Skessuhorn - 09.04.2014, Síða 21
21MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR
ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
SMUROLÍUR
OG SMUREFNI
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
Á aðalfundi Björgunarfélags Akra-
ness sem haldinn var í Björgunar-
miðstöðinni á Kalmansvöllum 2
Akranesi sl. fimmtudagskvöld, voru
teknir fimm nýir félagar inn í sveit-
ina. Fjórir af þessum fimm voru
stúlkur og segir Þór Bínó Friðriks-
son formaður félagsins að stúlk-
ur hafi sýnt björgunarsveitarstarf-
inu aukinn áhuga síðustu árin. „Það
er gleðilegt að stelpurnar eru bún-
ar að uppgötva að þetta er ekkert
síður stelpu- en strákasport að vera
í björgunarsveit. Við höfum allt-
af þörf fyrir gott fólk,“ segir Þór
Bínó. Nýliðar fá viðurkenningar-
skjal þegar þeir ganga inn í sveitina.
Jafnframt undirrita þeir eiðstaf þar
sem gengist er undir þær skyldur
sem fylgja því að taka þátt í björg-
unarsveitarstarfi. Aðspurður seg-
ir Þór Bínó að árlega komi á bilinu
fjórir til tíu nýliðar inn í björgunar-
sveitina. „Þetta er bæði endurnýj-
un og viðbót. Oft dregur fólk sig
aðeins í hlé meðan það er í barn-
eignum og stofnar heimili en kem-
ur síðan inn af krafti aftur.“
Þór segir félaga í Björgunarfélagi
Akraness um 220, þar af um helm-
ingur á útkallsskrá. Við stjórnarkjör
á aðalfundinum var Þór Bínó Frið-
riksson endurkjörinn formaður.
Einnig voru Gísli S Þráinsson og
Guðrún Birna Ásgeirsdóttir endur-
kjörin í stjórn og Björn Guðmunds-
son endurkjörinn í varastjórn. Inn í
aðalstjórnina voru kosnir Sigurð-
ur Axel Axelsson og Kjartan Kjart-
ansson og Silvía Lorenz sem vara-
maður.
þá
Sjúkraflutningamenn HVE í Búð-
ardal hafa ásamt Lionsklúbbi Búð-
ardals hafið söfnun fyrir sjálf-
virku hjartnahnoðbretti til að hafa
í sjúkrabílum á svæðinu. Framleið-
andi tækisins hefur nefnt það Lúk-
as en þar er verið að vísa í að tæk-
ið jafngildir viðbótar manni við
endurlífgun. Tækið sér algjörlega
um hjartahnoð án þess að þreyt-
ast eða vera fyrir öðrum við end-
urlífgunina. Neyðarflutningamenn
á Akranesi söfnuðu nýverið fyr-
ir samskonar tæki, líkt og Skessu-
horn greindi frá í síðasta mán-
uði. Sjúkraflutningamenn á lands-
byggðinni þurfa stundum að beita
hjartahnoði við erfiðar aðstæður
sem getur bitnað á gæðum hjarta-
hnoðsins. Þeir þurfa oftar en ekki
að flytja sjúklinga langa leið og þá
skiptast tveir á um að hnoða. Tækið
tryggir aftur á móti jafnt og stöðugt
hjartahnoð.
Eyþór Gíslason sjúkraflutninga-
maður í Búðardal sagði í samtali
við Skessuhorn að það gæti skipt
sköpum við endurlífgun að hafa
slíkt tæki við höndina. „Við þjón-
ustum mjög stórt svæði. Meðaltími
sjúkraflutnings með sjúkling er um
það bil tveir og hálfur tími þó að al-
gengastur sé tveggja tíma akstur. Ef
við metum aðstæður þannig, gæt-
um við keyrt á móti þyrlu og tæk-
ið gæti skipt sköpum í slíkri ákvarð-
anatöku. Þetta myndi því hjálpa til
við erfiðar ákvarðanir og auðveld-
að flutning á sjúklingum sem þurfa
á hjartahnoði að halda. Þá getum
við sem sjúkraflutningamenn ein-
beitt okkur að öðrum hlutum, svo
sem súrefnis- og lyfjagjöf,“ sagði
Eyþór.
Lúkas er kominn í sjúkrabíla á
þremur stöðum á landinu; höfuð-
borgarsvæðinu, Selfossi og Suður-
nesjum og verður von bráðar einn-
ig til á Akranesi. Á öllum þessu
stöðum hafa fyrirtæki, félög og ein-
staklingar lagt fram fé til kaupanna.
„Lionsmenn hafa opnað reikn-
Nýir rekstaraðilar eru nú komnir
að þjónustumiðstöðinni í Munað-
arnesi í Borgarfirði. Það eru hjón-
in Börkur Hrafn Nóason og Hel-
ena Rut Hinriksdóttir. Þau ætla
að opna föstudaginn 11. apríl og
formleg opnun verður síðan fyrir
páskana miðvikudaginn 16. apríl.
Opið verður síðan yfir páskana og
um helgar út maí, en í sumar verð-
ur opið alla daga í þjónustumið-
stöðinni.
Börkur Hrafn segir í samtali við
Skessuhorn að þau hafi lagt mikla
vinnu í það að undanförnu að gera
staðinn enn hlýlegri og notalegri,
jafnt orlofshúsagestir sem aðrir
gestir ættu að geta notið veitinga í
notalegu umhverfi. „Hér í Munað-
arnesi ætlum við að reka veitinga-
stað þar sem hægt verður að koma
að fá sér að borða í huggulegu um-
hverfi og reynum við að stilla verði
í hóf þannig að fjölskyldur geti far-
ið saman út að borða á viðráðanlegu
verði. Boðið verður upp á kaffi og
bakkelsi, létta fiskrétti og lambakjöt
þar sem við búum í blómlegu land-
búnaðarhéraði. Við vonumst líka til
að sveitungar okkar komi til með
að heimsækja okkur og eiga nota-
lega stund yfir kaffibolla eða öðrum
veitingum,“ segir Börkur Hrafn.
Í Munaðarnesi er sem kunnugt
er mikil orlofshúsabyggð að lang-
stærstum hluta í eigu stéttarfélag-
anna í landinu og eru opinberir
starfsmenn þar í miklum meirihluta.
Börkur Hrafn og Helena Rut fluttu
á Varmaland haustið 2007, hófu þá
störf við skólann þar og starfa nú.
Börkur er frá Tálknafirði og Hel-
ena úr Stykkishólmi. „Hér í Borg-
arfirðinum erum við búin að festa
rætur og ákváðum því að sækja um
rekstur þjónustumiðstöðvarinnar í
haust þegar við sáum það auglýst,“
segir Börkur Hrafn. þá
Nýliðarnir sem teknir voru inn í Björgunarfélag Akraness á aðalfundinum sl.
fimmtudagskvöld: Júlíana, Ingibjörg, Guðjón Snær, Freyja og Halla. Ljósm. ki.
Stúlkur sýna björgunarsveitar-
starfi aukinn áhuga
Taka við rekstri þjónustumið-
stöðvarinnar í Munaðarnesi
Börkur Hrafn Nóason og Helena Rut
Hinriksdóttir taka við rekstri þjónustu-
miðstöðvarinnar í Munaðarnesi.
Börkur og Helena hafa lagt mikla vinnu í það að gera staðinn enn hlýlegri og
notalegan.
Safna fyrir tæki sem getur bjargað lífum
ing og ætla að styrkja okkur í leið-
inni. Við sjúkraflutningamennirn-
ir ætlum svo að fara í fyrirtæki og
á kaffistofur á kaffitímum. Ætlun-
in er að kynna tækið á næsta fundi
Lionsklúbbsins og á fundi hjá sveit-
arstjórn Dalabyggðar. Söfnunin
gekk vel á Akranesi og við ákváðum
að byrja að safna í framhaldi af því.
Það er nauðsynlegt að fá Lúkas á
okkar svæði, við erum oft bara fáir.
Við erum bara tveir í bílnum og lít-
um svo á að það sé ekki síður þörf
á svona tæki í fámenninu. Í bænum
eru jafnvel fjórir sjúkrabílar send-
ir á staðinn ef um hjartastopp er að
ræða en hér eru bara tveir sjúkra-
flutningamenn á vakt.“
Tæki sem þetta kostar tvær og
hálfa milljón króna og leita þeir fé-
lagar nú til fyrirtækja, stofnana, fé-
laga og einstaklinga með ósk um
styrki til kaupa á hjartahnoðtæki og
óska eftir góðum undirtektum. Allt
til að sjúklingar fái sem best hjarta-
hnoð á erfiðum ferðalögum. Söfn-
unarreikningur fyrir tækinu er:
312-13-110023. Kt: 530586-2359.
grþ
Sjúkraflutningamenn í Búðardal safna nú fyrir hjartahnoðbretti. Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir.