Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 6

Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Útboðsskilmál- um breytt REYKHOLT: Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að heimila breytingu á auglýstu útboði vegna framkvæmda á bílaplani við Reykholtskirkju. Að sögn Páls S. Brynjarsson- ar sveitarstjóra er tilefnið ósk- ir heimamanna í Reykholti um að bílaplanið verði malbikað, en frá þeim var greint í síðasta Skessuhorni. Í útboðslýsingu fyrir verkið var gert ráð fyrir að lögð yrði tvöföld klæðning á planið með olíumöl, en heima- menn töldu að olíumöl væri ekki hentugt efni á þessum stað. Forsendum útboðsins var því breytt á þann veg að óskað verð- ur bæði eftir tilboðum í malbik- un og tvöfalda klæðningu. Til- boðsfrestur var því framlengdur til dagsins í dag, en átti að renna út á föstudaginn í liðinni viku. Eftir að tilboð verða opnuð seg- ir Páll að haft verði samráð við staðarhaldara í Reykholti um hvor leiðin verði farin. Fram- kvæmdir eiga að hefjast í vor. –hlh Vill breyta sal í íbúðir AKRANES: Skipulags- og um- hverfisnefnd Akraneskaupstað- ar hefur borist fyrirspurn varð- andi Þjóðbraut 1, sem er fjöl- býlishús Búmanna, en í það fé- lag geta 50 ára og eldri gengið. Fyrirspurnin er um hvort feng- ist að breyta sal á 2. hæð húss- ins í fjórar íbúðir. Íbúðafjöldi í húsinu myndi við það breytast úr 38 í 42. Um er að ræða ófrá- genginn sal, alls 246,2 fm og tvö þjónusturými sem eru sam- tals 85,2 fm. Skipulags- og um- hverfisnefnd tekur jákvætt í er- indið og leggur til við bæjar- stjórn að fyrirspyrjanda verði heimilað að leggja fram breyt- ingu á deiliskipulagi. -þá Tekinn á 165 LBD: Ökumaður fólksbifreiðar var stöðvaður sl. föstudag í Borgarnesi grunaður um ölv- un við akstur. Var ökumaðurinn ásamt farþega, sem einnig var ölvaður, færður á lögreglustöð- ina í Borgarnesi þar sem blóð- sýni og framburðarskýrsla voru tekin. Voru þeir síðan frjálsir ferða sinna en lyklar bifreiðar- innar geymdir á lögreglustöð- inni. Alls komu 54 mál og verk- efni inn á borð lögreglunnar síðustu viku. Þar á meðal að ung kona féll af hestbaki við hest- húsahverfið í Borgarnesi. Að sögn lögreglu er líklegt að kon- an hafi fótbrotnað við fallið en hún var flutt með sjúkrabifreið af vettvangi. Um liðna helgi var erlendur ferðamaður stöðvaður á Snæfellsnesvegi fyrir of hrað- an akstur. Ók hann á 165 km/ klst og var stöðvaður við Syðstu - Garða. Var honum gert að staðgreiða 105.000 krónur í sekt. Að sögn lögreglunnar var mikið um það síðustu vikuna að ökumenn gleymdu sér í vor- blíðunni og ækju of greitt. Alls voru 26 ökumenn stöðvaðir fyr- ir þá sök að stíga of fast á „pinn- ann.“ Flestir þeirra nýttu sér þann möguleika að staðgreiða sekt sína í lögreglubifreiðinni og ganga þannig strax frá sín- um málum. Enda um 25% stað- greiðsluafslátt að ræða. –þá Síldin fannst í Kolluál SNÆFELLSNES: Stór hluti íslensku sumargotssíldarinn- ar sem saknað var á vertíð- inni í vetur fannst í Kolluál út af Snæfellsnesi í síðustu viku. Það var áhöfn rannsókna- skipsins Bjarna Sæmundsson- ar og tvö uppsjávarveiðiskip, Ásgrímur Halldórsson og Há- kon, sem fundu síldina og er magnið metið um 200 þúsund tonn. Talið er að síldin hafi haldið sig í álnum í vetur og nú nýlega komið upp á grunn- ið. Síldin er feit og falleg og náðu skipin þremur skips- förmum. Fiskifræðingar segja heppilegt að síldin hafi fund- ist núna, reyndar við loðnu- leit. Annars hefði stofnstærð væntanlega verið metin minni en raunin er, sem hefði þýtt minna magn til úthlutunar á næstu síldarvertíð. –þá Tölva brann yfir BORGARNES: Starfsemi sundlaugarinnar í Borgarnesi raskaðist nokkuð um síðustu helgi eftir að tölva sem stýrir vatnsrennsli á útisvæði laug- arinnar brann yfir sl. föstu- dagsmorgun. Ástæðan var raf- magnsleysi sem varð upp úr kl. 9 þennan morgun í Borg- arnesi sem tengdist vinnu við tengivirkið í aðveitustöðinni á Vatnshömrum í Andakíl. Að sögn Ingunnar Jóhannes- dóttur forstöðumanns íþrótta- mannvirkja hjá Borgarbyggð þurfti að loka útisvæðinu fram á sunnudag, en þá var komið eðlilegt rennsli í útilaugina og einn heitan pott. Hinir tveir pottarnir voru loks opnaðir á mánudaginn. Ingunn sagði að óhappið hafi sett talsvert strik í reikninginn enda var haldið upp á enduropnun innilaugar- innar og þreksalar íþróttamið- stöðvarinnar á laugardaginn. –hlh Vegna breyttrar starfsemi í Eyr- byggju sögumiðstöð við Grund- argötu 35 í Grundarfirði efndi Grundarfjarðarbær til hugmynda- samkeppni um nýtt nafn á Sögu- miðstöðina. Markmið samkeppn- innar var að fá nafn sem myndi fanga starfsemi hússins sem gegn- ir nú hlutverki menningar- og sam- félagsmiðstöðvar bæjarins. Bóka- safnið er sjálfstætt starfandi í hús- inu og skipar stóran sess í vetrar- starfi þess ásamt samverustundum ýmissa félaga í bænum. Þá hefur ljósmyndasafn Bærings Cecilsson- ar og Eyrbyggja sögumiðstöð sinn stað í húsinu. Eyrbyggja Sögumið- stöð ber áfram ábyrgð á sýningar- haldi tengdu uppbyggingu og sögu Grundarfjarðar en í húsinu er að finna bátinn Brönu, verkstæði með gömlum munum ásamt leikfanga- safninu Þórðarbúð. „Alls bárust 49 hugmyndir frá 23 aðilum. Mikill meirihluti inn- sendra tillagna hljóðaði upp á að húsið héldi nafninu Sögumiðstöð- in. Bæjarstjórn tók málið fyrir á fundi nýverið þar sem samþykkt var samhljóða að nafn upplýsinga- og menningarmiðstöðvar Grund- arfjarðar yrði Sögumiðstöðin,“ seg- ir í frétt frá sveitarfélaginu. grþ Sögumiðstöðin heldur nafni sínu Athafnamaðurinn Pétur Geirs- son, kenndur við Hótel Borgarnes og fjölskylda hans, áformar nú að koma á legg nýrri ferðaþjónustu í Botnsskála í Hvalfirði. Pétur hefur átt skálann um langt árabil en hann rak þar verslun og veitingasölu á árum áður, eða frá 1966 og fram undir síðustu aldamót. Botnsskála var lokað árið 1997 eða um svipað leyti og gerð Hvalfjarðarganga var komin á lokastig. Þá var einnig búið að færa þjóðveginn frá þannig að hann lá ekki lengur í gegnum hlað- ið á skálanum. Enginn rekstur hef- ur verið í skálanum síðan. Í samtali við Skessuhorn sagði Pétur að hann hafi í hyggju að opna gistiaðstöðu í Botni og tengda ferðaþjónustu. Það hafi í raun staðið til frá því skálan- um var lokað á sínum tíma en nú horfi svo við að ný tækifæri bjóðist og umhverfi ferðaþjónustunnar að breytast. Nágrenni skálans, Botns- dalur og Hvalfjörður, hafi t.d. mik- ið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar eru vinsælar og góðar göngu- leiðir, tindar með frábæru útsýni til að ganga upp á eins og Botnssúlur og síðast en ekki síst Glymur, hæsti foss Íslands. Pétur segir að ein af forsendum þess að byggja upp þjónustu á nýjan leik í Botnsskála sé sú að þar komi ljósleiðaratenging, en Hvalfjarð- arsveit vinnur nú að því að ljós- leiðaravæða sveitarfélagið að öll- um lögbýlum í sveitarfélaginu. Ný- lega sótti Pétur um til sveitarstjórn- ar að flytja lögheimili sitt í Botns- skála, en umsókn hans var hafnað sökum þess að lóð skálans er skipu- lögð sem verslunarlóð. Beiðnin um lögheimilið tengist óbeint þess- um áformum að hans sögn. Mál- inu væri hins vegar ekki lokið enda telur Pétur góðan grundvöll fyr- ir ferðaþjónustu á staðnum. Sam- kvæmt þessu er nauðsynlegt að fara út í breytingu á skipulagi. hlh Pétur vill opna Botnsskála á nýjan leik Botnsskáli má muna sinn fífil fegurri, en graffiti „listamenn“ hafa komið þar við sögu nýlega. Ljósm. gó.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.