Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 19.02.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Fiskibáturinn Magnús SH 205 frá Hellissandi, sem hefur verið í breyt­ ingum hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, var settur á flot snemma síðastliðinn laugar­ dagsmorgun. Endurbætur á skip­ inu hafa tekið langan tíma þar sem eldur kviknaði í því inni í húsi stöðvarinnar 30. júlí síðastlið­ ið sumar. Þrátt fyrir mikið tjón var ákveðið að gera við bátinn og ljúka fyrirhuguðum endur­ bótum. Afturhluti skipsins var lengd­ ur, nýjar innréttingar smíðað­ ar, brú stækkuð og endurnýj­ uð, skipt um allar lagnir, settur niður nýr krani og annar bún­ aður á þilfari, nýtt frammastur, allar lagnir um borð endurnýj­ aðar og bógskrúfu komið fyrir. Má segja að þetta 40 ára gamla skip sé nánast sem nýtt eftir þess­ ar miklu endurbætur. Auk þess að skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts sá um breytingarnar komu fleiri fyrirtæki á Vesturlandi að verkinu. Sem dæmi má nefna að Straumnes á Akranesi sá um raflagnir og Mar­ eind í Grundarfirði um uppsetn­ ingu búnaðar. Báturinn liggur nú við bryggju skipasmíðastöðvarinnar á Akranesi þar sem unnið er að lokafrágangi. Stefnt er að því það þeirri vinnu verði lokið í næsta mánuði. Upphaf­ lega átti breytingum að verða lokið í september á síðasta ári en bruninn setti strik í reikninginn. mþh Að undanförnu hafa forsvars­ menn Faxaflóahafna átt í viðræð­ um við fulltrúa bandaríska fyrir­ tækisins Silicor materials um bygg­ ingu sólarkísilverksmiðju á Grund­ artanga. Um er að ræða mjög stóra verksmiðju á íslenskan mælikvarða, sem gæti framleitt um 16 þúsund tonn af kísil á ári. Gert er ráð fyr­ ir að verksmiðjan yrði 400 manna vinnustaður. „Starfsemin er í sam­ ræmi við það sem við teljum áhuga­ vert verkefni, græn orka nýtt í um­ hverfisvæna starfsemi, mannfrek en hóflega orkukrefjandi auk þess sem henni fylgja flutningar og þörf á hafnaraðstöðu,“ segir Gísli Gísla­ son hafnarstjóri Faxaflóhafna í samtali við Skessuhorn. Eigendur Silicor materials hafa þó ekki einskorðað sig við Grund­ artanga við skoðun á stað fyrir verksmiðjuna. Engu að síður eru þeir að láta vinna umhverfisskýrslu fyrir starfsemina sem vonast er til að verði tilbúin í marsmánuði. „Í þeim mánuði gæti skýr mynd ver­ ið komin á málið,“ segir Gísli hafn­ arstjóri en skipulagsþáttur þess er nú til umfjöllunar hjá umhverfis­, skipulags­ og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Gísli segir að miðað við að málið fái brautargengi hjá sveitarstjórnarmönnum í Hval­ fjarðarsveit og áhuginn haldist hjá eigendum Silicor materials muni þeir taka ákvörðun fljótlega enda stefni þeir að því að hefja fram­ kvæmdir á þessu ári. Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins horfa til Grundartanga m.a. vegna staðsetn­ ingar álvers þar. Framleiðsla kísils­ ins er sérstök að því leyti að efnið er hreinsað með bræddu áli og það selt til framleiðenda sólarrafhlaða. Auk Silicor materials hefur dóttur­ félag Elkem sýnt áhuga á að koma upp sólarkísilverksmiðju á Grund­ artanga. Þá hefur einnig fyrirtæki sem framleiðir víra úr áli spurst fyr­ ir um athafnasvæði þar. þá Verið er að gera miklar breytingar á rekstri félaganna Símans, Skipta og dótturfélaga þess og sameina rekst­ ur undir nafni Símans hf. Einka­ hlutafélagið Míla og Skjámiðlar, sem áður voru í eigu Skipta, verða eftir sameininguna að fullu í eigu Símans hf., hins sameinaða félags. Þetta er gert með fyrirvara um sam­ þykki Samkeppniseftirlitsins. Fyr­ irtækið mun eftir samrunann skil­ greina sig á sviði fjarskipta, upplýs­ ingatækni og afþreyingar. Í raun er hér verið að sameina að nýju ýmsa starfsemi Símans sem splittað var upp á fyrri hluta síðasta áratugar um svipað leyti og ríkið seldi starfsem­ ina og þar með talið grunnnet Sím­ ans haustið 2005. Samhliða þessum breytingum mun Skagamaðurinn Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, hætta hjá félaginu. Sæv­ ar hefur stýrt fyrirtækinu í gegn­ um mikið breytingaskeið í rekstri. Ebita Símans hefur t.d. tvöfald­ ast í forstjóratíð hans. Orri Hauks­ son forstjóri Skipta mun stýra hinu sameinaða félagi. Í tilkynningu frá Skipta er haft eft­ ir Orra Haukssyni að með samein­ ingu náist fram hagræðing í rekstr­ inum. Stefnt sé að skráningu hluta­ bréfa sameinaðs félags í kauphöll á komandi misserum og henti því að breyta skipulagi fyrirtækjanna með þessum hætti áður. „Fjarskipta­ markaðurinn er í örri þróun og það er mikilvægt að fyrirtækin séu í stakk búin til að bregðast hratt við breytingum. Reksturinn verður nú einfaldaður til að geta betur mætt þörfum viðskiptavina á hagkvæman hátt,“ sagði Orri. Hann notaði jafn­ framt tækifærið og þakkaði Sævari Frey Þráinssyni fyrir framúrskar­ andi störf fyrir Símann. „Hann hef­ ur leitt fyrirtækið í gegnum erf­ iða tíma og skilað rekstrarárangri sem lagði grunninn að fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta á sein­ asta ári,“ sagði Orri. Sjálfur kveðst Sævar Freyr fráfarandi forstjóri vera stoltur af þeim árangri sem náðst hefur í rekstri Símans. „Það er nauðsynlegt að einfalda skipu­ lag starfseminnar og aðlaga fyrir­ tækið að breyttum aðstæðum. Ég óska stjórnendum og starfsfólki alls góðs í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru,“ er haft eft­ ir Sævari í tilkynningu vegna sam­ runa fyrirtækjanna. „Með þessari breytingu næst fram aukin hagkvæmni í rekstrinum, tví­ verknaði er eytt og stjórnendum er fækkað. Þá verða boðleiðir styttri og skýr rekstrarleg ábyrgð er nú á einum stað,“ segir stjórnarformað­ ur Skipta í bréfi til starfsmanna. Við skipulagsbreytinguna verður sjálf­ stæði Mílu aukið sem rekstraraðila grunnfjarskiptakerfisins. mm „Þetta er eins og á BSÍ fyrir versl­ unarmannahelgi,“ sagði Sumarliði Ásgeirsson ljósmyndari Skessu­ horns aðspurður um hvernig um­ horfs var í Kolgrafafirði á Snæ­ fellsnesi um helgina þegar hann var á ferðinni. Sumarliði tók með­ fylgjandi mynd sem í senn sýn­ ir háhyrninga fara undir brúnna á fleygiferð og ferðafólk í tugatali raða sér á brúarhandriðið. Vissara er fyrir fólkið að fara varlega enda heita háhyrningar Killer Whales á ensku, grimmustu skepnur haf­ anna. „Þúsundir máva, súlna og æðarfugls eru þarna á sveimi og að minnsta kosti tuttugu ernir. Þarna eru líka fálkar, toppendur, bjart­ mávur, hegrar og ef ég segði strút­ ur þá væri ég að ýkja smá, en ekki mikið,“ sagði Sumarliði í gaman­ sömum tón. Auk háhyrninganna og nefndra fugla eru í firðinum landselir, útselir, hnýsur og höfr­ ungar. Dýralífið er því fjölskrúð­ ugt og má fastlega búast við, þeg­ ar spyrst út, að fleiri áhugaljós­ myndarar fari á svæðið til að festa fjölbreytileikann á filmu. „Miðað við fjöldann eru ferðamennirnir allavega ekki í útrýmingarhættu,“ sagði Sumarliði. mm/ Ljósm. sá. Sólarkísilverksmiðja á Grundartanga myndi skapa mörg hundruð störf Umferð undir og á brúnni Sævar Freyr Þráinsson lætur í kjölfar sameiningarinnar af starfi forstjóra Símans. Unnið að sameiningu Símans, Skipta, Mílu og Skjámiðla Skipið við bryggjuna þar sem unnið er að lokafrágangi. Skoða má fleiri myndir af Magnúsi SH á vef Skessuhorns (skessuhorn. is) í frétt frá 15. febrúar sl. Ljósm. mþh. Magnús SH er kominn aftur á flot Magnús SH flaut út úr skipalyftunni í tunglskini snemma á laugardagsmorgun og var dreginn yfir að bryggjunni þar sem hann liggur nú. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.