Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2014, Page 16

Skessuhorn - 19.02.2014, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Á fundi umhverfis,­ skipulags­ og náttúruverndarnefndar Hvalfjarð­ arsveitar nýverið voru umhverfis­ verðlaunum sveitarfélagsins fyr­ ir árið 2013 afhent. Heiðarskóli; leik­ og grunnskóli sveitarfélags­ ins fékk viðurkenninguna að þessu sinni fyrir öflugt starf á sviði um­ hverfismála á liðnu ári. Voru það nemendur í umhverfisnefnd Heið­ arskóla sem tóku við verðlaununum fyrir hönd skólans síns. Verðlaunin voru að þessu sinni upptrekkt vasa­ ljós sem eiga án efa eftir að koma að góðum notum á „Rafmagnslausa deginum.“ Umhverfisnefnd sveitarfélags­ ins fékk umhverfisnefnd skólans til sín á síðasta fund þar sem verð­ launin voru afhent. „Nefndirn­ ar greindu hvorri annarri frá hlut­ verki sínu og starfi og ræddu vítt og breitt um umhverfismál, flokkun, endurvinnslu og margt fleira. Það var afar ánægjulegt fyrir nefndina að fá þennan glæsilega hóp á sinn fund og ljóst að Hvalfjarðarsveit getur verið stolt af þeirri metnað­ arfullu umhverfisfræðslu sem fram fer í skólum sveitarfélagsins. Við óskum skólanum til hamingju með viðurkenninguna og hlökkum til að fylgjast með starfinu í framtíð­ inni,“ segir í frétt frá umhverfis,­ skipulags­ og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar. mm Á undanförnum árum hafa sauðfjárbændur í auknum mæli látið ómskoða kindur sínar. Í ómskoðun er fóstr­ in í ánum talin um tveimur mánuðum eftir fengitíma. Með þessu veit bóndinn með þokkalegri nákvæmni hvort ærin gengur með eitt, tvö eða þrjú lömb. Auðveldar talningin bænd­ um störfin á sauðburði og eykur nákvæmni í fóðrun. Þegar vitað er hvað ærnar ganga með mörg lömb er t.d. hægt að venja annan tvílemb­ ing undan gemlingi eða þrílemb­ ing undir einlembdu ærnar. Ein­ lemburnar eru þá settar saman í stí­ ur fyrir sauðburðinn og reynt eft­ ir megni að koma lambi til viðbótar undir þær þegar þær sjálf­ ar bera. Slíkt tekst í flestum tilfellum. Loks geta þeir bændur sem eru að temja fjárhunda notað geldu ærn­ ar við æfingarnar. Nú eru ýmsir sem ferðast um sveitir til að ómskoða ær. Í þeirra hópi er Guð­ brandur Þorkelsson sem hér sést við talningu í Eyja­ og Miklaholtshreppi. Van­ ur talningarmaður kemst upp í að ómskoða 100­200 ær á klukkustund, fer eft­ ir aðstæðum í fjárhúsum og mann­ skap. mm/Ljósm. iss Þemadagar fóru fram í Brekkubæj­ arskóla á Akranesi síðustu þrjá daga janúarmánaðar. Hefð er fyrir þema­ dögum í skólanum sem taka mið af einni dyggð sem höfð er í hávegum á hverri önn. Dyggð yfirstandi ann­ ar er „sköpunargleði“ og gerði hún aldeilis vel vart við sig í starfi nem­ enda þessa daga í upphafi þorra. Fyrstu þrjá dagana unnu nemendur margvísleg verkefni tengd sköpun­ argleði en lokadagurinn var nýttur til að kynna afraksturinn. Var for­ eldrum m.a. boðið að kynna sér sköpunargleðina. Nemendur yngsta stigs (1.­4. bekkur) unnu með ýmis ævintýri þar sem hver hópur nálgaðist við­ fangsefnið á sinn hátt. Einn hópur­ inn bjó t.d. til brúður í fullri stærð af helstu persónum Rauðhettu og leikmynd þar við og þá lagði annar hópur undir sig stigagang og þrjár hæðir í túlkun sinni á Jóa og bauna­ grasinu. Á miðstigi (5.­7. bekkur) unnu nemendur í leik­ og myndlist­ arsmiðjum. Þar voru spunnið sam­ an stuttum leikþáttum sem nem­ endurnir sýndu um skólann. Einn hópurinn gerði sér lítið fyrir og setti saman stórskemmtilegan sirkus sem eflaust á eftir að láta meira að sér kveða í starfi skólans í framtíðinni. Á veggjum mátti síðan skoða verk myndlistarfólks í nemendahópnum. Nemendur unglingastigs (8.­ 10. bekkur) unnu einnig mörg ólík verkefni. Gerð voru líkön og leik­ myndir í leir, nemendur líkams­ málaðir á ævintýralegan hátt, tón­ list samin og flutt, handrit samin og stuttmyndir skotnar. Þá var veggur á unglingagangi skreyttur og síð­ ast en ekki síst kökur bakaðar og skreyttar af mikilli list. Allt það list­ fengi nemenda sem þarna leystist úr læðingi gerði það að verkum að sýningardagurinn varð eins konar sambland af fjöllistahátíð og „food and fun“. Nemendur 10. bekkjar settu svo punktinn yfir i­ið með því að starfrækja kaffihús á staðnum þar sem boðið var upp á vöfflur og kaffi til styrktar lokaferð þeirra. hlh/kp Ljósm. Kristinn Pétursson. Útgáfuþjónusta Skessuhorns gefur í byrjun maí næstkomandi út veglegt ferðablað um Vesturland. Vinnsla blaðsins hófst nýverið. Þetta er í fimmtánda skipti sem Skessuhorn gefur út ferðablað um landshlutann. Blaðið kemur út með mikið breyttu sniði að þessu sinni og ber nú titil­ inn „Travel West Iceland – Ferðast um Vesturland.“ Eins og nafnið gefur til kynna verður það jafnt á ensku sem íslensku. Auk nýrra upp­ lýsinga verða kynningartextar frá fyrri árum styttir og þýddir yfir á ensku og lögð áhersla á birtingu og notkun korta, ljósmynda og alþjóð­ legra ferðaþjónustumerkja fremur en lengri texta. Blaðið Tra­ vel West Iceland – Ferðast um Vest­ urland 2014 verð­ ur prentað í 45.000 eintökum og dreift víðsvegar um Vest­ urland, á höfuðborg­ arsvæðinu og á öðr­ um aðkomuleiðum í landshlutann. Upp­ lagið er því helmingi stærra en áður. Blað­ ið verður sem fyrr í A5 broti og allt lit­ prentað. Auglýsendum stendur til boða fjölbreyttir auglýsingakostir í blaðinu. Um sölu auglýsinga og skrán­ ingu þjónustuskrár sér Valdimar Björg­ vinsson í síma 433­ 5509 og á netfanginu valdimar@skessu­ horn.is. Um ritstjórn efnis sér síðan Heiðar Lind Hansson blaða­ maður í síma 433­ 5506 og hlh@skessu­ horn.is. Panta þarf auglýsingapláss og þjónustuskráningar tímanlega eða í síðasta lagi fyrir 5. mars nk. -fréttatilkynning Svipmynd frá fundi umhverfisnefndanna. Ljósm. Hvalfjarðarsveit. Heiðarskóli hlaut umhverfis- verðlaunin Hvalfjarðarsveitar Ómskoðun ein mesta framför í sauðfjárræktinni Vinnsla hafin á nýju ferðablaði: Travel West Iceland – Ferðast um Vesturland 2014 Sköpunargleði réði ferðinni á þemadögum í Brekkubæjarskóla Brúða af Rauðhettu í vinnslu á yngsta stigi. Þessar dömur í 8. bekk buðu upp á arabískan mat. Leikhópur af miðstigi. Nemendur á unglingastigi leggja drög að líkamsmálun.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.