Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2014
PANTAÐU
Á NETINU
OG FÁÐU
AFSLÁTT
REYKJAVÍKURVEGI 60 – SÍMI 561 0562
Ætla að byggja safnaðarheimili fyrst
Kirkjubygging Ástjarnarkirkju kemur síðar
Ástjarnarsókn efnir í sam
vinnu við Arkitektafélag Íslands
til opinnar samkeppni um frum
hönnun lóðar, kirkju og safnaðar
heimilis að Kirkjuvöllum 1.
Tilgangur samkeppninnar er að
fá heildarsýn á skipulag lóðar
sóknarinnar.
Verkefnið er áfanga skipt. Í
fyrsta áfanga verður safnaðar
heimili byggt, auk tenginga við
næsta nágrenni og lóð næst safn
að ar heimilinu. Auk Ástjarn ar
sóknar koma kirkjuyfirvöld og
Hafnarfjarðarbær að fjármögnun
verkefnisins. Ekki er til fjármagn
til að ráðast í kirkjubygginguna
sjálfa né frágang allrar lóðarinnar
á næstu árum og því er ekki verið
að óska eftir útfærslu kirkju
byggingar á þessu stigi. Einungis
er verið að leita eftir heildarsýn.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjár
bestu tillögurnar að mati dóm
nefnd ar, samtals að upphæð 5
milljónir króna.
Dómnefndina skipa Sigríður
Sigurðardóttir arkitekt sem er
formaður nefndarinnar, Erlendur
Geir Arnarson vél og iðn
rekstrarfræðingur, fulltrúi sókn
ar nefndar og Þórhallur Sigurðs
son arkitekt.
Ástjarnarsókn var stofnuð árið
2000, um leið og Grafarholtssókn
og Lindasókn, til að þjóna
nýjasta hverfi Hafnarfjarðar,
hverfi sem áætlað er að muni
telja um 15.000 manns þegar það
verður fullbyggt. Nú þegar eru
íbúar hverfisins orðnir um 8.000.
Fyrstu árin var starfsemi
sóknarinnar í Haukahúsinu en
árið 2006 var söfnuðinum
úthlutað lóð við Kirkjuvelli og
ári síðar færði Hafnarfjarðarbær
söfnuðinum tvær gamlar
kennslu stofur að gjöf sem komið
var fyrir á framtíðarlóð kirkj
unnar.
Meginmarkmið sóknarnefndar
með samkeppninni er að skapa
heildarumgjörð utan um kirkju
og safnaðarstarf sóknarinnar.
Leitað er eftir raunhæfum og
hag kvæmum hugmyndum um
lóð og byggingar og tenginga
þeirra innbyrðis sem uppfylla
vænt ingar til starfseminnar.
Áhersla er lögð á vandaðar, ein
faldar, sveigjanlegar og hlýlegar
lausnir. Verkefnið er áfangaskipt
og því er mikilvægt að fyrri
áfangi framkvæmdarinnar geti
staðið sjálfstæður þar til síðari
áfangi verði byggður og að
tenging áfanga verði eðlileg. Í
þessum áfanga er lögð áhersla á
að reisa safnaðarheimili sem er
notendavæn fjölnota bygging
fyrir fjölbreytta starfsemi safn
aðarins.
Skilafrestur tillagna er til 14.
nóvember nk. Áætlað er að
framkvæmdir við safnaðar heim
ilið hefjist haustið 2015 og verði
lokið í desember 2016.
Sóknarprestur Ástjarnarkirkju
er dr. Kjartan Jónsson en
formaður sóknarnefndar er Geir
Jónsson fv. bæjarfulltrúi.
Lóð Ástjarnarkirkju er við Kirkjuvelli, við hlið Ástjarnarlaugar.
Töpuðu ekki leik í sumar
Stelpurnar í 4. fl. FH urðu Íslandsmeistar sl. laugardag
Stelpurnar í 4. fl. FH í fótbolta
sigruðu Breiðablik 20 á laugar
daginn í Kaplakrika í úrslitum
Íslandsmóts 4. flokks kvenna.
Þær sigruðu Val, Þrótt R. og
Aftureldingu samtals 150 í
undanúrslitum. Breiðablik sigr
aði á sama tíma Hauka og Hött
en gerði jafntefli við ÍA.
Í riðlakeppninni lék liðið 10
leiki og sigraði í þeim öllum og
markatalan var 615. Heild
armarkatalan varð því 775!
Ekki amalegur árangur það.
Aníta Dögg Guðmundsdóttir fyrirliði, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Bjarkey Líf Halldórsdóttir, Diljá Ýr
Zomers, Embla Jónsdóttir, Fanney Elfa Einarsdóttir, Guðný Árnadóttir, Gunnhildur Ýr Þrastardóttir,
Helena Ósk Hálfdánardóttir, Helga Magnea Gestsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Kristín Fjóla
Sigþórsdóttir, Saga Magnúsdóttir, Sigrún Björg Ólafsdóttir, Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, Þorbjörg
Lilja Sigmarsdóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir og þjálfararnir Kári Freyr Þórðarson og Þórarinn
Böðvar Þórarinsson.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Starfshópur skipaður
um heilsdagsskóla, frístundastyrki og gjaldskrár
Í júní sl. lögðu fulltrúar
Samfylkingar og Vinstri grænna
fram tillögu í fræðsluráði og fjöl
skylduráði um endurskoðun
greiðslu fyrirkomulags og
greiðslu þátttöku vegna ýmissa
út gjalda barnafjölskyldna,
svo sem gjöld hjá dagfor
eldrum, í leikskólum, Tón
listarskóla, frístunda heimil
um og vegna máltíða í
grunn skólum. Jafnframt
lögð um við til að mótaðar
yrðu tillögur til að tryggja
jafnan aðgang barna að
íþrótta og tómstundastarfi
t.a.m. með auknum sveigj
an leika í nýtingu niður
greiðslna á þátttökugjöldum
vegna íþrótta og tómstunda
iðkunar barna.
Útgjöld barnafjölskyldna
Við teljum mikilvægt að fara í
það verkefni að skoða útgjöld
barnafjölskyldna og reyna með
einhverjum hætti að koma til
móts við þá hópa sem mestu
útgjöldin hafa. Við lögðum upp
með það að starfshópi yrði falið
að móta tillögur sem miðuðu að
því að lækka heildarþjónustugjöld
að teknu tilliti til heimilistekna
og setja skilgreint hámarksþak á
þjónustugjöld hverrar barna
fjölskyldu. Með þessu viljum við
m.a. leita leiða til að hækka
niðurgreiðslur í íþrótta og tóm
stundastarfi þannig að þær tryggi
að öll börn geti tekið þátt óháð
efnahag foreldra.
Samhljóða samþykkt
Það er ánægjulegt frá því að
segja að tillagan hefur nú fengið
afgreiðslu og með örfáum
breytingum orðið að veruleika.
Fræðsluráð tók málið upp á
fundi sínum mánudaginn 8.
september þar sem tillagan var
samþykkt með áorðnum breyt
ingum af öllum fulltrúum
ráðsins. Hin endanlega samþykkt
er í meginatriðum samhljóma
hinni upphaflegu tillögu þar sem
áætlað er að endurskoða stuðning
bæjarins við íþrótta og tóm
stundastarf með það að markmiði
að efla þjónustuna, notendum til
hagsbóta. Gert er ráð fyrir að
niðurstöður úr þjónustu könn
unum og ábendingar frá
notendum þjónustunnar verði
hafðar til hliðsjónar í stefnu
mótum og aðgerðum. Nánar má
lesa um tillögurnar í fundar
gerðum fræðsluráðs á vef bæjar
ins.
Undirritaðar fagna þessu og
óska eftir góðu samstarfi og
samráði við fulltrúa allra flokka
sem og alla þá sem málið varða.
Höfundar eru fulltrúar
Samfylkingar og Vinstri
grænna í fræðsluráði.
Adda María
Jóhannsdóttir
Elva Dögg Ásu dóttir
Kristinsdóttir
Hvar auglýsir þú?..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983
...blaðið sem allir
Hafnfirðingar lesa