Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is VAKTSTJÓRI Í KERSKÁLA VERKSVIÐ OG ÁBYRGÐ: • Umsjón með daglegum rekstri vaktarinnar • Öryggismál • Mannauðsmál vaktarinnar • Umsjón og eftirlit með tækjabúnaði • Skýrslugerð og tölfræðileg úrvinnsla • Þátttaka í stefnumótun og ýmsum sameiginlegum verkefnum innan fyrirtækisins Norðurál leitar að metnaðarfullum og reyndum stjórnanda í kerskála fyrirtækisins. Um er að ræða framtíðarstarf við margþætt og krefjandi verkefni. Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endurmenntun og starfsþróun, frábæran starfs anda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska er í fyrirrúmi. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun • Menntun á tæknisviði, vélfræðimenntun eða sambærileg menntun • Öryggisvitund og snyrtimennska • Færni í mannlegum samskiptum • Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi æskileg • Góð íslensku- og enskukunnátta • Góð tölvukunnátta Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa rúmlega 500 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. Umsóknarfrestur til og með 13. apríl. Leggja skal inn umsókn á www.nordural.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Almennar upplýsingar um starfið veitir Valka Jónsdóttir, starfsmannastjóri, í síma 430 1000. Umsóknir um styrki Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2014 vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála. Umsókn þarf að vera skrifleg með upplýsingum um tilefni styrkbeiðni, tíma- og verkáætlun verkefnis, önnur fjármögnun sem tengist verkefninu og hvort sótt hafi verið um styrki eða þeim verið úthlutað annars staðar frá vegna viðkomandi verkefnis. Með umsóknir verður farið samkvæmt reglum um styrkumsóknir sem samþykktar voru í bæjarráði 22. október 2013. Reglurnar eru aðgengilegar á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2014 Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Góðir gestir, langt að komnir, komu nýverið í heimsókn í Klepp- járnsreykjadeild Grunnskóla Borg- arfjarðar. Á ferð voru 16 unglingar ásamt tveimur kennurum frá Rayan International Scholls í Mubai á Ind- landi. Mánudaginn 24. mars fluttu gestirnir kynningu um heimaland sitt, héldu örnámskeið í Bolywood dansi og buðu síðan uppá skraut- lega danssýningu. Er þetta í ann- að skipti sem komið er með hóp af nemendum frá skólanum til Íslands í svokölluð menningar-skipti (cult- ural excange). Á síðasta ári heim- sótti hópurinn Hlíðarskóla. Gest- irnir komu í Borgarfjörðinn föstu- daginn 21. mars og var hópnum skipt niður á heimili nemenda og kennara GBF, sem af rausnarskap opnuðu heimili sín fyrir þeim. áhs Gestirnir ásamt skólastjórnendum og fulltrúum nemenda á Kleppjárnsreykjum. Indverskir nemendur í menningarferð Litríkur klæðnaður einkennir oft indverskar blómarósir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.