Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Side 18

Skessuhorn - 09.04.2014, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Skógarströndin er það svæði á Vest- urlandi sem hvað mest hefur látið undan síga sem framleiðslusvæði í landbúnaði síðustu áratugina. Þar er þó búskapur enn á einum þrem- ur bæjum. Stærsta búið er á Emmu- bergi. Þar hafa í áratugi búið systk- inin Guðmundur Flosi og Kristín Guðmundarbörn. Á Emmubergi eru um þessar mundir að eiga sér stað kynslóðaskipti í búskapnum. Það er Sigríður Huld Skúladóttir dóttir Kristínar sem er að taka við hluta búsins af móður sinni ásamt manni sínum Björgvin Ragnarssyni, sem einnig er pípulagningamaður. „Þetta var eins og happdrættisvinn- ingur fyrir mig að þau vildu koma inn í búskapinn. Ég var orðin slæm í skrokknum og sá fram á að þurfa að draga mig út úr þessu. Við vor- um byrjuð að mæta því með því að minnka fjárfjöldann og ætluðum að hætta með kýrnar. Vorum búin að fækka niður í 450 en erum kom- in aftur upp í tæplega sexhundruð og búin að fylla húsin,“ segir Krist- ín, en auk sauðfjár eru á búinu 20 mjólkandi kýr og alls um 60 naut- gripir. Þau Sigríður Huld og Björg- vin fluttu á Emmuberg um áramót- in 2011-2012. Björgvin kom reynd- ar seinna vestur þar sem að hann þurfti að ljúka við verkefni í borg- inni. Hann segir að eftir að hann kom í Dalina hafi verið mikið að gera, enda enginn pípulagninga- maður starfandi. „Ég sé um viðhald hjá MS og sveitarfélaginu. Það hef- ur líka verið mikill vinna í nýlögn- um, breytingum og viðhaldi á bæði miðstöðvar- og neysluvatnslögn- um,“ segir Björgvin. Er komin heim aftur Sigríður Huld og Björgvin eru um þrítugt. Þau eiga tvíburana Emblu Dís og Kristeyju Sunnu sem eru sjö ára og nemendur í Auðarskóla í Búðardal. Yngstur er svo Guð- mundur Ari sjö mánaða þannig að það fjölgaði heilmikið í sveit- inni þegar þessi fjölskylda flutti úr borginni. Kristín segir að á sínum tíma hafi því verið spáð að dóttir sín yrði síðasta barnið í skóla af Skóg- arströndinni. Síðan hefðu reyndar tvö börn frá Bíldhóli verið í skólan- um einn vetur. „Ég er komin heim aftur og ákaflega sátt með það. Ég var alltaf mjög hænd að afa mínum og yngsta barnið heitir eftir hon- um. Ég fylgdi honum hvert fótmál. Ég var alltaf mikið tengd sveitinni og við Björgvin vorum hérna rosa- lega mikið. Ekki bara á annatímum eins og í sauðburði, við heyskap og í réttum og smalamennsku, heldur líka oft um helgar. Það var því ekki erfið ákvörðun fyrir okkur að flytja hingað vestur. Björgvin er ekkert síður orðinn háður sveitinni en ég. Þegar við nálgumst Mosó á suður- leið segir hann gjarnan, æi það væri nú betra að hafa borgina í baksýnis- speglinum,“ segir Sigríður Huld. „Já, ég finn hvernig maður stres- sast upp í umferðinni og vafstrinu í borginni,“ segir Björgvin. Sigríð- ur Huld er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði um árabil á Fjár- málaskrifstofu leikskólasviðs hjá Reykjavíkurborg. Hún segir marga furða sig á að viðskiptafræðing- ur vilji vera bóndi, en þetta fari vel saman. Búrekstur sé eins og að reka fyrirtæki. Bústofninn var lítill í fyrstu Búskaparsaga fjölskyldunnar á Emmubergi nær aftur til ársins 1952 að þangað fluttu Guðmund- ur Jónsson og Guðríður Friðlaug Guðjónsdóttir. Þau komu þangað með þrjú ung börn og bústofninn var ekki stór í fyrstu, 33 gemling- ar og ein kýr. Smám saman byggðist búið upp og ræktunin á jörðinni, en auk Emmubergs var nágrannajörðin Laxárdalur tekin á leigu hjá ríkinu. Kristín er 14 árum eldri en Guð- mundur Flosi og hún segir að það hafi hist þannig á að bróðir henn- ar hafi einmitt fæðst daginn sem hún átti að fermast. „Ég segi það að minnsta kosti,“ segir hún og hlær og bætir svo við, „en ég var svo látin bíða í eitt ár að fermast með Sigríði systur minni sem var ári yngri.“ Eru „moldrík“ Þegar spurt er um nám eftir barna- skóla, segja þau systkinin að það hafi aldrei verið spáð neitt í það. „Ég man ekki eftir öðru en við fær- um bara í búskapinn og höfum ver- ið í honum síðan. Þetta þróaðist svo bara smám saman að við tækjum við búskapnum af foreldrum okkar,“ sagði Guðmundur Flosi. Aðspurð- ur um hvort 20 kúa mjólkurbú sé heppileg bústærð, segir hann að það skipti ekki svo miklu máli hvað búið sé stórt. „Þetta kemur ágæt- lega út og þessi spurning um hag- kvæmni og hagræðingu getur ver- ið svo afstætt. Það sem við kaup- um kannski helst í vinnu er við- hald við vélar. Við reyndum þó að stilla því í hóf,“ segir Guðmundur Flosi. „Svo er tíminn líka pening- ar, það verður að taka það í dæmið,“ bætir Kristín við. Jarðirnar Emmu- berg og Laxárdal keyptu þau af rík- inu 1986. Kristín á jörðina Hólm- látur sem þarna er líka í nágrenn- inu. Sagan segir að Guðbrandur ríki hafi átt þá jörð og Eiríkur rauði átt vetursetu á Látrum, en þar eru eins og nafnið gefur til kynna selalát- ur. „Jarðaverð var hátt hérna í ból- unni. Er ekki í dag miklu betra að eiga jörð en bankabók? Við tölum stundum um að við séum „mold- rík“,“ segja systkinin og hlæja. Þeim kemur saman um að Emmuberg og nærliggjandi jarðir séu mjög gott land, ekki síst til sauðfjárbúskapar. Spurð um kvótann hvort hann sé nægur, segja þau að borgað sé fyr- ir alla framleiðslu bæði í mjólk og kjöti. „Það var frekar í mjólkinni sem við vorum tæp með kvóta, en nú þegar vantar mjólk þá er greitt fyrir allt umframmagn. Ætli kýrnar hafi ekki bara ekki séð betur fram í tímann en þeir hjá MS,“ segir Guð- mundur Flosi og hlær. Hann vitnar þar til þess að kaupa þurfti nokkuð magn af smjöri inn í landið vegna ónógrar framleiðslu. Áburðurinn að lækka Þegar spurt er hvernig þeim lít- ist á framtíðina í búskapnum, segja þau bæði eldri bændurnir og yngra fólkið að þeim lítist vel á hana utan Evrópusambandsins. „Ég held við höfum ekkert að gera þangað inn og Evrópusambandið er bara skrifstofubákn,“ segir Guðmund- ur Flosi. Aðspurður um tilkostnað- inn við búskapinn sem hefur auk- ist mikið síðustu árin, bæði áburð- ur og olía, segir hann að núna í fyrsta skipti í mörg ár sé áburðar- reikningurinn lægri en árið á und- an. Gengið sé eitthvað hagkvæmara núna. Sigríður Huld tekur undir það. Þau segja heyöflunina næga á Emmubergi. Slægjurnar eru í heild um 80 hektarar, en auk eigin jarða er einnig heyjað á Borgum, Gunn- arsstöðum og Innra-Leiti. Rúllu- baggatæknin gerir það að verkum að heyin eru góð og því ekki þörf á fóðurbætisgjöf. „Mér fannst nú allt- af mikil stemning í því og gaman á vagninum þegar við vorum ennþá með þurrheysbaggana,“ segir Sig- ríður Huld og hlær. „Æ-i ég er fegin að það er liðin tíð. Þetta var óttalegt puð, svei mér þá að handleggirnir á mér lengdust ekki eitthvað við að bisa við baggana,“ segir Kristín og nú er það hún sem hlær. Umferðin að aukast um veginn Ekki vill heimilisfólk á Emmubergi meina að þau búi afskekkt á Skóg- arströndinni og aukin umferð þarna um hljóti að kalla á meiri þörf fyr- ir vegabótum, enda vegurinn skelfi- legur. „Þetta er ótrúlega mikil um- ferð hérna bara yfir vetrartímann. Ég segi að það væri grundvöllur að gera héðan út björgunarsveit- arbíl. Það er búið að óska efir að- stoð okkar nokkrum sinnum í vetur vegna erlenda ferðamenn. Þeir hafa sumir verið á sumardekkjunum og svo eru þeir líka ragir við að keyra á klakanum sem var hér á veginum langan tíma í vetur. Í eitt skiptið var fólk á jeppa og rígnegldum dekkj- um en það þorði bara ekki að keyra bílinn við þessar aðstæður,“ sagði Björgvin. „Já, okkur finnst umferð- in hérna um snemma á vorin vera svipuð því eins og hún var um versl- unarmannahelgar hérna áður fyrr. Ef að ferðamannafjöldinn á eftir að aukast svona mikið á næstu árum eins og spáð er þá held ég þeim veiti ekki af að fara að laga vegina,“ sagði Guðmundur Flosi. Blaðamaður þakkar fyrir skemmtilega heimsókn í Emmuberg. þá Kynslóðaskipti að verða á stærsta býlinu á Skógarströndinni Bændurnir á Emmubergi: Björgvin Ragnarsson og Sigríður Huld Skúladóttir og systkinin Kristín og Guðmundur Flosi Guð- mundarbörn. Börnin á Emmubergi. Emmuberg og nærliggjandi jarðir, Laxárdalur og Hólmlátur, í sumarskrúða. Smalað að haustinu. Guðmundur Ari kann vel við sig í jötunni hjá kindunum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.