Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2014
RAGNAR SCHEVING
ÚTFARARÞJÓNUSTA
ÓLÖF HELGADÓTTIR
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON
ÚTFARARSTJÓRI
FRÍMANN ANDRÉSSON
ÚTFARARSTJÓRI
FJÖLSMÍÐ
LÍKKISTUVINNUSTOFA
Síðan 1993
Stapahraun 5
220 Hafnarfjörður
www.uth.is
uth@simnet.is
565-9775
Hreinsunarátak er að hefjast í
bænum og veitir víst ekki af. Þetta
er þriðja átakið sem Hafnar
fjarðarbær fer af stað með á stutt
um tíma og alltaf er af nógu að
taka. Það er í raun undarlegt að
það þurfi skattpeninga íbúa
bæjarins til þess að fá fyrirtækjarekendur til þess að taka
til í eigin garði. Við hljótum að búa við mjög ófullkomnar
reglur og eða ófullkomnar verklagsreglur sem valda því
að fyrirtæki sjái ekki hag sinn í að hafa snyrtilegt í
kringum sig. Er það lögmál að sá sem rekur bílaverkstæði
þurfi að hafa bílhræ út um allt í kringum sig. Það ber ekki
vott um gott verkstæði. Hvernig stendur á því að
skipulag er með þeim hætti í iðnaðarhverfum að
lóðarmörk eru óljós og ekki er kvöð um girðingu ef
geyma þarf mikið af lausamunum á lóð. Í lóðarsamning
um í einu rótgrónu iðnaðarhverfinu er ákvæði sem veitir
Hafnarfjarðarbæ rétt til að setja girðingakvöð telji menn
ástæðu til þess. Ekki veit ég neitt dæmi um að
Hafnarfjarðarbær hafi nýtt sér þá heimild. Veitir þó ekki
af í því hverfi þar sem bílapartasölur eru með bílhræ
flæðandi út að götu.
Linkind gagnvart þeim sem drasla til og brjóta af sér
er með ólíkindum og ber vott um slæma stjórnsýslu. Til
hvers er verið að setja reglur ef ekki á að fara eftir þeim.
Fyrri minnihluti gagnrýndi harðlega linkind gagnvart
þeim byggingarstjórum og eigendum húsa sem ekki
kölluðu eftir viðeigandi úttektum og því tapaði
Hafnarfjarðbær töluverðum fjármunum þar sem húsin
voru ekki skráð á rétt byggingarstig. Blessunarlega eru
þessir stjórnmálamenn komnir í meirihluta og geta því
breytt þessu til betri vegar.
Hreinsunarátök hafa vakið menn til umhugsunar og
fjölmargir hafa gert átak í að gera snyrtilegra hjá sínum
fyrirtækjum. Það ber að þakka og mikilvægt er að hampa
því sem vel er gert. Mætti jafnvel taka upp á því að veita
viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og veita viður
kenningar í hverju hverfi fyrir sig. Þó alltaf sé gaman að
viðurkenna snyrtilegustu lóðirnar, þá er mikilvægara að
viðurkenna mestu framfarirnar. Það er hvatning til þeirra
sem enn eiga eftir að gera snyrtilegt hjá sér.
Stjórnmálamennirnir geta svo farið að skoða hvernig
þeir geta markað stefnu sem tryggir að skipulag hverfa
sé þannig að það geri mönnum erfitt um vika að drasla
til svo það sé til ama fyrir aðra. Íbúar Valla hafa fengið í
gegn átak um grænkun Valla. – Af hverju er það ekki
áhugamál Skógræktarfélagsins að auka skógrækt inni í
Hafnarfirði, á iðnaðarsvæðum og víðar?
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Sunnudagurinn 21. september
Sunnudagaskóli kl. 11
Sálmamessa kl. 11
með nýjum sálmum
Sr Jón Helgi, Guðmundur organisti
og félagar í Barbörukórnum leiða stundina.
Morgunmessa miðvikudaga kl. 8.15
Kvenfélagsfundur 18. sept kl. 20
www.hafnarfjardarkirkja.is.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
1914 - 2014
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Laugardagurinn 20. september
Fríkirkjudagurinn
tónlistarveisla kl. 14-15
Vöfflukaffi í safnaðarheimilinu á eftir.
Sunnudagurinn 21. september
Sunnudagaskóli kl. 11
Kvöldvaka kl. 20
„Að sjá með hjartanu“:
Inga Harðardóttir flytur hugleiðingu.
Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn
undir stjórn Arnar Arnarsonar.
Sjá nánar um starfið í fréttabréfinu
okkar hér annars staðar í blaðinu og á:
www.frikirkja.is
Víðistaðakirkja
Sunnudagur 21. september:
Messa og sunnudagaskóli
kl. 11
Molasopi á eftir. Börn á öllum aldri velkomin.
Kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12.
Súpa á eftir.
Starfsfólk Víðistaðakirkju
www.vidistadakirkja.is
Sunnudagurinn 21. september
Sunnudagaskóli kl. 11
í umsjá Fríðu og Bryndísar.
Gospelguðsþjónusta kl. 20
Kór Ástarnarkirkju syngur
undir stjórn Matthíasar V. Baldursonar.
Ole Lilleheim, sérfræðingur í málefnum kirkna
í Mið-Austurlöndum, prédikar.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson
Barnastarf kirkjunnar á þriðjudögum
Eldriborgarastarf á miðvikudögum kl. 13:30
Alfa-námskeið hefst fimmtudaginn
18. september kl. 19:00. Þátttaka er ókeypis.
Nýr unglingagospelkór
æfir á föstudögum kl. 16:30
www.astjarnarkirkja.is
Á Völlum
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n