Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Qupperneq 7

Skessuhorn - 10.12.2014, Qupperneq 7
7MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Hvöss lægð gekk yfir suðvestanvert landið á mánudagskvöldið og fram á nóttina. Björgunarsveitir um vestan- vert landið voru kallaðar út til aðstoð- ar, meðal annars í Ólafsvík, Borgarnesi og á Akranesi. Veginum frá Kjalarnesi í Borgarnes var lokað vegna óveðurs- ins frá klukkan 22 til 02 um kvöldið enda hvassviðri og hálka og alls ekk- ert ferðaveður. Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi seg- ir að óveðrið hafi byrjað seinnihluta dags samhliða hálku og gauragangi undir fjallinu. Um kvöldmatarleyt- ið barst tilkynning um þrjá bíla utan vegar. Fyrir tíu um kvöldið fór svo fiskflutningabíll með tengivagni út af veginum. Ekki er vitað til að meiðsli hafi orðið á ökumönnum eða far- þegum þessara bíla. Um morguninn fóru einn eða tveir bílar út af veginum þótt þá hafi veður verið búið að ganga mikið niður. Unnið var á þriðjudeg- inum við að ná fiskinum úr flutninga- bílnum og koma bíl og vagni upp á veg að nýju. Þess má geta að klukkan 23 um kvöldið fór vindur í hviðum í 60 metra á sekúndu við Hafnarfjall. Að sögn Ólafs Guðmundssonar hjá lögreglunni á Snæfellsnesi voru engar bókanir í dagbók lögreglu vegna veð- ursins á mánudagskvöldið, aðrar en um að veðrið hafi verið slæmt. „Allt virðist hafa hafa gengið áfallalaust,“ sagði Ólafur. Í Borgarnesi var minniháttar skaði í veðrinu. Björgunarsveitin Brák ók um í eftirlitsferð. Alvarlegast sem vit- að var um var að hlífar á eldsneyt- isdælum við bensínstöð losnuðu. Í Húsafelli féll steypumót þar sem unn- ið er við byggingu hótels. Ekki var um stórvægilegt tjón að ræða, að sögn Þórðar Kristleifssonar í Húsafelli. Í Dölum er vitað um að þak hafi fokið af gömlu fjárhúsi í Laxárdal. Ýmislegt fór af stað á Akranesi í óveðrinu, flest þó smálegt. Veður- átt var sunnanstæðari og meiri vind- styrkur en í óveðurslægðinni rúmri viku áður. Björgunarfélag Akraness þurfti að sinna fjölda útkalla, þar á meðal flutti sveitin tíu manna vinnu- flokk frá Norðuráli til síns heima í Borgarnesi á mánudagskvöldinu. Það gerði sveitin á bryndreka sínum, sem kallaður er Talibaninn, enda var ekkert ferðaveður fyrir léttbyggðari ökutæki og veginum við fjallið lokað frá tíu til tvö, eins og áður sagði. Þá þurfti að styrkja festar þriggja báta í Akraneshöfn. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á Akranesi voru járn- plötur á ferð á Suðurgötu í grennd við farfuglaheimilið. Fellihýsi fór af stað við Sunnubraut, heitur pottur losnaði við fjölbýlishúsið á Kirkju- braut 12, ljósastaur gaf sig við Inn- nesveg og féll, bíll fauk til á Jaðars- bökkum og þakkantur losnaði á húsi við enda Kirkjubrautar. Björgun- arsveitarmenn á Akranesi voru að störfum fram á nótt. þá Líkt og fram kom í síðasta tölu- blaði Skessuhorns stefnir í að versluninni Hólakaupum á Reyk- hólum verði lokað um áramót- in. Þau Ólafía Sigurvinsdóttir og Eyvindur Magnússon hafa verið kaupmenn í Hólakaupum síðast- liðin rúm fjögur ár en munu nú um áramótin stefna á önnur mið. Til- raunir til að selja rekstur verslun- arinnar hafa engu skilað og verður henni því lokað um áramót. Hóla- kaup er eina verslunin í Reykhóla- hreppi og verða íbúar því að leita í nærliggjandi sveitarfélög eftir þjónustu þegar versluninni verð- ur lokað. Að sögn Ingibjargar Birnu Erlings dóttur sveitarstjóra Reyk- hólahrepps hafa íbúar í hreppn- um ekki lent í því áður að vera al- veg án verslunar. „Verslunin hef- ur verið starfrækt af ýmsum aðil- um í gegnum tíðina en henni hef- ur aldrei verið lokað. Við vonumst enn til að einhver taki við rekstrin- um,“ segir Ingibjörg Birna í sam- tali við Skessuhorn. Sveitarfélagið á húsnæðið þar sem verslunin er til húsa og N1 á tæki og tól, svo sem afgreiðslukassa og bensíndæl- ur. Bensíndælurnar eru sjálfsalar og verða þær áfram í notkun þótt að versluninni verði lokað. „Við verðum í sambandi við N1 upp á að verða ábyrgðaraðilar, reikna ég með.“ Næsta verslun á Hólmavík Hólakaup hefur verið rekin með hagnaði öll þau ár sem hún hefur verið í umsjón Eyvindar og Ólafíu og því vekur það nokkra furðu að ekki hafi fundist nýr rekstraraðili. Það mun koma sér illa fyrir sam- félagið á Reykhólum ef hún leggst af. „Ef það verður bil á rekstrinum þá neyðast íbúarnir hér að gera innkaup sín annars staðar. Næsta verslun er á Hólmavík og það er um 40 mínútna akstur þangað. Svo er önnur í Búðardal, í um 50 mín- útna akstursfjarlægð,“ segir Ingi- björg Birna. „En ég vil ekki trúa því að enginn taki við rekstrinum. Við erum því enn vongóð þó við sjáum ekkert í hendi,“ bætir hún við að endingu. grþ Vonast enn til að einhver taki við rekstrinum Hólakaup á Reykhólum. Eignatjón og fjöldi útkalla samhliða óveðurslægð Ófærð var víða í Snæfellsbæ á þriðjudagsmorgun. Hér er unnið við að losa bíl skammt neðan við Klif. Ljósm. af. Fiskflutningabíllinn er mjög illa farinn ef ekki ónýtur. Ljósm. mm. Kirkjubraut 54 - Akranesi s: 431 1199 Snotra Garn og gjafavörur Opið: Virka daga kl. 11-18 • Laugardaga kl. 11-14 Hjá okkur fást einnig ýmsar gjafavörur og gjafakort. Komið og kíkið á úrvalið. Alltaf heitt á könnunni. Nú fæst hið frábæra Dropsgarn í Gallerý Snotru, Akranesi Góð tilboð á völdum tegundum til áramóta. Íbúðir til leigu næsta sumar Menntaskóli Borgarfjarðar og Nemendagarðar MB leita eftir tilboðum í leigu á tveimur íbúðum að Brákabraut í Borgarnesi Leigutímabilið hefst 10. júní 2015 og lýkur 15. ágúst 2015. Íbúðirnar myndu henta ferðaþjónustuaðilum til áframleigu. Um er að ræða tvær bjartar og rúmgóðar íbúðir á jarðhæð við Brákarbraut 8. Íbúðirnar leigjast með húsgögnum. Tilboðið skal sendast til Nemendagarða MB, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes. í síðasta lagi 20. janúar 2015. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Helgu Karlsdóttur í síma 4337700. SK ES SU H O R N 2 01 4 Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar hlutastörf í félagsmiðstöðvum fyrir unglinga í Borgarbyggð. Félagsmiðstöðvarnar eru starfræktar í Borgarnesi og á Bifröst. Helstu verkefni og ábyrgð Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir unglinga.• Leiðbeina unglingum í leik og starfi.• Umsjón og undirbúningur klúbbastarfs.• Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk skóla.• Samskipti og samstarf við foreldra.• Hæfniskröfur Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.• Áhugi á að vinna með unglingum.• Frumkvæði og sjálfstæði.• Færni í samskiptum.• Frekari upplýsingar um störfin Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun janúar 2015. Í boði eru þrjú hlutastörf, 30% -50% hvert. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 19.12.2014 Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfsins að skila sakavottorði. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri í síma 433-7100 eða á netfanginu asthildur@borgarbyggd.is. Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur við félagsmiðstöðvar Borgarbyggðar SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.