Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 13
13MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Framtíð fyrir
brothættar byggðir
Byggðastofnun hefur frá árinu 2012 staðið fyrir
verkefninu „Brothættar byggðir“ þar sem unnið er að
bættri stöðu byggðarlaga í vanda með víðtæku
samstarfi við íbúa, sveitarfélög, atvinnuþróunarfélög,
landshlutasamtök sveitarfélaga og fleiri aðila.
Meginmarkmið verkefnisins á hverjum stað eru
skilgreind af verkefnisstjórn á grundvelli umræðna
og forgangsröðunar á íbúaþingum sem ætlað er að
virkja frumkvæði íbúa og samtakamátt. Nánari
verkefnislýsingu má finna á vef Byggðastofnunar
www.byggdastofnun.is.
Verkefnið nær nú til Bíldudals í Vesturbyggð,
Breiðdalshrepps, Raufarhafnar í Norðurþingi og
Skaftárhrepps en svigrúm er til þess að færa verkefnið
út til nokkurra fleiri byggðarlaga. Umsókn þarf að vera
sameiginleg frá sveitarfélagi, landshlutasamtökum
sveitarfélaga/atvinnuþróunarfélagi og íbúasamtökum,
þar sem þau eru til staðar.
Umsóknum skal skila til Byggðastofnunar fyrir 15. maí
næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir,
þróunarsviði Byggðastofnunar, s. 455 5400 og
netfang, sigga@byggdastofnun.is.
ÚTBOÐÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
81x120 mm
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Útboð 15616
Skólaakstur í Hvalfjarðarsveit
Númer útboðsins misritaðist í seinasta tölublaði.
Ríkiskaup, fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar, óska eftir
tilboðum í skólaakstur með nemendur Heiðarskóla.
Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem
eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa.
Tillaga um hvernig skipa ætti stjórn
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
hlaut ekki hljómgrunn á aðalfundi
samtakanna sem haldinn var á Hót-
el Borgarnesi föstudaginn 28. mars
sl. Níu sveitarfélög innan SSV, öll
nema Akranes, vildu fara þá leið að
öll tíu sveitarfélögin ættu aðkomu
að stjórn SSV. Í lagabreytingun-
um sem lagðar voru fyrir þing-
ið gerði stjórn SSV tillögu um
að sveitarfélag með yfir 3000
íbúa eigi tvo fulltrúa í stjórn,
sveitarfélag með 300-3000 íbúa
eigi einn fulltrúa og sveitarfé-
lag með undir 300 íbúum eigi
einn áheyrnarfulltrúa. Þar með
hefðu fulltrúar í stjórn SSV
orðið níu talsins, auk áheyrn-
arfulltrúanna. Ekki náðist sátt á
þinginu um þessa lagabreytingu
og var því frestað til aðalfund-
ar næsta haust að ákvarða hvern-
ig staðið verði að stjórnarskipan í
SSV. Fyrir lá að hvort eð er yrði að
fresta því að kjósa nýja stjórn sam-
takanna, þar sem að nýjar sveitar-
stjórnir verða kosnar í vor.
Þetta er í fyrsta sinn sem aðal-
fundur SSV er haldinn svo snemma
árs, en það gerist í kjölfar skipulags-
breytinga sem samþykktar voru á
framhaldsaðalfundi í nóvember síð-
astliðnum. Þar var ákveðið að aðal-
fundur SSV og tengdra félaga verði
framvegis haldinn sama daginn fyrir
apríllok, en málþing um hagsmuna-
mál sveitarfélaganna á Vesturlandi
verði svo haldið að haustinu. Aðal-
fundir félaganna voru einnig haldn-
ir í Hótel Borgarnesi á föstudaginn
og eina praktíska málið, ef svo má
segja sem ekki tókst að ljúka þenn-
an dag og tengist umræddum skipu-
lagsbreytingum, var hvernig standa
eigi að skipan stjórnar SSV í fram-
tíðinni. Gunnar Sigurðsson, for-
maður stjórnar SSV, segir að vissu-
lega hafi það ollið vonbrigðum að
ekki skuli hafa tekist að ljúka mál-
inu varðandi skipan stjórnar, eft-
ir að það hafi verið rækilega kynnt
fyrir öllum fulltrúum nokkru fyr-
ir aðalfundinn. Það sem standi eft-
ir varðandi umræddar skipulags-
breytingar séu vel heppnaðir að-
alfundirnir stofnana og félaga sem
tengjast SSV, svo sem Heilbrigðis-
eftirlitsins, Símenntunarmiðstöðv-
ar og Markaðsstofu Vesturlands
sem SSV yfirtók með kaupum um
síðustu áramót. Þá hafi Menning-
arráð Vesturlands verið lagt nið-
ur um síðustu áramót og stjórn
SSV tekið við hlutverki þeirr-
ar stofnunar. Stjórnin hafi kos-
ið þrjá fulltrúa vítt og breytt af
svæðinu til að vera menningar-
fulltrúa til ráðgjafar við úthlut-
un styrkja til menningarmála.
Hörður Helgason er formað-
ur nefndarinnar og með hon-
um Helena Guttormsdóttir og
Dagbjört Höskuldsdóttir.
Fram kom í skýrslu formanns
SSV á aðalfundinum að mikil
óvissa væri nú um marga þætti
er snéru að ríkisvaldinu svo sem
sóknaráætlun og menningarsamn-
ing. Útlit væri fyrir að framlag rík-
isins til menningarsamnings myndi
minnka um 7,7 milljónir króna í
stað þess að áætlað var að skerðing-
in yrði 2,7 milljónir. Það stefndi því
í að niðurskurðurinn til menning-
arsamnings yrði nær 30% en ekki
10% eins og gert var ráð fyrir. Þetta
væri afar bagalegt sem og óvissan
um svör frá ráðuneytum þegar um-
sóknir lægju fyrir og verkefni stopp
af þeim stökum. þá
Ferðamenn fara í vaxandi mæli
á Snæfellsnes. En hvar skyldu
þeir helst taka ljósmyndir? Á vef
Svæðisgarðs Snæfellsness er þessa
skemmtilegu mynd að finna. Hún
sýnir hvar vinsælast er að taka ljós-
myndir á Snæfellsnesi. Kortið sýn-
ir hvar 4.500 hnitsettar ljósmyndir
sem birtar hafa verið á Flickr ljós-
myndavefnum með merkinu „Snæ-
fellsnes“ eru teknar. Samkvæmt
þessu er ferðafólk út um allt á Snæ-
fellsnesi.
mm
Ekki náðist sátt um hvernig skipa
ætti stjórn á aðalfundi SSV
Víða teknar myndirnar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Frá 7. maí 2014 verður einnig hægt að greiða atkvæði á eftirtöldum stöðum:
skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2 í Grundarfjarðarbæ, á miðvikudögum og
fimmtudögum milli kl. 17.00 og 19.00
skrifstofu sýslumanns, Bankastræti 1a í Snæfellsbæ, á mánudögum milli kl. 10.00 og 15.00 og
fimmtudögum milli kl. 11.00 og 14.00
skrifstofu hreppsstjóra, Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi, á fimmtudögum milli kl.12.00 og 13.00
Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara
samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.
Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
Stykkishólmi, 7. apríl 2014
Sýslumaður Snæfellinga.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnar-
kosninga sem fara fram 31. maí 2014 er hafin. Hjá
sýslumanni Snæfellinga fer atkvæðagreiðslan fram á
skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 í Stykkishólmi,
milli kl. 10.00 og 15.00 alla virka daga til kjördags.