Skessuhorn - 09.04.2014, Page 17
17MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Laugardaginn 29. mars hélt Sí-
menntunarmiðstöðin á Vesturlandi
skemmtilegt námskeið á Snæfells-
nesi fyrir fólk með fötlun. Nám-
skeiðið var í höndum Ásu Hlínar
Svavarsdóttur leikara og leiklistar-
kennara sem fór með þátttakendur
í fjölbreytt verkefni. Má þar nefna
traust- og áræðniæfingar, samhæf-
ingu og rýmisskynjun, kyrrmynd-
ir og spunaæfingar. Þátttakend-
ur túlkuðu einnig hugmyndir sem
urðu til í spunaæfingum og mynd-
gerðu á pappír. Að námskeiði loknu
var slegið á léttari strengi og allir
gæddu sér á snæfellskum pítsum,
sem reyndust hinar ljúfengustu.
hbb
Freisting vikunnar
Elskar þú skinku-
horn? Ef svo er,
þarftu að skoða
þessa uppskrift.
Hún hefur hitt í
mark í ansi mörg-
um veislum og
saumaklúbbum
enda bragðgóð með
eindæmum. Það er
alltaf fljótlegt og
þægilegt að skella í
skinkuhorn og eru
þau alltaf jafn góð.
Þessi eru langbest
heit en geymast þó
vel. Eini gallinn við
þau er að þau klár-
ast alltof fljótt!
Skinkuhorn:
2½ dl mjólk
2 tsk þurrger
450 gr hveiti
2 tsk salt
1½ tsk timjan
(þurrkað)
1½ tsk oregano
(þurrkað)
½ dl olía (helst létt ólífuolía)
1 eggjarauða – athugið að geyma
hvítuna.
Fylling:
1 dós skinkumyrja
1 pakki skinkustrimlar eða smátt
skorinn skinka
1 eggjahvíta til að pensla hornin.
Aðferð:
Byrjið á að leysa gerið upp í
volgri mjólk. Öllu hinu blandað
saman við og látið lyfta sér undir
rökum klúti í klukkutíma. Skipt-
ið deiginu í sex hluta. Hver hluti
er flattur út í hring, smurður með
skinkumyrju og skorinn í sex eða
átta geira (eins og pizzusneiðar).
Dreifið svo smá skinku á hvern
geira. Hverjum geira er svo rúll-
að upp frá breiðari endanum.
Látið hornin hefast í 20 mínút-
ur áður en þau eru pensluð með
eggjahvítunni og loks bökuð í 15
– 20 mínútur við 200°C.
Skinkuhorn
Styrkingarnámskeið á Snæfellsnesi
verið upptekin af því að koma mér
fyrir og setja upp stúdíóið. Nýlega
setti ég svo upp síðu á Facebook
og vefsíðuna ragnakphotography.
com,“ segir Ragna sem einnig hef-
ur myndað fyrir Akraneskaup-
stað. Hún segir að það sé sérstök
stund að mynda barnsfæðingar.
„Nýverið myndaði ég heimafæð-
ingu hér á Akranesi. Þetta er svo
mögnuð stund. Fyrstu myndirn-
ar af barninu geta verið svo stór-
kostlegar og svo er hægt að taka
myndir af báðum foreldrunum
og jafnvel ljósmóðurinni líka. Ég
reyni að láta lítið fyrir mér fara
og trufla sem minnst og passa vel
upp á að sjónarhornin séu vel og
smekklega valin.“
Ragna afhendir þær myndir
sem hún tekur fullunnar á USB
lykli eða geisladiski. „Ég vel bestu
myndirnar af fólki sem eru þá
jafnframt tæknilega fullkomnar.
Ég afhendi aldrei óunnar myndir.
Það nota allir myndvinnsluforrit í
dag. Myrkraherbergin sem notuð
voru áður fyrr voru myndvinnslur
þess tíma en í dag er „Photos-
hop“ framköllunarferlið. Mynd-
irnar eiga að vera tæknilega góð-
ar og unnar. Það fer mun meiri
vinna fram í vinnslunni á myndum
en í stúdíóinu. Kúnstin er að vinna
myndina passlega mikið. Reyndar
vilja til dæmis ungar stelpur í dag
fá mikið unnar myndir, þær vilja
oft líta út eins og á glansmynd í
tímariti. En auðvitað vilja ekki all-
ir það sama og ég reyni að koma til
móts við óskir viðskiptavinarins,“
útskýrir Ragna.
Myndar fyrir stærsta
myndabanka heims
„Still life“ myndirnar eru allt
öðruvísi listform. Þar stillir ljós-
myndarinn til dæmis upp hlutum
og býr til ákveðna sýn. Ragna hef-
ur gaman af slíkri myndatöku og
hefur tekið margar slíkar myndir.
„Allt lífið er í myndum og sumar
festast hjá manni. Sumar mynd-
irnar hafa komið til mín í gegn-
um drauma. Ég man eftir því að
eitt sinn var ég niðri við Reykja-
víkurtjörn og tók eftir hvað það
var fallegt þar. Ég tók mynd af því
með augunum en var ekki með
myndavélina. Ég vildi endilega ná
þessari sömu mynd með vélinni
en aðstæðurnar komu ekki aft-
ur fyrr en þremur árum síðar. Þá
fór ég og tók mynd með mynda-
vélinni,“ segir hún. Ragna tekur
einnig myndir fyrir Getty Images,
sem er stærsti myndabanki heims.
Þeir fundu svokallaða Flickr síðu
Rögnu á netinu og höfðu samband
við hana í kjölfarið. „Þeir buðu
mér að taka myndir frá mér og
selja þær. Upphaflega völdu þeir
myndirnar. Núna nýlega buðu þeir
mér svo reikning hjá sér. Þannig
að nú má ég bjóða þeim myndir
í stað þess að þeir velji þær. Ætli
það megi ekki líkja þessu við að ég
hafi fengið nokkurs konar stöðu-
hækkun,“ segir hún. „Ég hef mjög
mikinn áhuga á fólki. Mér finnst
ég vera í minni draumastöðu í dag.
Ég er fósturforeldri og ljósmynd-
ari sem myndar fólk. Það gæti ekki
verið betra,“ bætir ljósmyndarinn
Ragna Kristinsdóttir við að lok-
um, sátt við lífið og tilveruna.
grþ / Ljósm. Ragna Kristinsdóttir.
Hér má sjá svokallaða „still life“ ljósmynd eftir Rögnu. Þessi heitir „Lets meet at
the stars“ eða Hittumst hjá stjörnunum.
Tími áburðarflutninga er runn-
inn upp þetta vorið. Öllum tún-
áburði til notkunar á Vesturlandi er
skipað upp á Akranesi. Eitt áburð-
arskipanna kom í byrjun vikunn-
ar með 3900 tonn af áburði. Það
heitir Wilson Sky, siglir undir kýp-
versku flaggi og er gert út af norsku
skipafélagi. Það eru m.a. Skeljung-
ur, Sláturfélagið, Fóðurblandan
og Lífland sem selja Vestlending-
um áburð en það var Fóðurbland-
an sem hafði milligöngu um sölu
áburðarins sem Wilson Sky kom
með, samkvæmt upplýsingum frá
Akraneshöfn. Í nógu er að snúast
hjá starfsmönnum ÞÞÞ á Akranesi
við uppskipun og flutning á áburð-
inum og voru meðal annars fjór-
ir lyftarar á vegum ÞÞÞ á fullu við
uppskipun.
þá
Leikskólabörnin á Sólvöllum í
Grundarfirði una sér vel í sólinni.
Börnin fóru í vikulokin í göngutúr
með starfsfólki og könnuðu gróð-
urinn og annað sem vaknar til lífs-
ins með hækkandi sól. sk
Sólvallabörn í gönguferð
Áburði skipað upp á Akranesi