Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Síðastliðinn föstudag fékk Grunn­ skóli Grundarfjarðar afhentan grænfánann við hátíðlega athöfn en það voru fulltrúar Landverndar sem afhentu fánann. „Farið var í gegn­ um merkingu grænfánans og minnt á að jörðin getur verið án okkar en við getum ekki lifað án jarðarinnar,“ segir í frétt frá s kólanum. Runólfur Guðmundsson afhenti fimm spjald­ tölvur að gjöf frá G.Run og talaði um mikilvægi þess að fara vel með tæki og húsnæði skólans. „Grunn­ skóli Grundarfjarðar þakkar G.Run fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Einnig þökkum við öllum þeim fyrirtækj­ um í bæjarfélaginu sem veittu styrki til kaupa á níu öðrum spjaldtölvum sem mikið hafa verið nýttar í skóla­ starfinu í vetur,“ segir í frétt skól­ ans. Að lokinni athöfn var boðið til kökuveislu sem nemendur skólans undirbjuggu. tfk Það var líflegra um að litast en menn hafa átt að venjast um árabil, á stóru bryggjunni svokölluðu á Akranesi á mánudagsmorgun. Rjómablíðan og sólskinið þennan dag minnti á að nú fer vorið að nálgast. Því fylgir líf. Skuttogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson var kominn öðru sinni á innan við viku inn til löndunar. Á bryggjunni stóðu flutningabílar sem tóku við sneisafullum körum af fiski sem ekið var með í vinnslu hjá HB Granda á Akranesi eða fisk­ markaðinn þar í bæ. Þarna var líka stór gámur sem tók við körum af fiski sem áttu að fara til vinnslu í Reykjavík. Fiskinum fylgir aukin bjartsýni Landanir togarans nú og í síðustu viku hafa styrkt vonir um að meiri fiskafli fari nú að berast á land á Akranesi en verið hefur með öll­ um þeim jákvæðu hliðarverkun­ um sem fylgja bæði fyrir atvinnu­ líf og mannlíf almennt. Þar með yrði bundinn endir á áralangt tíma­ bil þar sem landanir stærri bolfisk­ veiðiskipa hafa verið hverfandi. „Við höfum ekki landað hér síð­ an 2008, nema með einni undan­ tekningu. Það var 2009 að við kom­ um hér inn með bilað spil og sett­ um þá í leiðinni um 20 tonna afla í land. Annars höfum við alltaf land­ að í Reykjavík. Þorskafla skipsins hefur síðan verið ekið upp á Akra­ nes til vinnslu þar,“ sagði Eiríkur Jónsson skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni. Eiríkur segist ekki vita betur en að til standi að skip hans haldi áfram að landa afla sínum á Akra­ nesi. „Nú höfum landað þorski til vinnslu hér í tvígang. Það er talað þannig að Sturlaugur H. Böðvars­ son AK og Ásbjörn RE landi hér á Akranesi til skiptis. Það mætti því búast við vikulegum löndunum og jafnvel tvisvar í viku hér á Skag­ anum. Fyrirtækið hefur sótt um að byggja ísfisksgeymslu á lóðinni þar sem Axelsbúð stóð áður og nú vinna um hundrað manns í frysti­ húsinu. Þetta fer að verða eins og var hér í gamla daga,“ segir Eirík­ ur. Hann er borinn og barnfædd­ ur Skagamaður og þekkir því vel til sögunnar og þróunarinnar. Aflinn af Sturlaugi H. Böðvars­ syni dreifist víða. „Þorskurinn fer beint upp í hús hjá HB Granda og eitthvað af ufsa líka. Karfinn fer síðan til vinnslu í Reykjavík. Ann­ ar afli svo sem ýsa og aðrar tegund­ ir fara síðan til uppboðs á fiskmark­ aðinum hér á Akranesi. Það á sjálf­ sagt eftir að muna um þann afla fyrir markaðinn sem kemur af HB Granda togurunum sem landa hér. Hefði hann ekki komið til er tal­ að um að sennilegt sé að fiskmark­ aðnum á Akranesi hefði verið lokað vegna fiskleysis.“ Feitur og fallegur fiskur fyrir vestan Áhöfn Sturlaugs H. Böðvarssonar var fengsæl í veiðiferðinni. „Núna fórum við út á miðviku­ daginn í síðustu viku. Við fórum fyrst hérna suður eftir en héld­ um síðan á Vestfjarðamið. Þangað vorum við komnir á föstudaginn. Hér lönduðum við svo aðfararnótt mánudagsins. Þetta voru því fjórir sólarhringar og fín veiði. Við fyllt­ um skipið og komum með 120 til 130 tonn. Þar af eru um 90 tonn af þorski og síðan mest ufsi og karfi. Það er búið að vera vitlaust veður fyrir vestan í langan tíma og enginn komist þangað fyrr en nú. Þorsk­ urinn fyrir vestan er mjög góður. Hann var að éta loðnu þar. Í síðasta túr á undan þessum vorum við út af Austfjörðum. Þar var ekki snefill af loðnu í þorskinum, bara gulldepla. Það var engin loðna fyrir austan. Þorskurinn hér Vestanlands er með helmingi meiri lifur en sá fyrir aust­ an,“ sagði Eiríkur að lokum. Hann reiknaði með að halda aftur til veiða á þriðjudeginum, þ.e. í gær. mþh Fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Akranesi mun á næstu dögum hefja fram­ leiðslu á fiskimjöli og lýsi úr hráefni sem fellur til við bolfisksvinnslu fyrirtæk­ isins. Þetta er gert í nýrri framleiðslulínu sem hefur verið sett upp í verksmiðj­ unni og getur unnið úr um 55 tonnum af hráefni á sólarhring. Við fram­ leiðsluna verður notuð gufa frá rafskautskatli sem er nýjung en til þessa hef­ ur verksmiðjan notað olíu­ kynta gufukatla. Til þessa hefur verksmiðjan tryggt sér 2,5 MW af raforku frá aðveitu­ stöð í Sementsverksmiðjunni. Hún var áður stór notandi raforku en þar sem starfsemi hennar hefur ver­ ið lögð niður nýtist orkan og flutn­ ingskerfi raforkunnar til fiskimjöls­ verksmiðjunnar í staðinn. Með notkun raforku í stað olíu í fiskimjölsverksmiðjunni sparast verulegir fjármunir auk þess sem rafmagnið er vistvænni orkugjafi. Talið er að um tíu þúsund tonn af hráefni falli árlega til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi frá bolfisksvinnslu HB Granda. Megnið af þessu mun berast frá fiskiðjuveri fyrirtækisins á Norðurgarði í Reykjavík og verð­ ur því ekið til Akraness á bílum sem eru útbúnir með sérstökum tönk­ um til flutninga af þessu tagi. Þeir voru smíðaðir hjá Þorgeiri og Ell­ ert á Akranesi. Nýja framleiðslulín­ an í verksmiðju HB Granda mun tryggja vinnslu í henni fimm daga í hverri viku þar sem menn vinna á vöktum 16 til 18 tíma á dag, upp­ lýsir Almar Sigurjónsson rekstrar­ stjóri fiskimjölsverksmiðjunnar í samtali við vef HB Granda. mþh Afli í körum hífður upp úr Sturlaugi H. Böðvarssyni í Akraneshöfn á mánudags- morgun. Sturlaugur H. Böðvarsson AK landar öðru sinni á Akranesi Eiríkur Jónsson hefur verið skipstjóri á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK um árabil. Þessi sjón hefur vart sést á Akranesi mörg undanfarin ár. Flutningabílar taka við bolfiski sem landað er úr togara. Þorskurinn er unninn í frystihúsi HB Granda á Akranesi en þar vinna nú um hundrað manns. Ísuðum karfanum er ekið til vinnslu hjá HB Granda í Reykjavík. Runólfur Guðmundsson stjórnar- formaður GRun kom færandi hendi og gaf skólanum fimm Ipad spjaldtölvur. Hér tekur Anna Bergsdóttir skólastjóri við gjöfinni. Grunnskóli Grundarfjarðar fær grænfánann Hressir krakkar með grænfánann. Bílar ÞÞÞ á Akranesi sjá um flutningana á hráefni frá Reykjavík til Akraness. Tankar bílanna eru sérsmíðaðir hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Hér sést einn af bílunum bakka með hráefni upp í verk- smiðjuna. Ljósm. mþh. Taka í notkun nýjan búnað til vinnslu á mjöli og lýsi Almar Sigurjónsson við hluta nýja tækjabúnaðarins í verksmiðjunni á Akranesi. Ljósm: HB Grandi/ESE.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.