Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Rýmum á Brák- arhlíð fjölgaði BORGARNES: Þriðjudaginn 1. apríl sl. breyttist samsetn- ing rýma á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Brákarhlíð í Borg- arnesi. Samhliða fjölgaði rým- unum um þrjú. Fyrir breytingu var Brákarhlíð með 32 hjúkrun- arrými, 18 dvalarrými og þrjú dagdvalarrými. Eftir breytingu eru 35 hjúkrunarrými, 17 dval- arrými og dagdvalarrými eru orðin fjögur. -mm Einu fleira hjúkrunarrými SNÆFELLSBÆR: Velferð- arráðuneytið hefur heimilað að frá síðustu mánaðamótum verði hjúkrunarrýmum á Dvalarheim- ilinu Jaðri í Ólafsvík fjölgað um eitt, úr tíu í ellefu. Þegar ákvörð- un var tekin um stækkun Jaðars var samið um það milli Snæfells- bæjar og ríkisins að hjúkrunar- rýmin yrðu 12 á Jaðri. Nú vantar því eitt rými uppá að það fyrir- heit sé efnt. Við þessa breytingu styttist biðlisti á Jaðar og dregur úr tapi af starfseminni samhliða bættri nýtingu. –mm Stýringu komið á dælingu GRUNDARFJ: Stjórnend- ur Orkuveitu Reykjavíkur hafa ákveðið að nú á vordögum verði komið upp stýringu við dælingu úr borholum fyrir vatnsveituna í Grundarfirði. Þetta á að leiða til öruggari afhendingar neyslu- vatns frá miðlunartanki ofan við byggðina. Með stýringunni verð- ur dælingu hætt þegar miðlun- artankurinn verður orðinn fullur, en nú og áður flæddi vatnið upp úr tankinum engum til gagns og sumum jafnvel til óþæginda. Þeg- ar vatnsskortur varð í Grundar- firði á tímabili í þurrkum í vetur var ástæðan rakin til þess að við dælingu komst loft inn á kerfið. Gerðar voru lagfæringar á búnaði og það tryggt að þetta endurtæki sig ekki. –þá Tæplega ein sala á dag VESTURLAND: Á Vestur- landi var 29 samningum um húsnæði þinglýst í marsmánuði. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um eignir í sérbýli og 6 samn- ingar um annars konar eign- ir. Heildarveltan var 585 millj- ónir króna og meðalupphæð á samning 20,2 milljónir króna. Af þessum 29 samningum voru 11 samningar um eignir á Akra- nesi. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli og 3 samn- ingar um eignir í sérbýli. Heild- arveltan var 164 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,9 milljónir króna. –mm Verið að jafna álag BORGARFJ: Rafmagn fór að Borgarnesi, Hvanneyri og Skorradal rétt upp úr klukkan 9 sl. föstudagsmorgun í skamma stund. Var verið að færa til álag í dreifikerfinu, segir í tilkynningu frá Rarik. „Tengist þetta vinnu við tengivirkið í aðveitustöð- inni á Vatnshömrum, þar sem verið er að bæta við spenni til að anna aukinni aflþörf á svæð- inu. Raforkunotendur er beðn- ir velvirðingar á þeim óþægind- um sem straumleysið hafði í för með sér,“ sögðu Rarikmenn. Breytt dagskrá briddsara BORGARFJ: Síðastliðið mánu- dagskvöld var spilaður einmenn- ingur hjá Briddsfélagi Borgarfjað- ar í Logalandi. Um var að ræða fyrra kvöld af tveimur í einmenn- ingskeppni félagsins. Tuttugu spil- arar mættu til leiks og voru spilað- ar 12 umferðir með tvö spil á milli para. Heiðar í Múlakoti fór ham- förum framan af kvöldi og stakk aðra og reyndari spilara af, en dal- aði svo þegar á leið en hélt þó topp- sætinu. Verður reyndar að deila því með Sveinbirni nautahirði. Í þriðja sæti er svo Binni í Hlöðutúni. Næst verður spilaður tvímenningur þrátt fyrir áður auglýstan einmenning. Félagar úr Briddsfélagi Hólmavíkur ætla að koma og etja kappi við Borg- firðinga og nærsveitunga. Því er um að gera að fjölmenna í Logaland á síðasta tvímenning vorsins, segir í tilkynningu frá Ingimundi Jónssyni fjölmiðlafulltrúa BB. Spiluð verða forgefin spil og líklega með Mon- rad keppnisformi. Seinni hluti ein- menningsins verður svo spilaður þríðjudaginn eftir páskana. –mm/ij Samstarf um doktorsverkefni STYKKISH: Bæjarstjórn Stykk- ishólms hefur samþykkt samstarf um doktorsverkefni til þriggja ára milli sveitarfélaganna á norðan- verðu Snæfellsnesi við Matís. Stykk- ishólmsbær greiðir í hlutfalli við íbúafjölda, á bilinu sexhundruð til sjöhundruð þúsund kr. á ári. Verk- efnið fjallar um vistvænt hráefni í fiskafóður úr lífríki Breiðafjarðar. Markmið verkefnisins er að greina van- eða ónýtta hráefnisstrauma og lífefni úr umhverfi Breiðafjarð- ar. Vitneskjan úr þeirri greiningu verði nýtt til að þróa óhefðbundið og umhverfisvænt hágæða fiskafóð- ur og koma upp neti hagsmunaaðila um verkefnið á svæðinu. –þá Aflatölur fyrir Vesturland 29. mars - 4. apríl. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 23 bátar. Heildarlöndun: 4.137.613 kg. Mestur afli: Ingunn AK: 1.839.763 kg í einni löndun. Arnarstapi 16 bátar. Heildarlöndun: 76.080 kg. Mestur afli: Bárður SH: 23.133 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 224.210 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.108 kg í einni löndun. Ólafsvík 17 bátar. Heildarlöndun: 187.304 kg. Mestur afli: Bárður SH: 44.864 kg í fimm löndunum. Rif 16 bátar. Heildarlöndun: 391.761 kg. Mestur afli: Magnús SH: 102.877 kg í sex löndunum. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 11.484 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 4.350 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Ingunn AK – AKR: 1.839.763 30. mars 2. Lundey NS – AKR: 1.120.088 3. apríl 3. Faxi RE – AKR: 1.115.001 2. apríl 4. Tjaldur SH – RIF: 78.754 2. apríl 5. Hringur SH – GRU: 65.108 1. apríl mþh Verslunarstjóra Dag ur í lífi... Nafn: Gunnar Ragnarsson Starfsheiti/fyrirtæki: Versl- unarstjóri hjá Samkaup Úrval í Grundarfirði. Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý í Grundarfirði, á fjögur börn og einn Tópas. Tópas er hundur- inn minn. Áhugamál: Ætli það sé ekki golf- ið og bara lífið. Vinnudagurinn: Þriðjudagurinn 1. apríl 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Ég mæti í vinnuna um áttaleytið. Fyrstu verk eru bara að hittast og fá sér kaffi og svo að taka á móti vörum. Klukkan 10: Upp úr kl. 10 mæti ég alltaf á morgunfund. Þá hitt- umst ég, Sverrir, Svanur og Guð- mundur og ræðum mál líðandi stundar. Hádegið: Í hádeginu er bara ver- ið að vinna, það er mest að gera í hádeginu. Við borðum eiginlega ekki fyrr en eftir hádegi. Þá fær maður sér eitthvað snarl. Klukkan 14: Það er verið að skipta um hillulista í búðinni og ég fór í það eftir hádegið. Hvenær hætt og síðustu verk? Ég kvaddi liðið og læddist út. Það var svo gott veður í gær þannig að ég stalst héðan svona hálf fimm og fór beint í golf. Þar hitti ég hann Bent og við erum alltaf að keppa í golfi. Í gær var jafntefli. Fastir liðir alla daga? Ætli það sé ekki að taka á móti vörum, þá kemur Svenni með vörurnar. Hvað stendur upp úr eft- ir vinnudaginn? Það sem stend- ur upp úr eftir vinnudaginn var að það var 1. apríl. Það vinn- ur hér ungur maður, Samúel. Ég var alltaf að kíkja eftir hon- um um morguninn. Ég var búinn að segja honum að fara í bank- ann og ná í tösku þangað en hann þekkti mig það vel að átta sig á að það var aprílgabb. En ég náði að plata hann á endanum. Þá sendi ég hann niður í leikskóla til að ná í bók. Hann fattaði það rétt áður en hann var kominn þangað en mér tókst að láta hann hlaupa, út á það gengur þetta. Var dagurinn hefðbundinn? Nei, það var fyrsti apríl. Sonur minn hringdi í mig frá Reykjavík og bað mig að ná í varahlut nið- ur á verkstæði. Ég áttaði mig á því að það væri gabb. En klukkan 22 var ég plataður. Dóttir mín var á bílnum mínum og hringdi í mig. Hún sagðist vera fyrir utan bæinn og að það heyrðist eitthvað hljóð í dekkinu og að það væri vind- laust. Ég hljóp til og keyrði síma- laus út í sveit en fann engan þar. Ég keyrði þá hring í kringum bæ- inn og fór svo heim. Það fyrsta sem ég sá var að það var ósvarað símtal í símanum mínum. Það var dóttir mín sem hringdi til að segja „1. apríl!“ Þarna var ég gripinn rétt áður en deginum lauk. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði árið 2005, fyr- ir 9 árum. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Ég er sáttur. Þetta er frekar gef- andi starf. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, ég hlakka yfirleitt til. Eitthvað að lokum? Nú er ég á leið í afmæli klukkan 4 og líkleg- ast fer ég út á golfvöll eftir það og horfi svo á leik í kvöld. Það er nóg að gera. Danshópurinn Sporið mun halda örnámskeið í gömlu dönsunum og þjóðdönsum, laugardaginn 12. apríl nk. að Kalmansvöllum 1 (áður Nettó) á Akranesi. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 14 til 16. Kenn- ari verður Ásrún Kristjánsdótt- ir danskennari og félagi í Sporinu og henni til aðstoðar verða pör úr danshópnum. Tilgangurinn með þessu framtaki er að kynna gömlu dansana og íslenska danshefð en danshópurinn hefur um langt skeið æft og sýnt íslenska þjóðdansa, jafnt innanlands sem utan. Verð er 1000 krónur á mann. Áhugasamir tilkynni þátttöku með því að senda tölvupóst á kal- manlistafelag@gmail.com eða hringja í Svein Arnar í síma 865- 8974. -fréttatilkynning Á undanförnum dögum hafa alls borist um fjögur þúsund tonn af kolmunna til fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi. Þar hefur því að undanförnu verið unnið all- an sólarhringinn á tveimur tólf tíma vöktun. Stóra verksmiðjan er keyrð á fullum afköstum vegna bræðslu á kolmunna en ný framleiðslulína, sem tekin var í notkun fyrir nokkru, er hins vegar nýtt til framleiðslu á beinamjöli. Almar Sigurjónsson, rekstrar- stjóri verksmiðjunnar, segir á vef fyrirtækisins að Ingunn AK hafi komið með um 1.800 tonna kol- munnaafla til Akraness í síðustu viku og í kjörfarið fylgdu Faxi RE og Lundey NS með um 1.100 tonn hvort skip. Ingunn er nú í sinni annarri veiðiferð og er skipið statt í færeysku lögsögunni. Löndun úr Faxa lauk á fimmtudag og er skipið farið frá Akranesi. ,,Löndun á afla Lundeyjar lauk á föstudag og ef að líkum lætur mun það taka okkur tvo sólarhringa að vinna þann afla. Kolmunninn er frekar magur um þessar mundir og lýsisframleiðsla er í samræmi við það,“ segir Almar en að hans sögn vinna fimm manns við stóru verksmiðjuna á hvorri vakt. Hann reiknar ekki með því að fá meira af kolmunna til bræðslu á næstunni enda sé verksmiðjan á Vopnafirði að komast í gang að nýju eftir stækkun og endurbætur og notar þar að auki eingöngu inn- lenda orkugjafa að öllu jöfnu. ,,Þeir á Vopnafirði liggja betur við miðunum og við fáum vænt- anlega ekki meira af kolmunna hingað nema það verði þeim mun meiri kraftur í veiðunum,“ segir Almar, en samkvæmt upplýsing- um hans var unnið úr um 10.000 tonnum af skorinni loðnu á Akra- nesi á meðan hrognatöku og fryst- ingu stóð. mm Kalman-listafélag rifjar upp gömlu dansana Stöðug vinnsla í fiskmjölsverksmiðjunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.