Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Við flýjum undir væng þinn varnarlaus - þú verndar okkur kæra móðir blekking Vísnahorn Í fimmtugsafmæli Reyn­ is Jónassonar harmon­ ikkuleikara og organista höfðu ýmsir valinkunn­ ir andans menn risið úr sætum og haldið af­ mælisbarninu fjálglegar ræður í kanselístíl þegar Lárus Þórðarson stóð upp, sló í glas sitt og ávarpaði vin sinn. Ávarpið endaði hann á þessum orðum: Ellimörkin eru að byrja, æ þú nálgast Gullna-Hliðið. Er þá kannski klúrt að spyrja hvort þú getir ennþá - ...stundað öll þín helstu áhugamál? Þessa vísu hef ég birt áður og reyndar skráð á bók með öðru orðalagi en þetta mun sem sagt hið rétta og leiðréttist það hér með. Þeir Lárus og Reynir voru um hríð samkennarar við Álftamýrarskóla og einn þriðjudagsmorg­ un hringdi Reynir á kennarastofuna og boð­ aði forföll. Lárus orti þá: Elli kerling ill og grá engum reynist vægin. Hann hefur kannski háttað hjá henni á mánudaginn. Jón Gnarr hneykslaði ýmsa góða og sann­ trúaða framsóknarmenn, þar á meðal Ósk­ ar Bergsson, með þeim ummælum að Krist­ ur hefði hugsanlega verið samkynhneigður en menn vita nú betur en svo. Þá orti Jón Her­ mannsson: Kristur var ekki kommi, kann ekki við þetta blaður því síður hugsanlegur hommi. - Hann var framsóknarmaður. Hvaða stjórnmálaflokki sem menn nú til­ heyra er það eitt öruggt að þeir þurfa að taka til sín næringu með einhverjum hætti. Þar með líka með einhverjum hætti að taka líf því öll vor næring hefur verið lifandi á einhvern hátt. Grænmetið ekki undanskilið. Alla þessa fjölbreyttu fæðu þarf síðan að matreiða með ýmsum hætti og einhvern veginn hafa málin þróast þannig að það hlutverk er yfirleitt frek­ ar í höndum kvennanna. Um þá gæfu að vera vel giftur kvað Þórarinn M. Baldursson: Guðrún býr til góðan mat, gums af besta tagi, svo á mig borðað get ég gat ef gaula tekur magi. Færir hún mér garnagraut, glás úr kæstri rjúpu, grásleppu og grillað naut og grísarassasúpu. Gufusoðnar gæsatær, gorkúlur í mysu, gúrkufylltar gamalær og glóðarsteikta kisu. Gullfiska með glassúr á og geitungslæri hangin. Hjá Guðrúnu er gott að fá gúmmelaði í svanginn. Ein er sú íþrótt hagyrðinga að yrkja sléttu­ bönd eða vísur sem hægt er að lesa bæði aft­ urábak og áfram. Ingólfur Ómar Ármannsson orti eftirfarandi sjálfslýsingu: Ljóðar aftur vaskur ver valin kjaftaskrjóður, óðar kraftinn herðir hér herjans raftur óður. Það eru ekki margir sem gera sléttubanda­ limrur en Pétur Stefánsson æfði sig í þeirri íþrótt með ágætum árangri: Feginn kveð‘ég kvæða stefin. -Hnjóða lyddur ljóða bréfin.- Veginn Braga brattur kjaga. treginn koðnar, kætist sefinn. Afturábak hljóðar hún svona: Sefinn kætist, koðnar treginn. Kjaga brattur Braga veginn. -Bréfin ljóða lyddur hnjóða.- Stefin kvæða kveð‘ég feginn. Jónas Jónasson frá Hofdölum eða Hofdala Jónas lenti í orðasennu við frelsaðan mann og að sjálfsögðu gat hann ekki samþykkt allt sem hinn sagði algjörlega umhugsunarlaust: Þó að mælskan frá þér flæði fellir hún ekki hreysið mitt. Þú hefur drottins hundaæði. Ég held ég þekki bitið þitt. Það er nú svo með blessaða prestana að þeir eru einungis menn sem eru menntað­ ir og ráðnir til ákveðinnar vinnu sem flest­ um þeirra ferst að vísu vel úr hendi sem betur fer. Það þýðir hins vegar ekki að þeir séu þar með sviptir öllum mannlegum hvötum og til­ hneygingum enda kvað séra Jón Þorláksson: Lukkutjón þá að fer ört ekki er hægt að flýja. Betur hefði Guð minn gjört að gelda mig en vígja. Um annan prest sem talinn var eitthvað fjölþreifinn sagði Hofdala Jónas: Prestar leita ávalt upp á æðri sviðin. En bjóddu þeim, vinur heldur hupp en hryggjarliðinn. Gæti vel hafa verið sami prestur sem ort var um: Sóma grennir klæddur kjól, kannast menn við glópinn, augum rennir oft af stól yfir kvennahópinn. Blessaðir stjórnmálamennirnir okkar, það er að segja sá hluti þeirra sem er við völd hverju sinni, hamast jafnan við að segja okkur hvað allt sé nú gott hjá okkur og hvað þeir séu nú búnir að bjarga miklu af því sem „hinir“ voru búnir að klúðra. „Hinir“ aftur á móti eru jafn sannfærðir um að nú sé allt varanlega og endanlega á leið til assgotans og eina vonin að þeir komist til valda aftur. Nákvæmlega sama sagan heldur svo áfram eftir næstu stjórnar­ skipti. Stundum er eins og blessaðir mennirn­ ir trúi þessu. Gæti verið gott að rifja upp vísu Kristjáns Árnasonar: Þegar bregst oss viti væddur haus og virðist hvorki stoða rök né þekking, við flýjum undir væng þinn varnarlaus. Þú verndar okkur kæra móðir blekking. Ég er nú bara ekki svo fróður að ég viti hvar Friðbjörn í Staðartungu var í pólitíkinni. Gæti þó frekar trúað að hann hafi verið vinstra megin við miðju, en þetta ágæta hollráð hans getur örugglega notast mönnum hverjar sem stjórnmálaskoðanir þeirra eru: Gakktu státinn lífsins leið, lítt mun grátur bæta. Láttu kátur hverri neyð kuldahlátur mæta. Þar sem Ólympíuleikarnir standa einmitt yfir núna væri kannske við hæfi að enda þátt­ inn á ólympískri limru eftir Eystein G. Gísla­ son: Mikill er fræknleikur fimra, í fullkomnun stjörnurnar glimra. Til upphefðar snjöllum konum og köllum er kveðin hér ólympisk limra. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Árleg folaldasýning í Söðulsholti á Snæfellsnesi fór fram á laugardag­ inn. 25 folöld voru skráð til leiks og sáust margir mjög fallegir gripir hlaupa um gólfið. Dómari var Val­ berg Sigfússon og þulur Eysteinn Leifsson. Um kaffiveitingar sáu svo Halldór og Áslaug að Þverá og al­ veg öruggt að enginn fór svangur heim þennan daginn. Þrjú efstu fol­ öld í hvorum flokki fengu verðlaun og völdu svo áhorfendur glæsileg­ asta folaldið. Að þessu sinni var hlutskörpust Bella frá Söðulsholti, undan Donnu frá Króki og Aron frá Strandarhöfði. Merfolöld 1. Bella frá Söðulsholti brún, und­ an Aron og Donnu frá Króki. 2. Snörp frá Hallkelsstaðahlíð, rauðblesótt undan Leikni frá Vak­ ursstöðum og Snör frá Hallkels­ staðahlíð. 3. Hryðja frá Bjarnarhöfn, rauðblesótt undan Haka frá Bergi og Lukku frá Bjarnarhöfn. Hestfolöld Loki frá Minni­Borg, rauðskjóttur hringeygður undan Ábóta frá Söð­ ulsholti og Löpp frá Hofsstöðum. 2. Blakkur frá Bjarnarhöfn, brúnn undan Stormi frá Leirulæk og Rjúpu frá Bjarnarhöfn. 3. Gosi Gosason frá Hallkels­ staðahlíð, brúnn undan Gosa frá Lambastöðum og Tign frá Með­ alfelli. iss Um hálft hundrað gesta lagði leið sína til þeirra Kristínar Jóns­ dóttur og Rósu Bjarkar síðastlið­ inn fimmtudag þegar þær opnuðu vinnustofu sína í kjallara gamla skólastjórabústaðarins á Hvanneyri. Aðstöðuna hafa þær nefnt „Vinnu­ stofuna Gamla bókasafninu.“ Þar var áður bókasafn Bændaskólans til húsa. Þar munu þær stöllur sinna vinnu sinni, Rósa Björk í grafískri hönnun og vöruhönnun og Kristín í ljósmyndun. Meira rými er einn­ ig laust í kjallaranum og hafa þær áhuga fyrir að gera hann allan að vettvangi þar sem fleira fólk í skap­ andi greinum getur komið sér upp aðstöðu. hlh Freisting vikunnar Muffins eða múffur, eins og þær eru gjarnan kallaðar á okk­ ar ástkæra ylhýra, hitta í mark hjá flestum. Börnin elska þær og fullorðna fólkið líka. Við grófum upp múffu uppskrift sem hefur notið mikilla vinsælda. Blaða­ maður Skessuhorns hefur reglu­ lega rekist á uppskriftina en þó með mismunandi nöfnum. Oft er hún kennd við þá manneskju sem gaf uppskriftina en einnig við hráefni sem í henni eru. Múff­ urnar þekkjast til dæmis sem Rósu muffins, Draumeyjar muff­ ins og jógúrt múffur. Staðreynd­ in að uppskriftin hefur ferðast víða segir manni að hún er góð. Við hvetjum því alla sælkera til að prófa að baka múffurnar fyrir heimilisfólkið, gesti og gangandi eða bara fyrir sjálfa sig. Verði ykkur að góðu! Jógúrt múffur 5 dl hveiti 4 dl sykur 220 gr smjörlíki (lint) 3 egg 1/2 tsk salt 1/2 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar 100 - 200 gr saxað súkkulaði (eft- ir smekk) 1 dós hnetu- og karamellu jóg- úrt (sumir nota kaffi- eða jarðar- berja jógúrt) Allt hrært saman og sett í lítil bréfform (ca 1 msk) Bakað við 190­200 gráðu hita í ca 15 mínútur. Draumkenndar jógúrt múffur Rósu Kristín Jónsdóttir og Rósa Björk á vinnustofu sinni í Gamla bókasafninu. Góð mæting á opnun Gamla bókasafnsins Folaldasýning í Söðulsholti Eigendur efstu hestfolalda. Sigrún Ólafsdóttir, Hildibrandur Bjarnasson, Katrín Gísladóttir ásamt Einar Ólafssyni sem veitti verðlaunin. Eigendur efstu merfolalda. Herborg Sigurðardóttir, Astritd Skou Buhl og Einar Ólafsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.