Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 2

Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Fyrir þá sem ætla að fá leigða bústaði hér innanlands í sumarfríinu er ekki seinna vænna en að kanna mögu- leikana hvað það varðar fljótlega. Væntanlega er orðið þröngt á þeim markaði hjá stéttarfélögum og einka- aðilum sem leigja út bústaði. Vestlæg átt virðist að mestu í kortun- um næstu daga. Á fimmtudag er spáð fremur hægri norðvestan- og vestan- átt, dálítil él verða fyrir norðan en skýj- að með köflum syðra. Á föstudag snýst hann um tíma í sunnan- og suðaust- an strekking með rigningu eða slyddu, einkum sunnan- og vestanlands. Suð- vestan 10-15 m/sek og skúrir eða slydduél þar um kvöldið. Þessa daga verði hiti eitt til átta stig. Á laugardag er útlit fyrir norðvestan- og vestanátt með éljum, einkum Norðanlands. Kóln- andi veður. Á sunnudag og mánudag er spáð vestlægri eða breytilegri átt. Víða skúrir eða él, en úrkomulítið aust- an til. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hljópstu 1. apríl?“ Fæstir segj- ast hafa gert það, eða vilja kannski ekki viðurkenna það. Nei sögðu 91,63% og já 8,37%. Í þessari viku er spurt: Hvað hyggstu gera um páskana? Stelpurnar í Snæfelli eru Vestlendingar vikunnar, ekki spurning. Til hamingju nýkrýndir Íslandsmeistarar! Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Leiðrétting Í síðasta tölublaði Skessu- horns birtist viðtal við nokkra nemendur í fram- haldsskólum á Vesturlandi vegna verkfalls framhalds- skólakennara. Ranglega var farið með nafn eins nem- andans. Í greininni er sagt er að hann heiti Almar Knörr Kjartansson en hið rétta er Almar Knörr Hjaltason. Þetta leiðréttist hér með og beðist er velvirðingar á mis- tökunum. –grþ Taldi það aprílgabb LBD: Að kvöldi þriðjudags- ins 1. apríl féll fjórhjól af flutningabifreið á Vestur- landsvegi rétt norðan Borg- arness. Var hjólið aftast á palli flutningabifreiðarinnar og ökumaður hennar veitti því ekki eftirtekt er fjórhjólið féll af bílnum. Árvakur veg- farandi sem mætti flutninga- bifreiðinni og sá hvar fjór- hjólið dróst á eftir með til- heyrandi neistaflugi og lát- um, sneri bifreið sinni við og náði að stöðva flutninga- bifreiðina. Aðilinn sem átti að taka við hjólinu á leiðar- enda taldi þetta vera apríl- gabb og það væri verið að plata sig og neitaði í fyrstu að trúa því að fjórhjólið væri ekki að berast honum norð- ur á Akureyri. Taldi mað- urinn að vinir hans væru að gera grín í honum og fannst „hrekkurinn“ nokkuð góður. Varð lögreglumaðurinn sem var á vakt að hringja tvisvar í manninn til að fullvissa hann um að ekki væri um gabb að ræða. Fjórhjólið er trúlega ónýtt eftir dráttinn. –þá Ýmis mál tengd neyslu AKRANES: Í vikunni var lögreglunni á Akranesi til- kynnt um að bifreið hefði verið stolið. Nokkru síðar fannst bifreiðin við Garða- lund. Kom í ljós að úr henni hafði verið stolið einhverj- um munum sem fundust svo síðar sama dag annarsstað- ar í bænum. Málið telst því upplýst. Þá stöðvaði lögregl- an tvo ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þvagprufa ann- ars sýndi að hann var und- ir áhrifum amfetamíns og kannabisefna auk þess sem á honum fannst hnúajárn. Voru þau haldlögð og mað- urinn handtekinn. Tekin var úr honum blóðprufa og hann svo látinn laus að lok- inni skýrslutöku. Hinn öku- maðurinn sem stöðvaður var af sama tilefni reyndist undir áhrifum kannabisefna. Loks var einn ökumaður stöðvað- ur á miðjum föstudegi vegna gruns um ölvun við akstur. Blés hann í öndunarpróf sem sýndi töluverða ölvun. Var hann handtekinn og færð- ur á lögreglustöð til blóð- töku, en látinn laus að lok- inni skýrslutöku. –þá S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Landssambandi smábátasjómanna barst á mánudaginn tilkynning frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þess efnis að ákveðið hefði verið að dagar á grásleppuveiðum á nýbyrj- aðri vertíð verði 32 eða sami daga- fjöldi og var á vertíðinni í fyrra. Reglugerð þess efnis var síðan gefin út um kvöldið. Í fyrra eins og núna var bráðabirgðaákvörðun um daga- fjölda 20 dagar. Halldór Ármannsson formaður Landssambands smábáta- eigenda var ekki ánægður með þessa ákvörðun þegar Skessuhorn átti tal af honum á mánudaginn. Hann sagði sýnt að fjölgun veiðidaga frá því sem áður hafði verið gefið út, yrði ekki til að hækka verðið sem fengist fyrir hrognin. Í fyrra var verðið fyrir kíló- ið 200 krónur og það lægsta sem sést hefur. Núna voru hrognakaupendur búnir að boða að það yrði um 150 krónur miðað við að dregið yrði úr veiðunum niður í 20 daga, þar sem offramboð væri nú á markaðnum. Halldór sagði að veiðarnar hefðu farið fremur illa af stað á svæðinu sunnan Garðskaga sem og norður og austan með landinu. Á norður- svæðinu hefði ekkert verið að rætast úr, en þessum svæðum mátti byrja að leggja 20. mars. Búið var að leggja net frá þremur bátum sem gera út frá Akranesi, þegar haft var samband við Einar Guðmundsson í vigtar- skúrnum á mánudaginn. Á Faxaflóa- svæðinu mátti byrja að leggja 1. apríl. Einar segir að ágætlega hafi verið að veiðast í netin. Bátarnir væru að fá um og yfir 1500 kíló af grásleppu úr einni lögn, en þeir sem fyrstir lögðu voru búnir að draga netin þrisvar á sjö dögum. þá Síðastliðinn fimmtudag var árs- reikningur Snæfellsbæjar fyrir árið 2013 lagður fram í bæjarstjórn. „Rekstur sveitarfélagsins var góður á árinu,“ segir í tilkynningu. Var rekstrar- niðurstaðan nokkuð betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða jákvæð um 165 millj- ónir króna af samstæðunni. Í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri nið- urstöðu upp á 61,4 milljón króna. Af A-hluta var hún jákvæð um 107,7 milljónir. Skuldahlutfall Snæfellsbæj- ar er 87,62% en samkvæmt sveitarstjórnarlögum má það ekki vera hærra en 150%. Eigið fé sveitar- félagsins í árslok nam 2.390 millljónum króna samkvæmt efna- hagsreikningi og er eiginfjárhlutfall nú 57,44% en var 57,50 árið áður. Heildar skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af reglulegum tekjum standa því nánast í stað. Rekstrartekjur sveitarfélags- ins á árinu námu 1.847 milljón- um króna, samkvæmt samantekn- um rekstrarreikningi fyrir A- og B- hluta, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum upp á 1.735 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.460 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyr- ir rekstrartekjum um 1.387 millj. króna. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu 850,6 millj- ónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins var 147 stöðugildi í árslok. Veltufé frá rekstri var 184 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,38. Handbært fé frá rekstri var 199 millj. króna. Heildareignir bæjar- sjóðs námu í árslok 3.333 millj. króna og heildar- eignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi 4.203 millj. króna. Heild- arskuldir bæjarsjóðs námu 1.419 millj. króna og í samanteknum ársreikningi 1.813 millj. króna. Hækk- uðu skuldir milli ára um 97 milljónir kr. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 261,3 milljón í varanlegum rekstrarfjár- munum og tók ný lán upp á 171,3 millj. króna. Greidd voru niður lán að fjárhæð 165,3 milljónir. Hægt er að nálgast ásreikninginn í heild sinni á heimasíðu Snæfellsbæjar. mm Dögunum fjölgað til grásleppuveiðanna Að undanförnu hafa miklar framkvæmdir staðið yfir við sundlaugina í Ólafsvík. Áætlun gerði ráð fyrir að verkið kosti 160 milljónir króna. Ljósm. af. Rekstrarafgangur Snæfellsbæjar meiri en áætlað var Brúardekkið var steypt skömmu fyrir miðjan marsmánuð. Framkvæmdum að ljúka við smíði nýrrar brúar yfir Reykjadalsá Þessa dagana er framkvæmdum að ljúka við smíði nýrrar brúar yfir Reykjadalsá, rétt við Fellsenda í Miðdölum. Nýja brúin er 32 metra löng með tíu metra breiðu brúar- dekki, þar sem akbraut er níu metr- ar. Hún mun á komandi sumri leysa af hólmi einbreiða brú á Vestfjarða- vegi en vegtenging að nýju brúnni er nú á skrá hjá Vegagerðinni yfir fyrirhugð útboð. Smíði nýju brú- arinnar yfir Reykjadalsá hófst fyr- ir um ári þegar reknir voru nið- ur staurar undir sökkla auk þess sem steyptur var nyrðri sökkullinn. Aðal törnin við brúarsmíðina hófst síðan snemma í nóvember. Sigurð- ur Hallur Sigurðsson brúarsmiður, sem hefur unnið með sinn flokk við brúarsmíðina í vetur, segir að veður hafi á köflum verið ákaflega óhag- stæð, svo sem vegna áhrifa sterkra stormsveipa úr fjallaskörðunum þarna í grenndinni og veðurhæð og úrkoma oft verið mikil. Til að mynda komu brúarsmiðir að fölln- um steypumótum að afloknu jóla- fríi. Tafir urðu því nokkrar við brú- arsmíðina og lýkur henni um það bil mánuði seinna en gert var ráð fyrir ef skilyrði hafðu verið hagstæð í vetur. Dekk brúarinnar var steypt skömmu fyrir miðjan marsmánuð og lokafrágangur stendur yfir þessa dagana. Brúarvinnuflokksins bíður nú áframhaldandi verkefni við end- urbætur á Borgarfjarðarbrúnni. Þar á eftir að endurnýja og styrkja efsta steypulag tæplega helmings brúar- dekksins. þá Hluti brúarvinnuflokksins sem vinnur að frágangi við nýju brúna yfir Reykjadalsá.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.