Skessuhorn - 09.04.2014, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Vörur og þjónusta
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Bifreiðaþjónusta Harðar ehf.
Smur og dekkjaþjónusta
Sala á dekkjum og olíuvörum
Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi
437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Um tveggja ára skeið hafa sveitar-
félögin fimm á Snæfellsnesi unn-
ið að gerð svæðisskipulags. Mikill
einhugur hefur verið við verkið og
fjölmargir komið að málum. Svæð-
isskipulagið er unnið undir leiðsögn
Bjargar Ágústsdóttur og Matthild-
ar Kr. Elmarsdóttur hjá ráðagjafa-
fyrirtækinu Alta. Samhliða svæðis-
skipulagi hefur verið unnið að und-
irbúningi og stofnun Svæðisgarðs
Snæfellsness en formleg stofnun
hans fór fram 04.04.2014.
Svæðisskipulagstillagan er nú til
umsagnar hjá umsagnaraðilum og
verður kynnt fyrir almenningi inn-
an tíðar og síðan auglýst formlega
samkvæmt skipulagslögum síðar í
vor.
Svæðisskipulag Snæfellsness
2014 - 2026 felur í sér sameigin-
lega sýn á þróun svæðisins frá sjón-
arhóli sveitarfélaganna, sem mótuð
er í nánu samstarfi við atvinnulífið,
félagasamtök og íbúa.
Nánar tiltekið er hlutverk svæð-
isskipulagsins að:
• veita yfirlit yfir auðlindir og
sérkenni í náttúrufari, landslagi,
menningu og sögu Snæfellsness.
• greina hvernig hægt er að nýta
auðlindirnar og viðhalda staðar-
anda og sérkennum og með því
styðja við þróun á vörum og þjón-
ustu á svæðinu.
• marka stefnu um viðhald og nýt-
ingu sérkenna og verðmæta svæð-
isins.
Svæðisskipulagið er „stefnu-
markandi skipulagsáætlun,“ sem
setur fram heildstæða almenna
stefnu sem segir í hvaða átt menn
ætla að ganga og í grófum drátt-
um hvernig, en útfærir ekki land-
notkun á uppdrætti eða nákvæma
skipulagsskilmála. Svæðisskipulag-
ið skiptist í þrjá meginhluta: Fram-
tíðarsýn, grunn og áætlun. Að auki
er því lýst hvernig staðið verður að
framfylgd áætlunar.
Framtíðarsýn
Dregin er upp mynd af því hvern-
ig við viljum að Snæfellsnes líti út
þegar til framtíðar er litið. Jafn-
framt er lagður grunnur að sam-
eiginlegri ímynd (vörumerki) fyr-
ir allt Snæfellsnes sem nýtt verði
markvisst í allri markaðssetningu
og kynningu fyrir snæfellska vöru,
þjónustu og svæðið í heild.
Grunnur
Í grunninum er gerð grein fyrir
helstu verðmætum og tækifærum
sem liggja í umhverfi, menningu og
mannauði Snæfellsness. Dregin eru
saman helstu verðmæti og tækifæri
Snæfellsness sem fulltrúar í vinnu-
hópum tilgreindu eða voru sótt í
ýmsar heimildir. Umfjölluninni er
ekki ætlað að vera tæmandi, heldur
gefa grófa mynd af því sem svæðið
býr yfir. Ítarlegri umfjöllun um um-
hverfisaðstæður, sögu og menningu
svæðisins er að finna í umhverfislýs-
ingu sem fylgir með tillögunni.
Áætlun
Áætlunin sjálf, sem skilgreinir mark-
mið og leiðir að þeim, er sett fram
í sex málaflokkum eða þemum, þ.e.
lífsgæði, landslag, matur, iðnaður
og skapandi greinar, ferðalag og að
lokum grunngerð og stjórnun. Þessi
þemu byggja á hlutverki svæðis-
skipulagsins og greiningu á efni frá
vinnuhópum.
Hvert þema skiptist upp í nokk-
ur viðfangsefni. Viðfangsefnin eru
útfærð með markmiðum og leiðum
að þeim.
Markmiðin eru þrennskonar:
o Markmið sem snúa að mótun um-
hverfis og byggðar, til nánari út-
færslu í aðal- og deiliskipulagi og
við veitingu framkvæmda- og bygg-
ingarleyfa.
o Markmið sem snúa að þróun at-
vinnustarfsemi, þ.m.t. vöruþróun
og þróun opinberrar og einkarek-
innar þjónustu við heimamenn og
gesti, til nánari útfærslu í fjárhags-,
framkvæmda- og verkefnaáætlunum
sveitarfélaganna í samvinnu við at-
vinnulífið, stofnanir og félagasam-
tök.
o Markmið sem snúa að þekkingu,
miðlun og markaðssetningu, til nán-
ari útfærslu í fjárhags-, framkvæmda-
og verkefnaáætlunum sveitarfélag-
anna í samvinnu við atvinnulífið,
stofnanir og félagasamtök.
Framtíðarmynd af
Snæfellsnesi
Í svæðisskipulagstillögunni er sett
fram sú framtíðarmynd að á Snæ-
fellsnesi virði íbúar einstakan nátt-
úru- og menningararf, nýti hann
og viðhaldi honum, með áherslum
í byggðaþróun, atvinnustarfsemi,
skóla- og rannsóknarstarfi og dag-
legu lífi. Svæðið verði því eftirsótt
til búsetu og ferðalaga og „Snæfells-
nes“ verði sterkt vörumerki.
Framtíðarmyndin lýsir því sem
samstarfi sveitarfélaganna og at-
vinnulífsins er ætlað að snúast um.
Ætlunin er að samstarfið ýti undir
að samfélagið allt nýti sér þau verð-
mæti sem felast í náttúru- og menn-
ingarauði Snæfellsness og að byggð-
in og umhverfismótunin taki mið
af honum; svæðinu og samfélaginu
til framdráttar. Svæðisskipulagið er
verkfæri til að stuðla að þessu.
Styrking staðaranda og
uppbygging vörumerkis
Svæðisskipulagsáætlunin miðar að
því að styrkja staðaranda Snæfells-
ness. Hún ýtir undir það að unnið sé
út frá sérkennum svæðisins við mót-
un umhverfis og byggðar, þróun at-
vinnustarfsemi og uppbyggingu
þekkingar, miðlun og markaðssetn-
ingu. Með því er stuðlað að því að
Snæfellsnes verði sterkt vörumerki.
Útfærsla stefnu
svæðisskipulags
Stefna svæðisskipulagsins verð-
ur útfærð nánar með landnotkun-
arákvæðum og skipulagsskilmálum
í aðalskipulagi sveitarfélaganna og
deiliskipulagi einstakra svæða.
Með tímanum verði framsetning
aðalskipulags allra sveitarfélaganna
samræmd þannig að auðvelt verði
að draga upp heildarmynd af stefnu
um landnotkun.
Svæðisskipulagið er sóknaráætl-
un Snæfellsness og leiðarljós fyr-
ir Snæfellinga. Með því að fylgja
svæðisskipulaginu eftir aukum við
samfélagsvitund íbúanna og aukum
og eflum byggð á Snæfellsnesi. Við
sköpum framtíðina.
Tillöguna og fylgigögn hennar er
að finna á eftirfarandi vefslóð:http://
ssk-snaef.alta.is/
Gretar D. Pálsson
Formaður svæðiskipulagsnefndar
Snæfellsness
Ég er fyrsti flutn-
ingsmaður frumvarps
um lögbindingu lág-
markslauna sem lagt var fram á Al-
þingi á dögunum. Steingrímur J. Sig-
fússon alþingismaður VG og Birgitta
Jónsdóttir alþingismaður Pírata eru
meðflutningsmenn þingmálsins.
Verði frumvarpið að lögum mun upp-
hæð lægstu launa verða bundin í lögum og
fylgir þróun neyslu- og framfærslukostn-
aðar í landinu með tengingu við neysluvið-
mið velferðarráðuneytisins, en þau byggj-
ast á mælingum á neyslu Íslendinga og ráð-
stöfun fjár til helstu útgjaldaflokka einstak-
linga og heimila. Sá eiginleiki neysluvið-
miðs, að sýna raunveruleg útgjöld vegna
framfærslu, er vel til þess fallinn að mæla
breytingar á framfærslukostnaði í landinu.
Tengsl milli neysluviðmiðs og lægstu launa
ættu því að tryggja að lágmarkslaunin fylgi
verðlagsþróun. Vinnumálastofnun er ætl-
að að hafa eftirlit með því að lögunum sé
framfylgt og fær í þeim tilgangi aðgang að
launaútreikningum atvinnurekenda.
Umbóta er þörf
Enda þótt verkalýðshreyfingin hafi gert
margt vel á undanförnum árum verður ekki
fram hjá því litið að lægstu laun sem heim-
ilt er að greiða hér á landi eru alltof lág
og í raun alls ekki sæmandi í okkar þjóð-
félagi sem telst vel efnum búið á heimsvísu.
Frumvarp okkar þremenninganna miðar
vissulega að því að hækka lægstu launin og
tryggja þau en því er alls ekki stefnt gegn
hlutverki verkalýðsfélaga sem munu hér
eftir sem hingað til gegna meginhlutverki í
baráttunni fyrir bættum hag almennings og
vera helsti málsvari launafólks í samskipt-
um þess við atvinnurekendur.
Frumvarpi um lögbindingu lágmarks-
launa er ekki ætlað að fara fram með
yfirboð, heldur taka mið af raunsæjum
grunni og ráðstöfununum er ætlað að falla
að því félagslega stuðningskerfi sem hér er
í landi svo sem vaxtabótum, húsaleigubót-
um, barnabótum og þrepaskiptu skattkerfi.
Viðhorf til hækkunar lægstu launa og
launajöfnuðar
Ósjaldan heyrast háværar raddir gegn
hækkunum lægstu launa frá atvinnulífinu,
einnig frá ríkinu, og nú síðast frá Seðla-
banka Íslands þegar launafólk á almenna
vinnumarkaðnum gerði kröfu til sérstakr-
ar hækkunar á lægstu laun. Láglaunafólki
virðist öllum öðrum fremur ætlað að bera
ábyrgð á verðbólgu/þenslu og annari efna-
hagslegri óáran of því heyrist einatt hljóð
úr horni ef krafist er hærri launa þeim til
handa.
Samanburður launa innan launþega-
hreyfingarinnar hefur verið ákveðinn drag-
bítur á verulega hækkun lægstu launa.
Nauðsynlegt er að horfast í augu við það.
Þrátt fyrir það að hlutfall Íslendinga
undir lágtekjumörkum sé verulega lægra
en innan ESB þá er enn mikið verk að
vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins við að
ná launum upp miðað við raunframfærslu
fólks, þar sem allir þættir eru teknir inn í
myndina þó án neinna lúxusviðmiða.
Vinnumarkaðurinn glímir enn við mik-
inn kynbundinn launamun og benda má á
bág kjör t.d. erlends verkafólks, umönnun-
arstétta og almenns verkafólks í landinu.
Verkakonur voru t.d. með lægstu laun full-
vinnandi launamanna hér á landi árið 2012.
Lögbundin lágmarkslaun gætu stuðlað að
breytingum á þessu.
Lágmarkslaun gegn félagslegum und-
irboðum
Þeim fullyrðingum hefur verið haldið á lofti
að lögbinding lágmarkslauna veikti verka-
lýðshreyfinguna og að þeirra væri ekki þörf
þar sem sterk verkalýðshreyfing starfar. Ég
tel þessa staðhæfingu vera barns síns tíma
og veruleikinn er sá að í 21 ríki af 28 ríkj-
um ESB eru lögbundin lágmarkslaun og í
Þýskalandi sem er fjölmennasta ríki ESB
er stefnt að lögbindingu lágmarkslauna 1.
janúar 2015. Vinstri menn settu þá kröfu
fram og börðust fyrir henni. Helsta ástæða
þess að lögbinding lágmarkslauna þykir
nauðsynleg eru svonefnd félagsleg undir-
boð sem fylgja flutningum vinnandi fólks
milli ólíkra hagsvæða. Fólk sem býr við lág
laun í heimalandi sínu er líklegt til að sætta
sig við rýrari kjör en almennt eru í boði á
efnaðri svæðum og verður þetta til þess að
lækka lægstu launin. Ýmsar vísbendingar
eru um að hér á landi sé einmitt sótt hart
að lægri enda launaskalans.
Í Kanada og í Bandaríkjunum eru lög-
bundin lágmarkslaun og enn fremur í
fjölda annarra ríkja sem teljast hafa þróað
efnahagskerfi og hefur útbreiðslan aukist
frá síðustu aldamótum og ein skýringin á
því er talin vera vaxandi undirboð á vinnu-
markaði í kjölfar aukins flæðis vinnuafls á
milli ríkja. Þróun undanfarinna ára og ára-
tuga sýnir að þörfin fyrir lögbindingu lág-
markslauna er vissulega til staðar í nútíma-
samfélagi. Lögbindingunni er ekki ætl-
að að veikja kjarabaráttuna heldur þvert á
móti að bregðast við aðkallandi vandamáli
og verða hvatning til þess að ná fram betri
árangri til handa launafólki.
Samfélagið ber ábyrgð á því fólki sem
býr við lökust kjörin og því er það líka á
ábyrgð löggjafans ekki síður en aðila vinnu-
markaðarins að fólki séu tryggð mannsæm-
andi kjör.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Höf. er alþ.m. VG í Norðvesturkjördæmi.
Pennagrein
Svæðisskipulag Snæfellsness
Pennagrein
Frumvarp um lögbindingu
lágmarkslauna