Skessuhorn - 09.04.2014, Side 31
31MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Mikill fögnuður braust út í Stykk-
ishólmi á sunnudagskvöldið þegar
Snæfellskonur unnu Hauka í þriðja
leiknum í úrslitaeinvíginu um Ís-
landsmeistaratitilinn í körfubolta.
Þetta var í fyrsta sinn sem kvenna-
lið Snæfells verður Íslandsmeistari,
en kvennaboltinn hefur verið að
byggjast upp jafnt og þétt í Hólm-
inum síðustu árin. Árangur Snæ-
fellskvenna á þessu tímabili er frá-
bær. Þær lönduðu deildarmeistara-
titli og léku til úrslita í Bikarkeppn-
inni. Snæfell sýndi það og sannaði
í úrslitaeinvíginu gegn Haukum
að það er besta liðið, mesta breidd
ungra leikmanna, en enginn lék
þó betur en reynsluboltinn Hildur
Sigurðardóttir sem að leik loknum
var valin besti leikmaður úrslita-
keppninnar.
Í tveimur fyrstu leikjunum í úr-
slitaeinvíginu var Snæfell með und-
irtökin frá byrjun. Það var ekki í
leiknum í Hólminum í gærkveldi.
Haukarnir voru með frumkvæðið
fram af. Voru yfir eftir fyrsta leik-
hluta 12:10 og í hálfleik var staðan
25:23 fyrir Snæfelli. Það var síðan
í þriðja leikhluta sem Snæfellskon-
ur gerðu út um leikinn með því að
skora 19 stig í röð. Munurinn var
12 stig fyrir lokaleikhlutann, 46:34.
Haukakonur náðu að rétta hlut sinn
í lokafjórðungi og aftur var kominn
spenna í leikinn í stöðunni 48:42.
En Snæfellskonur héldu áfram að
spila sinn leik og luku leiknum og
mótinu á öruggum sigri; 69:62.
Það var ekki aðeins Íslandsmeist-
aratitlinum sem forráðamenn Snæ-
fells höfðu ástæðu til að fagna með
stúlkunum, heldur því að Stykkis-
hólmsbær styrkti körfuknattleiks-
deildina með 1200 þúsund krón-
um í tilefni Íslandsmeistaratitilsins.
Þá fékk liðið hálfa milljón frá Dom-
inos, styrktaraðila deildarinnar.
Titill sem stendur upp
úr hjá Hildi
Sem fyrr segir var Hildur Sigurð-
ardóttir valin besti leikmaður út-
slitakeppninnar. Hún fór að heim-
an úr Stykkishólmi á sautjánda
ári og komst fljótlega í hóp bestu
körfuknattleikskvenna í landinu.
Hún varð nokkrum sinnum meist-
ari með KR en segir titilinn núna
þann sem stendur upp úr. Hildur
kom aftur heim í Hólminn sumar-
ið 2011 staðráðin í að hjálpa efni-
legu liði Snæfells að verða besta lið
landsins. Það tókst henni í þess-
ari útslitakeppni. Sigur Snæfells er
ekki síst stór fyrir það að leika nán-
ast úrslistakeppnina án liðsinnis
bandaríska leikmannsins Chynnu
Brown.
Stigaskorið hjá Snæfelli í þessum
þriðja leik úrslitanna var þannig:
Hildur Sigurðardóttir 20 stig, 13
fráköst og 9 stoðsendingar, Hildur
Björg Kjartansdóttir 17 stig, 10 frá-
köst og 5 varin skot, Hildur Hjör-
dís Björgvinsdóttir 13 stig, Guð-
rún Gróa Þorsteinsdóttir 11 stig,
10 fráköst og 3 varin skot, Chynna
Brown 4 stig og 5 fráköst, Eva Mar-
grét Kristjánsdóttir 2 stig og 4 frá-
köst og Alda Leif Jónsdóttir 2 stig.
þá
Systkinin Tinna og Magnús Ingi
Helgabörn úr Hvalfjarðarsveit
urðu um helgina sigursælasta parið
í tvenndarleik á Íslandsmóti í bad-
minton. Þau urðu Íslandsmeistar-
ar í tvenndarleik sjöunda árið í röð.
Tinna gerði gott betur en landa
titlinum í tvenndarleik því hún
vann einnig í einliðaleik og tvíliða-
leik og varð því þrefaldur Íslands-
meistari. Þetta var í annað sinn
sem Tinna nær þessum árangri, en
hún varð einnig þrefaldur meistari
2009. Magnús Ingi bróð r hennar
varð þrefaldur meistari fyrir þrem-
ur árum, 2011. Systkinin keppa fyr-
ir TBR en búa í Danmörku. Tinna
er enn að æfa og keppa á fullu en
Magnús Ingi hefur dregið úr æfing-
um og keppni. Þau eru í sitthvoru
íþróttafélaginu í Danmörku.
Tinna vann sigur á Margréti Jó-
hannsdóttur í hörkurimmu í úrslit-
um einliðaleiksins. Hún hafði ásamt
Erlu Björg Hafsteinsdóttur betur í
úrslitum tvíliðaleiksins gegn Elínu
Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhann-
esdóttur. Í tvenndarleik kepptu þau
Tinna og Magnús Ingi við Atla Jó-
hannesson og Snjólaugu Jóhanns-
dóttur og unnu í tveimur lotum,
21:17 og 21:15. þá
Dansparið unga Brynjar Björnsson,
Borgfirðingur frá Neðri Hrepp í
Skorradal, og Perla Steingríms-
dóttir keppa í undanúrslitaþætti
Ísland got talent sunnudaginn 13.
apríl nk. Eins og fram kom í viðtali
við Brynjar í aðventublaði Skessu-
horns hafa þessi duglegu ungmenni
æft dans í fjöldamörg ár og unnið
marga Íslands- og bikarmeistara-
titla. Þau hafa farið á mörg heims-
meistaramót fyrir Íslands hönd og
staðið sig afar vel. Sumarið 2013
fóru þau til Kína og náðu þar 10.
sæti af 130 danspörum í flokki full-
orðinna, en þau eru aðeins 16 og
17 ára. Brynjar og Perla eru bæði
í landsliði Íslands í dansi og voru
valin sem afreksefni hjá ÍSÍ sem er
mikill heiður. Einnig hefur Perla
fengið sérstaka viðurkenningu frá
Afrekskvennasjóði ÍSÍ fyrir góðan
árangur þá aðeins 14 ára gömul.
Brynjar og Perla eru bæði á
fyrsta ári í menntaskóla, Brynjar á
myndlistarbraut í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ og Perla í Versló.
Þau eru sannarlega listrænt par og
hefur Brynjar t.d. unnið keppni í
hönnun á stuttermabolum og fyr-
ir nokkrum dögum unnu þau sam-
an hönnunarkeppni Kjörís. Brynj-
ar veit fátt skemmtilegra en að
mála og hefur hann verið dugleg-
ur að fjármagna dansinn með sölu
á málverkum.
Brynjar og Perla hafa núna
komið fram tvisvar í keppninni Ís-
land got Talent með dansatriði og
í hvert skipti hafa þau notað mál-
verk eftir Brynjar sem hluta af at-
riðinu. Það verður því spennandi
að sjá málverkið sem Brynjar hef-
ur málað fyrir undanúrslitin en at-
riðið þeirra er víst stórglæsilegt.
Borgfirðingar eru hvattir til að
styðja við bakið á þessum ungu og
hæfileikaríku dönsurum.
mm
Magnús Ingi og Tinna Helgabörn.
Ljósm. badminton.is
Systkinin úr Hvalfjarðarsveitinni
sigursælasta parið í badmintoninu
Ungur Borgfirðingur í undan-
úrslitum Ísland got talent
Héraðssambönd á svæðinu frá Kjal-
arnesi í suðri vestur á sunnanverða
Vestfirði hafa síðustu árin haft með
sér samstarf sem kallast SamVest.
Samstarfið byggist á því að gefa
börnum og unglingum sem æfa
frjálsar íþróttir kost á því að hittast á
sameiginlegum æfingum sem haldn-
ar eru nokkrum sinnum á ári. Síðast-
liðinn sunnudag var ein af þessum
samæfingum haldin í Laugardals-
höll. Þar voru mætt 27 ungmenni af
umræddu svæði, flestir frá UDN en
mikill frjálsíþróttaáhugi er á svæði
Dalamananna og Norður-Breiðfirð-
inga um þessar mundir, aðallega á
Reykhólum.
Hópurinn æfði undir stjórn nokk-
urra þjálfara á þessari æfingu, m.a.
þeirra Gunnars Páls Jóakimsson-
ar, Hlyns Guðmundssonar og Óð-
ins Björns Þorsteinssonar. Á þess-
ari æfingu fengu krakkarnir að kynn-
ast greinum sem mörg þeirra hafa
ekki æft eins og t.d. sleggjukasti, en
einnig stökkum og hlaupum. Gunn-
ar Páll fór m.a. yfir hlaupaprógr-
amm sem hann hefur sniðið sér-
staklega að þörfum barna og ung-
linga á landsbyggðinni, sem kannski
æfa eins síns liðs við ófullkomnar að-
stæður. Skafti Steinólfsson sem á sæti
í framkvæmdanefndinni fyrir Sam-
Vest sagði að æfingin hefði tekist vel
og áhuginn hafi verið mikill hjá þess-
um duglega hópi sem mætti á æf-
inguna. Með Skafta í framkvæmda-
hópnum eru Björg Ágústsdóttir í
Grundarfirði og Hrönn Jónsdóttir í
Borgarfirði. Í fyrra var í fyrsta sinn
sent sameiginlegt lið SamVest í Bik-
arkeppni unglinga 15 ára og eldri og
stóð liðið sig vel í þeirri keppninni.
þá/ Ljósm. Björg Ágústsd.
Samæfing SamVest í
Laugardalshöll
Bróðurpartur hópsins frá SamVest á æfingunni ásamt þjálfurum.
Teygt á að lokinni æfingunni.
Snæfellskonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn
Sigri fagnað og Íslandsmeistarabikarinn í höfn. Ljósm. sá.
Þjálfarinn kampakátur. Ljósm. sá.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA