Skessuhorn - 09.04.2014, Qupperneq 25
25MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Létt og góð stemning var á fjórðu
Mýraeldahátíðinni sem fram fór í
Lyngbrekku um síðustu helgi. Í til-
efni hátíðarinnar var efnt til véla-
sýningar og kynningar á ýmsum
landbúnaðartengdum vörum milli
klukkan 13-17 á laugardeginum
og lögðu fjölmargir gestir leið sína
að Lyngbrekku til að skoða hana.
Svangir gestir komu ekki að tóm-
um kofanum því boðið var upp á
grillað nautakjöt frá Sláturhúsinu
á Hellu, kjötsúpu frá Félagi sauð-
fjárbænda í Borgarfirði og kaffiveit-
ingar frá kvenfélaginu á Mýrunum.
Fjölmargir gestir glímdu síðan við
Mýranautið sem náði með mikl-
um tilburðum að hrista af sér hvern
áskorandann á fætur öðrum. Um
kvöldið fór loks fram kvöldvaka
þar sem boðið var upp á fjölbreytt
skemmtiatriði. Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar sló síðan botn-
inn í hátíðina með balli í lok kvöld-
vökunnar sem stóð fram á rauða
nótt. hlh
Félagar í Skotfélagi Vesturlands
héldu fyrsta skotmótið sitt í nýju
inniaðstöðu félagsins í gamla slát-
urhúsinu í Brákarey í Borgarnesi 1.
apríl sl. Að sögn Þórðar Sigurðs-
sonar formanns félagsins var mót-
ið með léttu ívafi og fyrst og fremst
haldið til að prófa inniaðstöðuna.
Hún hefur verið í byggingu frá árs-
byrjun 2013. Tíu manns tóku þátt í
keppninni en keppt var með .22cal
rifflum í tveimur flokkum. Sigur-
vegarar á mótinu voru þeir Kristján
Pálsson og Ómar Jónsson. Þórð-
ur segir að framkvæmdir í inniað-
stöðunni séu nú á lokametrunum
og er kærkomið að sjá fyrir end-
ann á þessu metnaðarfulla verkefni.
„Geta má þess að vinnustundirn-
ar skipta hundruðum hjá okkur en
öll vinna hefur verið unnin í sjálf-
boðavinnu. Okkur hefur tekist með
mikilli útsjónarsemi og hjálp góðra
manna og kvenna að halda félaginu
réttum megin við núllið í kostnaði
vegna framkvæmda,“ segir Þórður
sem kveðst ánægður með kraftinn
í félaginu.
Stefnt er á að opna aðstöðuna til
æfinga á morgun, fimmtudag, sama
dag og félagið fagnar tveggja ára af-
mæli. Formleg opnun er loks áætl-
uð 27. apríl næstkomandi. Þórð-
ur segir að búið sé að ákveða æf-
ingatíma og verða þeir á mánu-
dagskvöldum og fimmtudagskvöld-
um frá kl. 20-22 og á laugardög-
um frá kl. 10-14. Stök æfing mun
kosta 1.500 kr. fyrir ófélagsbundna
skotmenn, en 1000 kr. fyrir félags-
menn. Árskort í æfingaaðstöðuna
eru einnig í boði og kostar hvert
kort 15.000 kr. Þórður vill hvetja
sem flesta til að koma og kynna sér
starfsemina. Lánsbyssur verði t.d.
í inniaðstöðunni sem gestir geta
fengið að prófa.
Skotfélagið áformar einnig að
byggja upp útiæfingaaðstöðu og
segir Þórður að deiliskipulagsv-
inna vegna þess sé hafin hjá Borg-
arbyggð. „Því fögnum við mjög,“
segir Þórður en svæðið sem er til
skoðunar eru gömlu ruslahaugarn-
ir skammt fyrir ofan bæinn Braut-
arholt ofan við Borgarnes. hlh
Stutt er í að skotæfingaaðstaðan opni formlega.
Skotfélag Vesturlands hélt sitt fyrsta mót
Hressir skotfélagar sem tóku þátt í fyrsta skotmótinu.
Góð stemning á fjórðu Mýraeldahátíðinni
Góð stemning var í kaffisölutjaldi kvenfélagskvenna.
Ungir sem aldnir fengu að prófa nýjustu vélarnar.
Elías Hartmann Hreinsson og Anna María Grönfeldt hjá Sláturfélagi Suðurlands
sáu um kynningarbás fyrirtækisins á hátíðinni.
Ib Göttler og Óskar Harðarson hjá Kemi voru hressir. Pétur Már Jónsson og Gísli Guðjónsson færðu gestum ófáa
skammta af kjötsúpu fyrir hönd borgfirskra sauðfjárbænda.
Góð mæting var á hátíðina sem fór fram í fjórða skipti.
Hér er Mýranautið að fleygja einum áskorandanum af
mörgum af baki.