróa Þorsteinsdóttir 10 stig, 8
fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolna
bolta, Eva Margrét Kristjánsdóttir
10 stig og Rebekka Rán Karlsdótt-
ir 3. Hjá KR var Bergþóra Holton
stigahæst með 18 stig. þá
Víkingar frá Ólafsvík töpuðu á
laugardaginn þriðja og síðasta
leik sínum í b-deild fótbolta.net
mótsins. Leikið var gegn Gróttu á
gervigrasinu á Seltjarnarnesi. Víking-
ar komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn með
marki Brynjars Kristmundssonar. Gróttumenn
jöfnuðu skömmu síðar. Gróttumenn bættu síðan
við tveimur mörkum áður en Vigni Snæ Stefáns-
syni tókst að laga stöðuna fyrir Víkinga tíu mín-
útum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3:2 fyrir
Gróttu. Víkinga unnu einn leik af þremur í riðl-
inum, unnu Tindastól í fyrstu umferð en töpuðu
síðan fyrir HK, sem sigraði í riðlinum, og Gróttu.
þá
Í fyrrahaust var hér í Skessuhorni greint frá stofn-
un Klifurfélags Akraness. Félagið er með æfinga-
aðstöðu í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Nýverið
var komið á föstum æfingum fyrir aldurshópinn
8 – 12 ára og kallast hópurinn KlifurApar. Um er
að ræða sex vikna námskeið, þar sem æft er tvisv-
ar í viku og var fullt námskeiðið sem er það fyrsta
sinnar tegundar á svæðinu. Þá hafa nemendur í
unglingadeild Brekkubæjarskóla getað valið sér
klifur í svokölluðu klifur-valtímum í skólanum.
Einnig eru allir krakkar, 12 ára og yngri velkomn-
ir í krakkaklifur á sunnudögum í fylgd með full-
orðnum. Nóg er því um að vera í klifrinu fyrir káta
krakka á svæðinu. grþ
Æfingar hafnar hjá
Klifurfélagi Akraness
Víkingar töpuðu
Skagakonur án
stiga
Garðavöllur áfram í
þriðja sæti
Dýrt tap Borgnesinga á Ísafirði
Páll Axel Vilbergsson var manna
bestur í liði Skallagrímsmanna á
Ísafirði.
Vel og innilega var fagnað í leikslok. Ljósm. Eyþór Ben.
Snæfellskonur komnar í úrslit i bikarkeppninni
Hildur Björg er íþróttamaður
Snæfells 2013
Skagamenn fikra
sig upp töfluna