Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Varla þarf að minna marga karla á að konudagurinn er á sunnudaginn þeg- ar Góan gengur í garð. Samt er rétt að ítreka að þennan dag er vel til fundið hjá karlpeningnum að snúast í kring- um konurnar og gera þeim daginn sem ljúfastan. Það skilar sér þótt síðar verði. Enn verður hann í þrálátri norðaustan átt næstu dagana. Hún verður nokk- uð stíf norðan- og austan til á land- inu fram að helgi, en þá hægir. Yfirleitt verður slydda eða él fyrir norðan og austan en fremur bjart syðra og á Vest- urlandi. Hitastig verður í kringum frost- mark, kaldara fyrir norðan en suma daga yfir frostmarkinu syðra. Á sunnu- dag og mánudag er áfram spáð norð- austlægri átt og víða úrkomu, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu. Hiti yfir frostmarki syðst, annars vægt frost. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Fylgist þú með Evróvisjón?“ Margir fylgjast með henni samkvæmt svörunum. „Já, alltaf“ sögðu 28,06% og „já stundum“ sögðu 51,29%. „Nei, aldrei“ sögðu 20,65% Í þessari viku er spurt: Hvað eiga seðlabankastjórar að vera margir? Körfuboltastúlkurnar í Snæfelli í Stykk- ishólmi eru Vestlendingar vikunnar, ekki spurning. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Söngvaka í Félagsbæ BORGARNES: Söngvaka, hin 18. í röðinni, í umjá Bjarna Valtýs Guðjónsson­ ar verður haldin í Félagsbæ föstudaginn 28. febrúar. Hefst klukkan 21 og stend­ ur til miðnættis. Á dagskrá: Fjöldasöngur með og án for­ söngvara, kvæðalög flutt af Iðunnarfélögum, gamanmál sem Ketill Larsen sér um og e.t.v. fleira. Kaffi og meðlæti innifalið í aðgangseyri sem er kr. 2.000. – fréttatilk. Vilja fá hreystibraut AKRANES: Á fundi fram­ kvæmdaráðs Akraneskaup­ staðar á dögunum var tek­ in fyrir erindi og tillaga sem á uppruna sinn að rekja til bæjarstjórnarfundur unga fólksins sem haldinn var í lok nóvember. Það er til­ laga um að komið verði fyrir hreystibraut í bænum. Fram­ kvæmdastjóra umhverfis­ og framkvæmdasviðs Akra­ neskaupstaðar var falið að koma með hugmyndir að útfærslum á slíkum braut­ um, ásamt kostnaðartölum. Á umræddum bæjarstjórn­ arfundi unga fólksins kom fram að vöntun á hreysti­ braut á Akranesi gerði það m.a. að verkum að skólarn­ ir þar stæðu verr að vígi en margir aðrir skólar í keppn­ inni Skólahreysti. –þá J listi mun bjóða fram SNÆFELLSBÆR: Bæjar­ málasamtökin í Snæfellsbæ héldu opinn fund á Hót­ el Hellissandi síðastliðinn mánudag og var góð mæting á fundinn. „Kristján Þórð­ arson oddviti listans fór yfir þau mál sem hæst hafa bor­ ið í bæjarfélaginu á kjörtíma­ bilinu. Þær Fríða Sveins­ dóttir og Drífa Skúladótt­ ir bæjarfulltrúar sátu einn­ ig fyrir svörum. Mjög góð­ ar umræður urðu um bæjar­ málin á meðal fundarmanna. Í lok fundar var samþykkt einróma ályktun þess efn­ is að stefnt verði að fram­ boði til bæjarstjórnar í Snæ­ fellsbæ í sveitarstjórnarkosn­ ingum 2014. Verður nánara fyrirkomulag framboðsmála kynnt síðar,“ segir í fréttatil­ kynningu. -mm Björgunarfélag Akraness telur tímabært að skipta út björgunar­ bát sínum Margréti Guðbrands­ dóttur fyrir nýjan, stærri og öflugri bát. „Við höfum farið í þarfagrein­ ingu um það hvernig bát við þurf­ um til framtíðar. Sá sem við höfum í dag er að verða 27 ára gamall þó hann hafi verið endurbyggður og það síðast nú um aldamótin. Sá bát­ ur er eiginlega ekki nothæfur nema með ströndum. Hann er enginn út­ hafsbátur og fráleitt nógu öflugur til að taka aðra báta eins og strand­ veiðitrillur í tog,“ segir Guðni Har­ aldsson formaður sjóflokks Björg­ unarfélags Akraness í samtali við Skessuhorn. Lengi hefur verið ljóst að vantaði öflugari bát sem staðsettur væri á Akranesi. „Landsbjörg hefur ítrek­ að unnið skýrslur þar sem kem­ ur skýrt fram að það vanti öflugt björgunarskip sem yrði staðsett á Akranesi til reiðu fyrir skipaumferð í Faxaflóa. Slíkur farkostur þyrfti að hafa bæði nægilegt vélarafl og sjóhæfni til að halda út á rúmsjó í erfiðum veðrum. Það vantar líka bát sem gæti einnig tekið um borð veikt og slasað fólk. Eins konar sjúkraflutningabát.“ Guðni Haraldsson segir að nefnd hafi verið að störfum undanfarið innan félagsins til að skoða leiðir til fjármögnunar á nýjum báti. „Nýr bátur af þeirri stærð og gerð sem við höfum í huga kostar á bilinu 35 til 50 milljónir króna. Við sjáum fyrir okkur bát með húsi. Draum­ urinn væri að hann hefði tvo innan­ borðs mótora. Í þessari vinnu höf­ um við verið í samstarfi við báta­ smiðjuna Rafnar í Hafnarfirði. Þeir hafa teiknað fyrir okkur drög að báti í samræmi við þær hugmynd­ ir og óskir sem við höfum. Fleiri björgunarsveitir eru í svipuðum hugleiðingum og vinna með sömu bátasmiðju á svipuðum nótum og við.“ Að sögn Guðna eru þessar hug­ myndir þó ekki komnar á það stig að gengið verði frá pöntun á nýj­ um báti. „Við getum sjálfsagt selt gamla bátinn en fáum kannski að­ eins um tvær milljónir fyrir hann. Það þarf því að brúa bilið og leita til styrktaraðila. Það gerist ekkert fyrr en gengið hefur verið frá tryggri fjármögnun.“ mþh Línuveiðiskipið Rifsnes SH 44 í eigu Hraðfrystihúss Hellissands kom til Akureyrar í liðinni viku. Þar var skipið tekið upp í flotkví Slipps­ ins á Akureyri til viðgerða. Forsaga málsins er sú að óhapp varð í Rifs­ höfn á Snæfellsnesi 6. febrúar síð­ astliðinn þegar annað línuskip rakst aftan á Rifsnesið. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns var það Tjald­ ur SH, í eigu KG fiskverkunar, sem var að athafna sig frá bryggj­ unni þegar landfesti slitnaði óvænt og skipið sigldi á skut Rifsness. Nokkrar skemmdir urðu á Rifs­ nesi. Meðal annars kom gat á skip­ ið, krani gekk til og íbúðir í aftur­ hluta skipsins skemmdust. Engar teljandi skemmdir urðu hins vegar á Tjaldi SH og hélt skipið á miðin síðar um kvöldið. Talið er að við­ gerðir á Rifsnesi muni taka um tvær vikur. mþh Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti einróma á fundi sínum á þriðjudaginn í liðinni viku að hefja nauðsynlega vinnu til að endur­ skoða ákvörðun sína frá 23. apríl á síðasta ári um fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í íbúðarhús í sveitarfélaginu. Í þeirri ákvörðun fólst að miðað skyldi við fasta bú­ setu og lögheimili þann 23. apríl 2013 hvort ljósleiðari yrði lagð­ ur að íbúðarhúsum eða ekki. Á fundinum í síðustu viku var Lauf­ eyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra og Guðmundi Daníelssyni verk­ efnisstjóra við lagningu ljósleið­ arans falið að láta vinna kostnaðar­ áætlun og drög að viðauka að fjár­ hagsáætlun til þess að sveitarstjórn geti staðfest ákvörðun um breyt­ ingu á þessum fyrri reglum. Í nýju útfærslunni skal miðað við að tengja skuli íbúðarhús, sem og íbúðarhús sem eru í byggingu og fengið hafa úthlutað byggingarleyfi fyrir verk­ lok, við lagningu ljósleiðarans. Það er því ljóst að þeir sem hyggja á að byggja íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit og hafa hug á að fá ókeypis ljósleið­ ara í húsin þurfa að verða sér úti um byggingarleyfi áður en ljósleiðara­ verkefninu lýkur nú í sumar. Áfram mun Hvalfjarðarsveit gera kröfu um að viðkomandi veiti leyfi sitt um lagningu ljósleiðarans um land sitt og skuldbindi sig til tveggja ára áskriftar að ljósleið­ aranum. Á fundinum var sveitar­ stjóra einnig falið að vinna drög að gjaldskrá sem tæki gildi við verklok og leggja fyrir sveitar­ stjórn. Þessi tillaga var lögð fram af fulltrúum L og H lista í meiri­ hluta sveitarstjórnar Hvalfjarð­ arsveitar. Tillagan var samþykkt samhljóða af öllum sjö fulltrú­ um meiri­ og minnihluta. Þar með hefur náðst full sátt í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um fyrirkomulag við lagningu ljósleiðarans. mþh Sveitarstjórn rýmkar skilyrði um ljósleiðara Rifsnes SH í flotkví Slippstöðvarinnar á Akureyri. Ljósm. Þorgeir Baldursson. Rifsnes SH tekið upp í flotkví á Akureyri Björgunarfélag Akraness íhugar kaup á nýjum björgunarbáti Skissa sem sýnir hugmynd að nýjum björgunarbáti á Akranesi. Guðni Haraldsson formaður sjóflokks Björgunarfélags Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.