Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Síða 27

Skessuhorn - 09.04.2014, Síða 27
27MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Eflaust hafa einhverjir Borgnesing- ar haldið að um aprílgabb væri að ræða þegar farið var að grafa fyrir þvottaplani hjá Olís þriðjudaginn 1. apríl sl. Þar sem verkinu var fram- haldið daginn eftir fóru menn þó að trúa að þetta væri staðreynd, eft- ir ríflega tveggja ára tíma án þvotta- plans í einum af fjölfarnari bæjum á landsbyggðinni. Austan við Olís verður planið og verður það tilbúið snemma í sumar. mm/ Ljósm. Tolli. Hestavöru- og fataverslunin Knap- inn í Borgarnesi er tíu ára. Í til- efni af áfanganum eru kaupmenn- irnir Sveinn Harðarson og Gunn- fríður Harðardóttir með 15% af- slátt af öllum vörum úr eigin inn- flutningi; þ.e. reiðfatnaði, reið- tygjum, reiðhjálmum og fleiru í þessari viku. Á sjálfan afmælisdag- inn, fimmtudaginn 10. apríl, verð- ur hins vegar slegið upp veislu þar sem ýmis önnur tilboð verða í gangi, veitingar og skemmtun. Frá klukkan 15-17 geta börnin fengið að skreppa á hestbak í boði Knap- ans og Guðrúnar Fjeldsted. Kaffi og meðlæti verður í boði auk þess sem Mýranaut gefur að smakka gómsætt nautakjöt beint af grill- inu. Spilaðir og sungnir verða sveitasöngvar eftir klukkan 16. Gestaleikur verður einnig í boði. „Við hlökkum til að sjá ykkur,“ segir í tilkynningu frá Svenna og Guffý í Knapanum. Verslunin er opin klukkan 10- 18 virka daga og 10-14 á laugar- dögum. mm Á síðustu árum hefur leiguverð á íbúðum farið hækkandi og erfitt er að fá íbúðir til leigu á viðráðanlegu verði. Í Reykjavík sem dæmi, hefur leiguverð hækkað um 8,7% á einu ári og um 30% síðastliðin þrjú ár. Það er þó ekki það eina sem hefur hækkað því matvæli, bensín og aðr- ar nauðsynjar hafa einnig hækkað. Þetta er því mjög erfitt ástand fyr- ir námsmenn sem eru til dæmis á námslánum. Skólaárið 2013 mátti einstakling- ur vera með 700 þúsund í heildar- tekjur yfir árið, allt umfram það skerðir námslánin. Tökum sem dæmi einstakling sem er í sumar- vinnu með 250 þúsund á mánuði í heildartekjur og er kominn með 750 þúsund eftir júní, júlí og ágúst. Það þýðir að það er ómögulegt fyr- ir hann að vinna með skóla án þess að námslánin skerðist frekar. Ekki hafa allir getu í að vinna 100% með skóla því sumir þurfa að hafa meira fyrir náminu en aðrir og sjá sér því ekki fært um að gera svo. Leigumarkaðurinn er mikið í um- ræðunni, enda engin furða. Þann 3. mars síðastliðinn birtist frétt í fjöl- miðlum þess efnis að verið væri að gera upp gáma til þess að leigja út. Þetta eru 27m2 og áætlað leiguverð er 80.000 krónur á mánuði. Þessar íbúðir myndu henta vel fyrir ein- staklinga en ólíklegt er að náms- maður hafi efni á þessu verði. Ein- staklingur sem borgar 30.000 kr. í bílakostnað, 7000 kr. í nettengingu, 5000 kr. í hita/rafmagn og 45.000 kr. í mat á eftir 87.000kr. til að leigja sér íbúð miðað við 140.000 kr. mánaðarleg námslán. Hann á þá eftir að kaupa sér námsbækur, borga skólagjöld og annað. Leigumarkaðurinn eins og hann er í dag er orðinn námsmönnum ómögulegur og erfitt er að safna sér fyrir sinni fyrstu íbúð. Framboðið á viðráðanlegum íbúðum þarf að aukast svo unga fólkið eigi mögu- leika á að kaupa sér sitt fyrsta hús- næði. Hvað varðar kaup á íbúð þá er yfirleitt gott að geta greitt um 20% af heildarverði hennar. Segjum sem svo að ef íbúð kostar 20 milljónir þá þarf einstaklingur að geta reitt fram 4 milljónir í útborgun til þess að geta keypt hana. Svo ekki sé tal- að um greiðslumat og annað sem fáir námsmenn standast. Hvernig eiga þeir að geta safnað slíkri upp- hæð á meðan skólagöngu stendur? Hvernig eigum við unga fólkið að geta safnað og keypt íbúð að skóla loknum? Harpa Jónsdóttir og Kristinn Lúðvíksson. Höf. eru nemar í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. Ert þú með hugmynd sem gæti bætt mannlífið eða umhverfið í bænum okkar? Ef svo er, þá þurfum við að tala saman. Það skiptir ekki máli hvort hugmyndin þín sé risa- stór eða pínulítil, gáfuleg eða snar- geggjuð. Ef þú ert með hugmynd þá viljum við fá að heyra hana. Þá þurfum við að tala saman. Í stefnu hins alþjóðlega stórfyr- irtækis Apple má finna þessi orð: „Heill þeim geggjuðu, uppreisnar- seggjunum og vandræðagemling- unum. Heill þeim sem sjá hlutina frá öðrum sjónarhornum en aðr- ir. Þá sem sumir álíta geggjaða telj- um við vera snillinga, vegna þess að þeir sem eru nógu geggjaðir til að halda að þeir geti breytt heiminum eru einmitt þeir sem gera það.“ Stjórnendur Apple hafa áttað sig á því að allar hugmyndir eiga er- indi, sama hversu geggjaðar eða heimskulegar þær virðast vera við fyrstu sýn. Allar hugmyndir eiga það skilið að þeim sé komið á fram- færi og að á þær sé látið reyna, því heimskuleg hugmynd getur orðið að einhverju sem breytir heiminum – eða Skaganum. Síðastliðið haust hélt Samfylk- ingin á Akranesi málefnafundi þar sem íbúum bæjarins gafst kostur á að koma og ræða hin ýmsu mál sem varða stjórnsýslu bæjarins, skipulag, umhverfi og lífsgæði íbúa á Akra- nesi. Fundirnir voru vel sóttir og afraksturinn af þeim eru ótal hug- myndir sem frambjóðendur flokks- ins fá nú tækifæri til að vinna úr og marka þannig stefnuna til framtíð- ar. Nú tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið og efnum að nýju til samtals við bæjarbúa undir yfir- skriftinni „Tölum saman.“ Við vilj- um heyra hvað Skagamenn hafa að segja um fjölskylduna og velferð hennar, um atvinnulífið, menningu og stjórnsýslu bæjarins, um skólana okkar, íþróttir og æskulýðsstarf og um fegrun bæjarins og skipu- lag. Við viljum fá fleiri hugmyndir, fleiri skoðanir og fleiri sjónarhorn. Við viljum heyra hvað þú hefur að segja. Það skiptir ekki máli hvort hug- myndin þín sé stór eða lítil, geggj- uð eða gáfuleg, úthugsuð eða alger- lega á byrjunarreit. Þú þarft ekki einu sinni að hafa einhverja sérstaka hugmynd, það nægir að hafa áhuga og löngun til að taka þátt í því að gera bæinn okkar að enn betri stað til að búa á. Fundirnir eru haldnir í húsnæði Samfylkingarinnar að Stillholti 16- 18, tímasetningar eru nánar aug- lýstar í þessu blaði og á face book síðu flokksins. Við hvetjum Ak- urnesinga til að koma, hitta fram- bjóðendur og skiptast á hugmynd- um og skoðunum - því við þurfum að tala saman. Valgarður Lyngdal Jónsson Höfundur skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar á Akranesi. Nýlega samþykkti meirihluti há- skólakennara að fara í verkfall ef kjarasamningar næðust ekki og leggja niður störf prófatímabilið 25. apríl til 10. maí 2014. Ég er á fyrsta ári í tómstunda- og félagsmálafræði og hef ég hugs- að mikið út í það hvað gerist ef það yrði verkfall og hvaða áhrif það myndi hafa á okkur nemendurna sem og skólann sjálfan og starfs- fólk hans. Það eru margar spurningar í gangi hjá háskólanemum þessa dagana eins og til dæmis hvenær lokaprófin verða og hvenær útskrift yrði. Það myndi hafa áhrif á útborgun náms- lána sem myndu seinka. Nemendur myndu fara seinna í sumarfrí og þar með myndu þeir sem hafa nú þegar ráðið sig í vinnu ekki getað byrjað á tilsettum tíma. Orðrómur hefur verið innan veggja skólans að prófin yrðu hald- in jafnvel í ágúst og myndi það skerða atvinnumöguleika nemenda í sumar til að afla sér fjár fyrir næst- komandi skólaár og gæti orðið til þess að einhverjir hellist úr hópn- um vegna bágrar fjárhagsstöðu. Þórey Hólm Heimisdóttir Ég tel það lán mitt að tengjast báðum grunnskólunum á Akra- nesi. Sjálfur gekk ég í Brekkubæj- arskóla sælla minninga og tvær af dætrum mínum hafa lokið námi við Grundaskóla og sú þriðja unir vel sínum hag þar í þriðja bekk. Eðli málsins samkvæmt hafa skólarnir vaxið og dafnað með bæj- arfélaginu. Svo vel að þeir eru hvor um sig orðnir með stærstu vinnu- stöðum bæjarins. Fjöldi nemenda er nú kominn að þolmörkum hús- næðis skólanna. Í Brekkubæjarskóla eru nú ríflega 400 nemar við nám og í Grundaskóla eru þeir rúmlega 600 talsins. Í báðum skólum eru því öll rými nýtt og gott betur. Árgangar hafa stækkað og munu stækka enn frekar á komandi árum. Fyrir þann tíma verður því að liggja fyrir hvernig við viljum byggja upp skólana okkar og í þeirri vinnu verð- um við ávallt að horfa til framtíðar. Þar þarf að huga að ýmsum þátt- um. Mikilvægt er að nálgast hlutina á sem hagkvæmastan hátt, hvern- ig bætt verður við húsnæði um leið og tryggt verður að skólastarfið sé sem allra best. Skagamenn eiga að tryggja með stolti sem bestar að- stæður fyrir bæði nemendur og starfsmenn. Skóli er meira en hús. Við eigum að mæta þessum áskor- unum með opnum huga. Í þessari vinnu eigum við að sameina krafta bæjarbúa öllum til heilla. Getum við tryggt stoðirnar og gert enn betur með auknum tengslum skóla- stiga á Akranesi? Getum við aukið gæði starfsins með tryggum kjör- um starfsmanna en um leið hagrætt þannig að hverri krónu sem sé best varið með hagsmuni nemanda að leiðarljósi? Á næstu vikum þurfa frambjóð- endur til bæjarstjórnar á Akranesi að ræða stefnumál sín í skólamál- um. Þeirri umræðu ætla ég að mæta ásamt félögum mínum með opnum huga. Tryggja lifandi umræðu um framtíðarskipan skólamála á Akra- nesi með það eitt að markmiði að gera gott skólastarf enn betra. Skólakveðjur, Þórður Guðjónsson. Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðismanna á Akranesi Pennagrein Með opnum huga Pennagrein Verkfall háskólakennara: Hvaða áhrif mun það hafa? Byrjað að grafa fyrir þvottaplani Pennagrein Við þurfum að tala saman Pennagrein Húsnæðismál unga fólksins Sveinn og Guffý í Knapanum. Knapinn í Borgarnesi tíu ára

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.