Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Síða 4

Skessuhorn - 09.04.2014, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Fjárfest í markaðssókn Leiðari Nýverið fór ég á netið og skoðaði fasteignavefina og lagðist í nokkuð ítar- lega skoðun á framboði húsnæðis á Vesturlandi. Eftir því sem lengra leið á þessa skoðun varð ég sannfærðari um eitt; sveitarfélög á Vesturlandi og landshlutinn í heild þarf að koma sér betur á framfæri en gert hefur verið. Það þarf að hefja markaðssókn. Hér eru tugir og jafnvel hundruðir íbúða og einbýlishúsa á sölu í hverju sveitarfélagi, hús eru í niðurníðslu, oft í eigu Íbúðalánasjóðs, og markaðsverð er langt undir byggingarkostnaði. Ég veit vel að þetta er ekki uppbyggjandi tal, en staðreynd engu að síður. Fólks- fækkun mældist á síðasta ári í öllum stærri sveitarfélögunum á Snæfellsnesi en lítilsháttar fjölgaði í Borgarbyggð og á Akranesi. Sveitarstjórnarfólk á nokkrum stöðum talar jafnvel um að fækkun sé orðin það mikil að erfitt sé að halda uppi lögbundnu þjónustustigi. Íbúum fækkar og því hafa þessi sveitarfélög safnað skuldum. Íbúafjöldi á Vesturlandi öllu er sláandi líkur og hann var fyrir fimmtán árum. Í árslok 1998 voru íbúar landshlutans um 14 þúsund, en nú eru þeir 15.441. Þetta er innan við eitt prósent fjölgun að meðaltali á ári. Það sem í hnotskurn hefur gerst á þessum tíma er að fækkað hefur í dreifbýli og sjáv- arþorpunum, en stærri þéttbýlisstaðir hafa tekið við fjölguninni. Mest er þó fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu þar sem sífellt fjölgar fólki jafnvel þótt ekki sé lengur að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Miðað við t.d. sam- göngur og nálægð Vesturlands við stærsta þéttbýli landsins finnst mér um- hugsunarvert af hverju íbúum hefur ekki fjölgað meira á þessu fimmtán ára tímabili en raun ber vitni. Hér erum við víða með fjölbreytt framboð at- vinnu, samgöngur eru góðar, fínir skólar, veðursæld með besta móti, nátt- úrufegurð meiri en gerist og gengur og áfram mætti telja. Einhverra hluta vegna hefur Vesturlandi þó ekki tekist nógu vel upp við að nýta tækifærin, ná eyrum fólks og þar með fjárfesta. Ég er sannfærður um að það er eitt atriði sem skiptir meira máli en núver- andi sveitarstjórnarfólk vill viðurkenna. Það hefur skort á markaðssetningu landshlutans. Í fljótu bragði sýnist mér að nú séu einungis starfandi tveir markaðsfulltrúar í þessum tíu sveitarfélögum á Vesturlandi, þ.e. í Grund- arfirði og Stykkishólmi. Slíka starfsmenn hefur ekki verið að finna í stærstu sveitarfélögunum; Akranesi, Borgarbyggð og Snæfellsbæ. Mér finnst þetta undarleg forgangsröðun. Á Akranesi eru t.d. tugir íbúða til sölu og nýjar húslausar götur með lögnum, bundnu slitlagi og ljósastaurum. Í Borgar- nesi og Snæfellsbæ er að sama skapi mikill fjöldi íbúða og húsa til sölu sem eiga það flest sammerkt að markaðsvirðið er langt undir byggingarkostn- aði. Þegar þannig háttar til er markaðurinn fullur af kauptækifærum. Til að selja vöru eða þjónustu þarf eftir fremsta megni að tryggja að kaupendur viti af að varan sé til. Einfalt lögmál og flokkast undir mark- aðsfræði. Á sama tíma og hundruðir fasteigna, bæði íbúðar- og iðnaðar- húsnæði, eru til á þessum stöðum er lítið sem ekkert gert til að markaðs- setja þessi sveitarfélög og allar þessar fasteignir. Þessi sömu sveitarfélög forgangsraða frekar með þeim hætti að ráða fólk til að sinna hundaeftir- liti, mannréttinda- eða umhverfismálum eða söguritun, svo einhver störf af handahófi séu nefnd. Þetta segi ég hiklaust að sé röng forgangsröðun, með fullri virðingu fyrir öllum þessum störfum. Ef áfram fjölgar hins veg- ar óseldu og/eða ónotuðu íbúðarhúsnæði hafa þessi sveitarfélög á endanum ekkert að gera við hundaeftirlit, starfsfólki við mannréttindamál eða um- hverfisfræðinga. Einna helst að finna þyrfti einhvern til að skrifa lokakafl- ann í sögurituninni! Því skora ég á verðandi sveitarstjórnarfólk á Vestur- landi, hvar í flokki sem það stendur, að setja markaðsstörf í forgang á næsta kjörtímabili. Við þurfum fleiri íbúa og fjölbreytta atvinnu. Markaðsstörf eru ekki fórnarkostnaður, þau eru fjárfesting. Magnús Magnússon. Það var nóg að gera síðastlið- inn laugardagsmorgun hjá Jóni Þór Lúðvíkssyni bakarameistara í Brauðgerð Ólafsvíkur. Þá var hann m.a. að baka hin landsfrægu vínar- brauð. Eins og fram kom í fréttum lét Guðjón Valur Sigursson hand- boltakappi þess getið að hann hefði aldrei fengið eins góð vínarbrauð og í Ólafsvík þegar hann spilaði þar landsleik á móti Pólverjum fyrir ellefu árum. Jón Þór sjá til þess að Guðjón Valur og félagar færu ekki heim með tóman maga eftir lands- leikinn sem spilaður var þar síðar um daginn. af Samskipti Íslendinga og Færeyinga á knattspyrnusviðinu hafa verið mikil um tíðina, ekki síst hafa Ak- urnesingar átt hlut að máli í þeim samskiptum. Gunnar Sigurðsson var sem kunnugt er um langt skeið í knattspyrnuforustunni á Skag- anum. Þegar Gunnar var staddur í Færeyjum um helgina var hon- um veitt gullmerki færeyska knatt- spyrnusambandsins. Með Gunnari í för til Færeyja voru Gísli Gísla- son, sem einnig var lengi formað- ur knattspyrnuráðs Akraness. Gísli sótti í leiðinni aðalfund færeysk- íslenska verslunarráðsins. Einnig voru í vísitasíunni til Færeyja þeir Sveinn Kristinsson og Guðmund- ur Páll Jónsson. Meðal annars var farið í heimsókn til Fuglafjarðar og þar skoðaðar framkvæmdir við byggingu uppsjávarvinnslu þar sem Skaginn smíðar búnað. Hópnum var einnig boðið í móttöku borgar- stjórans í Þórshöfn. þá Gríðarlegt fuglalíf hefur verið við Borgarfjarðarbrú og á miðjum Borgarfirði síðan á laugardaginn. Þúsundir sjófugla eru nú í firðin- um. Sterkar vísbendingar eru um að loðna sé gengin inn á fjörðinn en aðstæður þar eru mjög svipaðar og í marslok 2010 og svipað magn fugls sem sækir í veisluna. Í gærmorgun mátti finna sterka loðnulykt í Borg- arnesi sem bendir til þess að loðnan sé byrjuð að drepast. Að sögn Sig- urðar Márs Einarssonar fiskifræð- ings í Borgarnesi eru allar líkur á að um loðnu sé að ræða. Hrygning loðnu hefst um miðjan febrúar en er að mestu lokið um mánaðamótin mars og apríl. Helstu hrygningar- svæði loðnu við Ísland eru úti fyrir Suður- og Vesturlandi. Að hrygn- ingu lokinni drepst nær öll loðna. Sigurður segir að loðnan sé mik- il búbót fyrir þær mörgu tegund- ir fugla sem gæða sér á henni. Líf- ríkið í Borgarfirði mun því hagnast nokkuð á þessum búhnykk, en ekki skaðast. Ekki eru mörg dæmi um það í seinni tíð að loðna gangi inn í Borgarfjörð með þessum hætti þó það hafi gerst 2010. Heimildir herma þó að um og eftir 1950 hafi verið algengt að finna dauða loðnu í fjörum við Borgarnes. hlh Spölur stefnir nú að kaupum og uppsetningu á slám sem settar verða upp við ytri akreinarnar við gjaldskýli Hvalfjarðarganganna. Slár hafa verið við innri akreinarn- ar frá upphafi. Hugmynd um slár á ytri akreinarnar kom upp árið 2008 en þá var hætt við kaup á þeim sök- um hás kostnaðar. Fyrir nokkrum mánuðum var verkefnið tekið aftur til skoðunar og komist niður á mun ódýrari lausn. Að sögn Gylfa Þórð- arsonar framkvæmdastjóra Spalar eru einkum tvær ástæður fyrir því að komið verður upp slám á ytri ak- reinunum. Annars vegar aka sumir þeirra ökumanna sem hafa veglykla í bílum sínum alltof hratt framhjá gjaldskýlinu með tilheyrandi slysa- hættu. Dæmi eru um að menn aki á 60-70 km hraða á klst. og jafn- vel hraðar. Í öðru lagi segir Gylfi að brögð hafi verið að því alla tíð að menn hafi ekið á ytri akreinunum án veglykils eða með veglykil sem hefur verið lokað vegna vanskila. Hefur það skapað talsverða vinnu og kostnað við innheimtu, oft án árangurs. „Slárnar munu opnast eðlilega og tímanlega hjá þeim sem eru með virka veglykla eins og við sjáum ger- ast um alla Evrópu þar sem slár eru við gjaldstöðvar. Slárnar hjá okkur verða uppi þegar umferðin er mest á sumrin og útirukkun er í gangi. Því verða því engar tafir á umferð vegna slánna,“ segir Gylfi. mm Gunnari veitt gullmerki færeyska knattspyrnusambandsins Fulltrúi færeyska knattspyrnusam- bandsins nælir gullmerkinu í barm Gunnars. Slár verða settar upp við ytri akreinar gjaldskýlisins Jón Þór með vínarbrauðin rétt áður en hann fór með þau í íþróttahúsið. Bakaði fyrir landsliðsstrákana Loðna gengin inn á Borgarfjörð Fjöldi fugla hefur verið slíkur í Borgarfirði að sandrif fjarðarins hafa litast hvít af fugli.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.