Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Síða 23

Skessuhorn - 09.04.2014, Síða 23
23MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Björgunarskóli Landsbjargar stóð um helgina fyrir námskeiðinu Fjallamennska 2 á Snæfellsnesi. Leiðbeinandi var Kjartan Þór. Farið var yfir vetrarfjallamennsku og klif- ur í bröttu fjalllendi. Á laugardeg- inum var æft klifur í Gerðubergi og á sunnudeginum var gengið á topp Bárðarkistu. Veður var mjög gott og gekk námskeiðið vel. Námskeið sem þetta nýtist vel í starfi björg- unarsveitanna á svæðinu í þeim að- stæðum sem eru til fjalla. Nokkrir félagar Björgunarsveitarinnar Lífs- bjargar í Snæfellsbæ ásamt félögum sínum í Klakki í Grundarfirði sóttu námskeiðið. þa Í síðustu viku var hér í Skessuhorni sagt frá ævintýralegri uppbyggingu í ferðaþjónustu í Grundarfirði, sem byggst hefur upp að stórum hluta í kringum afþreyingu í hvala- og fuglaskoðun en einnig vegna vin- sælda Kirkjufellsins. Þetta hefur lengt ferðamannatímann svo um munar og endurspeglast ekki hvað síst í að gistinýting á Hótel Fram- nesi í vetur hefur verið hátt í 100% og upppantað var lengi vel í vet- ur. Það er líka önnur afþreying sem hefur byggst upp í Grund- arfirði og á kannski eftir að vinda enn meira upp á sig. Það er reyndar nánast einn maður sem hefur stað- ið fyrir henni og snýst um það að fræða ferðamenn um Grundarfjörð og nágrenni á Vesturlandi með því að segja sögur. Þetta er hann Ingi Hans Jónsson sagnameistari. Ingi Hans var á sínum tíma forkólfurinn fyrir Sögumiðstöðinni í Grundar- firði. Það samstarf gekk ekki upp til langframa, stefna hans og nýrrar stjórnar fóru ekki saman. Nú hef- ur Ingi Hans skapað sinn eigin vett- vang til að segja sögur, Sögustof- una, sem hann er með heima hjá sér að Læk, sem reyndar ber götu- heitið Sæból 13. Leysingin kom með nafnið Í húsinu Læk var áður starfrækt vel þekkt veitingahús, Krákan. Þegar Ingi Hans og kona hans Sigurborg Kr. Hannesdóttir keyptu húsið, var ljóst að finna þyrfti húsinu nýtt nafn. „Nafnið kom eiginlega af sjálfu sér. Fljótlega þegar við vorum farin að taka hér til hendinni gerði allmikl- ar leysingar og þá flæddi vatn hérna inn á gólf. Það var því við hæfi að kalla húsið Læk og það hefur fests við húsið,“ segir Ingi Hans. Læk- ur er mikið hús, um 300 fermetrar að stærð. „Þetta er einföld skipting hér innan dyra. Konan er með um hundrað fermetra, þar sem meðal annars er starfsaðstaða hennar, en hún rekur ráðgjafarfyrirtæki okk- ar hjóna, Ildi. Ég hef hundrað fer- metra fyrir Sögustofuna og annað grúsk og svo erum við með hundr- að fermetra í sameiginlegt rými,“ segir Ingi Hans og brosir. „Endur- bygging hússins hefur verið vinn- an mín að miklu leyti síðustu þrjú árin,“ segir Ingi Hans þar sem hann fylgir blaðamanni um húsið og sýn- ir þar vistarverur. Þar er stofa mik- il og segir Ingi Hans að ítrekað hafi birst þar inni á gólfi síðasta sumar- hópar ferðamanna. Það hafi þá sýnt sig að þörf væri fyrir starfsemi eins og Sögustofan ætlar að standa fyr- ir. Húsið er smekklega innréttað og m.a. má sjá í stofunni viðarþiljur sem setja skemmtilegan svip á rým- ið. Aðspurður segir Ingi Hans að þetta séu plankar af skipsdekki sem hann hafi orðið sér út um. Hlaðborð minninganna Blaðamaður hefur orð á því við Inga Hans að ekki sé annað að sjá en hér hafi ágætir iðnaðarmenn verið að stöfum. Ingi Hans segir að hann eigi náttúrlega að kunna þetta allt saman, bakgrunnurinn sé þannig. Lærður sýningarhönnuður og eftir að hafa kynnt sér leiktjaldasmíði og unnið við húsasmíðar og rafvirkjun, þá séu þetta ekki flóknir hlutir að innrétta hús. Þegar blaðamaður var á ferðinni hjá Inga Hans á dögun- um var hann kominn langt með að innrétta sýningaraðstöðu og sögu- leikhússhorn í öðrum enda húss- ins. Sögustofan er fyrst og fremst rými um sagnaarf og fjölbreyti- leika hans. Umgjörðinni er ætlað að skapa andrúmsloft þar sem hver hlutur á sér sögu. Þannig á Sögu- stofan í raun meira skylt við leikhús en safn. Sýningarhlutinn á að bera það skemmtilega nafn „hlaðborð minninganna“. Þar er Ingi Hans m.a. búinn að koma fyrir safni leik- fanga og hlutum sem tengjast því sem hann hefur mestar mætur á úr sínu grúski. „Það er allt frá Barbie til James Bond og hvernig heims- frægar persónur tengjast okkur og höfðu eða hafa áhrif á daglegt líf okkar,“ segir Ingi Hans. Hann átti von á stórum hópi ferðamanna á næstu dögum og var tilbúinn með eina 20 klappstóla upp í rjáfrinu til að skjóta undir þá. Formlega stend- ur þó ekki til að opna Sögustof- una fyrr en á sumardaginn fyrsta. Ingi Hans á von á mörgum hópum í heimsókn í sumar og segist full- ur tilhlökkunar að takast á við kom- andi verkefni. „Það hefur sýnt sig að ferðamenn eru að sækjast eftir náttúru, menningu og sögu. Skáld- ið sagði að landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt. Sama á við um hluti og persónur sem eru lítils virði án sögu,“ sagði Ingi Hans að endingu. þá Afar líflegt var í Stykkishólmi um síðustu helgi þegar fram fór lands- mót skólalúðrasveita. Þar komu saman um 200 börn í 13 skóla- lúðraveitum í landinu. Þétt dag- skrá var á mótinu frá því síðdeg- is á föstudag og fram á sunnudag. Martin Markvoll málmblásara- kennari við Tónlistaskóla Stykkis- hólms og stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms sagði að mótið hefði tekist einstaklega vel. Þátttöku- sveitirnar komu flestar af höfuð- borgarsvæðinu, en einnig í aust- ur alveg frá Höfn í Hornafirði og í norður frá Blönduósi. Foreldr- ar fylgdu sumum börnunum og alls voru það vel á þriðja hundrað manns sem komu í Hólminn vegna mótsins. „Pallarnir í íþróttahús- inu voru líka þétt setnir bæjarbú- um sem komu til að fylgjast með. Það voru allir rosalega ánægðir og það hentar okkur mjög vel hérna í Hólminum að halda svona mót,“ sagði Martin Markvoll í samtali við Skessuhorn. Þátttökusveitum í mótinu var blandað sama í þrjár sveitir og byrjuðu þær æfingar strax í upp- hafi móts síðdegis á föstudag. Sameiginlegur kvöldverður var svo um kvöldið og mótssetning að honum loknum og skemmt- un. Á laugardeginum var m.a. far- ið í skemmtisiglingu út á Breiða- fjörð með Sæferðum og færi gafst til leikja í sundlauginni. Ball var svo í íþróttahúsinu um kvöld- ið. Lokaæfing fyrir tónleika var á sunnudagsmorgun en lands- mótinu lauk með tónleikum eft- ir hádegi á sunnudaginn þar sem sameiginlegu hljómsveitirn- ar þrjár léku hver um sig nokkur lög við mikla hrifningu fjölmargra áhorfenda. Að tónleikunum lokn- um héldu gestasveitirnar með sínu fylgdarfólki hver til sín heima eftir skemmtilega helgi í Stykkishólmi. þá/ Ljósm. sá. Björgunarsveitarmenn á námskeiði í fjallamennsku Þátttökusveitum var skipt í þrjár stórar lúðrasveitir. Vel heppnað landsmót skólalúðrasveita í Stykkishólmi Mikið fjölmenni var saman komið á landsmóti skólalúðra- sveita. Ingi Hans opnar brátt Sögustofuna í Grundarfirði Ingi Hans er kominn vel á veg með að innrétta Sögustofuna. Ingi Hans hefur týnt til gamla muni í sviðsmynd í söguleikhússhorninu. Þetta verður vörumerki Sögustofunnar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.