Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi var
kynntur á opnum fundi í Garðakaffi sl. fimmtudags-
kvöld. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar var boðinn
fram listi Framsóknarflokks og óháðra og hefur nafni
framboðsins nú verið breytt. „Frjálsir“ stendur fyrir þá
sem ekki vilja taka þátt í flokksstarfi Framsóknarflokks-
ins. Við síðustu kosningar fékk listi Framsóknarflokks
og óháðra tvo menn í bæjarstjórn, þá Guðmund Pál
Jónsson og Reyni Georgsson. Reynir hætti í bæjarstjórn
á kjörtímabilinu og tók Dagný Jónsdóttir sæti hans. Þau
tvö eru ekki í efstu sætum listans að þessu sinni, Guð-
mundur Páll reyndar í því sjötta. Lista Frjálsra með
Framsókn leiðir Ingibjörg Pálmadóttir húsfreyja og
hjúkrunarfræðingur. Í öðru sæti er Jóhannes Karl Guð-
jónsson knattspyrnumaður, Sigrún Inga Guðnadóttir
lögfræðingur er þriðja, Elinbergur Sveinsson er fjórði
og í fimmta sæti er Karítas Jónsdóttir umhverfis- og
byggingaverkfræðingur. Guðmundur Páll Jónsson for-
stöðumaður er í sjötta sæti og í sjöunda sæti er Anna
Þóra Þorgilsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Orðin ung í annað sinn
En hvað kemur til að Ingibjörg, hjúkrunarfræðingur og
fyrrum bæjarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra gefi
kost á sér til setu í bæjarstjórn að nýju?
„Þetta er listi gamalla en fyrst og fremst ungra fram-
bjóðenda,“ segir hún. „Unga fólkið telur að reynsla
sem ég hef aflað mér í gegnum áratugina geti komið að
góðu gagni fyrir bæjarfélagið. Ég keypti þá hugmynd
og ákvað því að vinna með unga fólkinu. Bæði þau og
ég teljum að reynsla mín úr bæjarstjórn, af Alþingi og
úr starfi ráðherra muni nýtast. Ég hef brennandi áhuga
fyrir þessu bæjarfélagi og alveg sérstakan áhuga fyrir
þessu unga fólki sem komið er til liðs við okkur til að
efla bæinn okkar. Það er langt síðan ég hef kynnst svo
stórum og skemmtilegum hópi ungs fólks sem er tilbúið
til að koma að málefnum síns bæjarfélags á jákvæðan
og uppbyggjandi hátt. Þannig að ég er bara orðin ung í
annað sinn,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir.
Listinn í heild
er þannig:
1. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur.
2. Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður.
3. Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur.
4. Elinbergur Sveinsson, kennari.
5. Karítas Jónsdóttir, B.S.C. í umhverfis- og bygginga-
verkfræði.
6. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður.
7. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
8. Ole Jakob Wolden, húsasmiður.
9. Hlini Baldursson, sölumaður.
10. Sólveig Rún Samúelsdóttir, stúdent og verkakona.
11. Valdimar Ingi Brynjarsson, stúdent og verkamaður.
12. Hilmar Sigvaldason, verkamaður.
13. Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfræðingur.
14. Ingi Björn Róbertsson, tónlistarmaður.
15. Maron Kærnested Baldursson, viðskiptafræðingur.
16. Gunnar Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður.
17. Björg Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur.
18. Guðmundur Hallgrímsson, blikksmiður.
mm
Á aðalfundi Samfylkingarfélags-
ins á Akranesi síðstliðinn fimmtu-
dag var listi félagsins fyrir komandi
sveitastjórnarkosningar kynntur.
Ingibjörg Valdimarsdóttir fram-
kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi skip-
ar fyrsta sæti listans. Hún situr nú
í bæjarstjórn ásamt þremur öðr-
um flokksfélögum sínum. Í öðru
sæti listans er Valgarður Lyng-
dal Jónsson kennari, Gunnhild-
ur Björnsdóttir kennari og bæjar-
fulltrúi er í þriðja sæti og Krist-
inn Hallur Sveinsson landfræðing-
ur í því fjórða. „Listann skipar fólk
með fjölbreytilegan starfsbakgrunn
og margvíslega menntun. Á honum
er fólk með mikla reynslu af bæj-
armálum í bland við nýtt fólk sem
stígur nú sín fyrstu skref á þeim
vettvangi. Einkenni listans er að
hann er skipaður félagslega virk-
um einstaklingum sem þekkja vel
til hinna fjölbreyttu þjónustuþátta
sem gott bæjarfélag þarf að sinna
af metnaði,“ segir í tilkynningu frá
framboðinu.
Listinn í heild
er þannig:
1 Ingibjörg Valdimarsdóttir, bæjar-
fulltrúi og framkvæmdastjóri.
2 Valgarður Lyngdal Jónsson,
grunnskólakennari.
3 Gunnhildur Björnsdóttir, bæjar-
fulltrúi og grunnskólakennari.
4 Kristinn Hallur Sveinsson, land-
fræðingur.
5 Björn Guðmundsson, húsasmið-
ur.
6 Jónína Halla Víglundsdóttir,
framhaldsskólakennari.
7 Guðmundur Þór Valsson, mæl-
ingaverkfræðingur.
8 Guðríður Sigurjónsdóttir, leik-
skólakennari/menningarstjórnun.
9 Guðjón Viðar Guðjónsson, raf-
virki/trúnaðarmaður RSÍ.
10 Sigrún Ríkharðsdóttir, tóm-
stunda- og félagsmálafræðingur.
11 Gunnþórunn Valsdóttir, há-
skólanemi.
12 Vigdís Elfa Jónsdóttir, grunn-
skólakennari.
13 Hrafn Elvar Elíasson, sjómaður.
14 Hrund Snorradóttir, leikari.
15 Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir,
héraðsskjalavörður.
16 Andri Adolphsson, stuðnings-
fulltrúi.
17 Júlíus Már Þórarinsson, tækni-
fræðingur.
18 Hrönn Ríkharðsdóttir, fyrrver-
andi bæjarfulltrúi/skólastjóri.
mm
Listi Sjálfstæðisflokksins í Grund-
arfirði fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar í vor var samþykktur á
félagsfundi sl. fimmtudagskvöld.
Rósa Guðmundsdóttir framleiðslu-
stjóri hjá GRun mun leiða listann
að þessu sinni og tekur við því hlut-
verki af Þórði Magnússyni sem nú
er í 5. sæti. Jósef Kjartansson vél-
stjóri er í öðru sæti, Bjarni Georg
Einarsson áliðnaðarmaður í þriðja
og Sigríður Guðbjörg Arnardóttir
þroskaþjálfi í fjórða sæti.
Listinn í heild sinni
er þannig:
1. Rósa Guðmundsdóttir, fram-
leiðslustjóri.
2. Jósef Kjartansson, vélstjóri.
3. Bjarni Georg Einarsson, áliðn-
aðarmaður.
4. Sigríður Guðbjörg Arnardóttir,
þroskaþjálfi.
5. Þórður Magnússon, fram-
kvæmdastjóri.
6. Hólmfríður Hildimundardóttir,
verkstjóri.
7. Unnur Þóra Sigurðardóttir, hús-
móðir og múrari.
8. Valdís Ásgeirsdóttir, veiðieftir-
litsmaður.
9. Runólfur Guðmundsson, fv.
skipstjóri.
10. Runólfur Jóhann Kristjánsson,
stýrimaður.
11. Unnur Birna Þórhallsdóttir,
kennari.
12. Ágústa Ósk Guðnadóttir, hús-
móðir.
13. Hrólfur Hraundal, vélsmíða-
meistari.
14. Þórey Jónsdóttir, skrifst.stj.
tfk
Listi Sjálfstæðis-
flokks í
Grundarfirði
Ingibjörg leiðir lista Frjálsra með
Framsókn á Akranesi
Hér má sjá fulltrúa á lista Frjálsra með Framsókn, en á myndina vantar þrjá. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.
Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista
Samfylkingar á Akranesi
Hér má sjá sextán af átján fulltrúum á listanum.
www.skessuhorn.is
Fylgist þú með? S: 433 5500