Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 16

Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Atvinnuljósmyndarinn og fóst- urforeldrið Ragna Kristinsdóttir er ættuð að austan. Fyrir nokkr- um árum kom hún á Akranes til að fæða barn. Henni leist svo vel á staðinn að hún ákvað á endanum að kaupa sér hús á Skaganum. Í dag býr hún í „Slotinu“ svokallaða við Vesturgötu ásamt fjölskyldu sinni og hefur nýverið opnað stúd- íó heima hjá sér. Ragna tók á móti blaðamanni Skessuhorns og sagði stuttlega frá sjálfri sér, starfinu og hvernig stóð á því að hún ákvað að flytjast búferlum á Akranes. Hætti í banka og sneri sér að öðru Ragna er fædd og uppalin á Fá- skrúðsfirði en fluttist ung til Reykjavíkur með móður sinni. „Ég var alltaf með annan fót- inn hjá afa og ömmu fyrir aust- an. Ég þrái alltaf að komast heim í fjöllin mín og hef passað uppá að gera það reglulega. Reynd- ar er mitt nánasta fólk þar ýmist dáið eða flutt í burtu en þrátt fyr- ir það reyni ég að komast austur á hverju ári,“ segir Ragna í sam- tali við blaðamann. Ragna er lærð- ur ljósmyndari en fór seint í skóla. Hún útskrifaðist fyrir ári síðan eftir þriggja ára nám í Tækniskól- anum. „Ljósmyndunin hefur samt alltaf búið innra með mér held ég. Afi minn var áhugaljósmyndari og átti svona „slides“ myndavél ásamt sýningarvél. Hann var bóndi á Vattarnesi og fór mikið út að taka myndir, jafnvel til að mynda fugla- lífið í eyjunni Skrúð. Ég flækt- ist með honum í myndatökur og svo voru haldnar sýningar í stof- unni heima á sunnudögum,“ rifj- ar Ragna upp. Hún er handlag- in og skapar ýmislegt í höndun- um annað en að taka ljósmyndir. „Ég prjóna mikið og teikna. Ætli það megi ekki segja að ég sé bara svona skapandi týpa,“ segir hún og hlær. Ragna á reyndar ann- an starfsferil að baki, sem kemur ljósmyndun og sköpun ekkert við. Hún vann hjá viðskiptastofu í tíu ár, þar af í fimm ár í banka í Lúx- emborg. „Ég vann þar fyrir am- erískan banka til að byrja með og síðar fyrir sænskan. Þetta var áður en íslensku bankarnir fóru þangað út. Ég var í ágætri stöðu hjá bank- anum en ég vann mjög mikið og það varð til þess að sonur minn varð leiður þarna úti. Ég hætti því í bankageiranum 2003. Sköpun og ljósmyndun eru mín hugarefni og áhugamál. Ég vann öll þessi ár í banka en það var einungis til að fá laun, þetta var bara vinna. Ég hafði engan sérstakan áhuga á við- skiptum og get ekki sagt að mér hafi þótt vinnan skemmtileg,“ seg- ir Ragna. Grét þegar sláturbíllinn kom Ragna starfar ekki einungis sem ljósmyndari í dag. Hún er einn- ig fósturforeldri og starfar fyr- ir Barnaverndarstofu. Hún hef- ur tekið börn á öllum aldri í fóst- ur og þau hafa búið hjá Rögnu og eiginmanni hennar í mislangan tíma. Eiginmaður Rögnu er Guð- mundur Steinar Skúlason, eða Guðmundur Strandamaður eins og hún kynnir hann. Guðmund- ur er bifreiðasmiður og vinnur á réttingaverkstæði Toyota í Garða- bæ. „Hann er úr Strandasýslunni og við fluttum þangað eftir að við komum heim frá Lúxemborg og bjuggum þar í sex ár. Þar starfaði Gummi sem bóndi en ég gerðist fósturforeldri. Ég er ekki bóndi í mér. Ég elska dýr en ég gat ekki hugsað til þess að lömbunum væri slátrað. Ég grét þegar sláturbíllinn kom, í alvöru! Ég bara gat ekki vanist því að maturinn væri kallað- ur nöfnum, fannst það bara ógeðs- legt. Ég veit samt alveg hvernig þetta gengur fyrir sig og veit að fólk sem hefur alist upp í sveitinni lítur allt öðrum augum á þetta. Ég bara gat ekki vanist þessu,“ útskýr- ir Ragna. „Hér vil ég búa“ Í dag er ein stúlka í fóstri hjá Rögnu og Guðmundi og önnur í aðlög- un sem flytur til þeirra í byrjun maí. Ásamt fósturbörnunum eiga hjónin sjálf tvo syni sem eru fædd- ir með sautján ára millibili. „Við ætluðum ekki að hafa svona langt á milli þeirra. Það gekk bara illa að eignast annað barn. Við vor- um búin að gefast upp og ætluð- um að ættleiða barn að utan. En þá allt í einu varð ég ófrísk og það gekk. Ég hélt alla meðgönguna að þetta myndi ekki ganga, eft- ir að hafa áður misst þegar ég var langt gengin með. Eftir svoleið- is reynslu verður maður hrædd- ur og ég var hrædd alla meðgöng- una. En þetta gekk og hann fædd- ist í mars 2006. Það má því segja að það hafi tekið langan tíma fyr- ir hann að koma en hann er á við þrjú börn þannig að þetta er allt í lagi,“ segir Ragna brosandi. Ragna fæddi yngri soninn á fæð- ingadeildinni á Akranesi. „HVE var okkar sjúkrahús miðað við að við vorum búsett í Strandasýsl- unni á þessum tíma. Ég hafði misst fóstur og átt í erfiðleikum þannig að þau í bænum vildu hafa eftirlit með mér. En eftir að hafa skoðað deildina hér á Skaganum og hitt ljósmóður vildi ég skipta, ég óskaði sjálf eftir því. Dreng- urinn var svo tekinn með keis- araskurði á fæðingadeildinni hér. Við vorum líka með fósturbarn frá Akranesi á þessum tíma, sem kom til okkar 2004 frá Félagsþjónust- unni á Akranesi. Það var vel hald- ið utan um það mál og allt mjög faglegt við það. Okkur leist strax mjög vel á þennan stað. Það sem er að mínu mati æðislegt við Akra- nes er að þetta er fiskiþorp við sjó- inn, eins og mitt þorp fyrir aust- an. Sá sem hefur búið í Lúxem- borg veit hvað það er að sakna sjávarins,“ segir hún. Ragna nefn- ir einnig að Akranes sé í þægilegri nálægð við Reykjavík og þar sé mikil og góð þjónusta. „Hér er til dæmis sjúkrahús, tveir grunnskól- ar og framhaldsskóli. Fólk miss- ir börnin sín svo ung út af heim- ilunum í plássum þar sem enginn framhaldsskóli er. Að mínu mati skiptir það því mjög miklu máli þegar maður velur sér búsetu. Ég sagði því við manninn minn að hér væri ég til í að búa. Og það er ekki oft sem Ragna Kristinsdóttir segir það,“ bætir hún við. Saknaði vindsins Rögnu og fjölskyldu hennar líð- ur vel á Skaganum. Þau keyptu sér gamalt hús við Vesturgötuna sem gengur undir nafninu „Slot- ið“. Húsið var í slæmu ástandi þegar þau keyptu það en þau hafa eytt miklum tíma í að taka það í gegn. „Húsið hafði verið tekið í gegn fyrir tuttugu árum en var ekki sinnt og hafði grotnað niður aftur. Svona gamalt hús þarf mikið viðhald. Þrátt fyrir ástandið féll- um við fyrir þessu húsi enda erf- itt að gera það ekki. Staðsetningin truflaði mig aðeins enda er stund- um vond lykt hérna. Það er það eina slæma við að búa hér, annars er það dásamlegt,“ segir Ragna. Slotið stendur beint á móti Norð- anfiski og nefnir hún að þeir séu góðir nágrannar, alltaf sé snyrti- legt og fínt í kringum fyrirtæk- ið. Þeir byrji að vinna snemma á morgnana og gangi alltaf hljóð- lega um og taki tillit til þeirra sem búa í kringum þá. „Okkur líður öllum mjög vel hérna á Skaganum. Hér fer ég í einhvern Fáskrúðs- fjarðarfíling og þó það vanti fjöllin er Akrafjallið auðvitað gullfallegt. Hér er sjór allt í kringum mig og ég er nánast flutt ofan í sjóinn. Úti saknaði ég vindsins sem við bölv- um alltaf, mig vantaði þetta ferska sjávarloft. Svo eigum við dásam- lega nágranna. Þeir bönkuðu upp á og kynntu sig fyrsta daginn okkar hér og hafa verið alveg einstaklega hjálplegir og yndislegir. Brekku- bæjarskóli hefur líka reynst okk- ur frábærlega og við erum ánægð með hann,“ bætir Ragna við. Sérstakt að mynda fæðingar Ragna opnaði nýverið stúdíó heima hjá sér. Þar hefur hún safn- að að sér alls kyns bakgrunnum og fylgihlutum til að geta boðið upp á fjölbreyttar myndatökur. Hún tekur að sér alls kyns myndatökur og myndar meðal annars fæðingar, ungabörn, litla krakka, fjölskyldur, brúðkaup og gæludýr. Einnig tek- ur hún svokallaðar „still life“ ljós- myndir. „Þetta er rosalega fjölbreytt starf. Ég hef aldrei auglýst heldur hefur þetta bara spurst út hjá mér. Fólk hefur verið að koma til mín úr Reykjavík en ekki mikið af Skaga- fólki. Allavega ekki ennþá, enda þekki ég svo fáa hérna. Ég hef líka Allt lífið er í myndum og sumar festast hjá manni Rætt við Rögnu Kristinsdóttur ljósmyndara sem óvænt settist að á Akranesi Klassísk portrait mynd eftir Rögnu. Fyrirsætan heitir Guðný. Ragna Kristinsdóttir, ljósmyndari og fósturforeldri. Ragna tekur fallegar barnamyndir, hér er litla stúlkan Thelma steinsofandi í myndatöku. Gamli vitinn á Suðurflös hefur verið valinn einn af myndrænustu vitum heims. Hér er mynd af honum sem Ragna tók.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.