Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Page 8

Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2014 Messur og kvöldvökur Messur og kvöldvökur eru á sínum stöðum en þær eru ýmist kl. 11, 13 eða 20. Best er að fylgj ast með tímasetning unum og upplýsingum um starfið á vef okkar www.frikirkja.is eða www.facebook.com/frikhafn og í auglýsingum fyr ir safnað­ arstarfið í Fjarðar póstin um. Sunnudagaskólinn Sunnudagaskólinn er fersk ur sem fyrr alla sunnu daga kl. 11. Krúttakór Nýjung í starfinu Krúttakór Fríkirkjunnar í Hafn ar firði er fyrir börn á aldr­ in um 3­5 ára, Æfingarnar verða á mánu­ dögum kl. 16:30 ­ 17:05 í safn­ að arheimilinu. Þar bjóðum við upp á kaffi fyrir foreldra á meðan æfingum stendur. Krútta kórinn er fyrsta skref barnanna til að læra að vera í kór. Umsjón hafa söngkon urn­ ar Thelma Hrönn Sigur dórs­ dóttir og Erna Blön dal. Skrán­ ing á námskeiðið er hjá þeim: Thelma er með net fangið thelmasig@gmail.com og síma 695 6326 / Erna er með net­ fang ið ernablondal@simnet.is og síma 897 2637. Foreldramorgnar Foreldramorgnar eru nota­ leg ar stundir fyrir foreldra ungra barna og verða í vetur í safnaðar heimilinu milli kl. 10:00 og 12:00 á miðviku dög­ um. Um sjón hefur Sigur borg Kristins dóttir ljósmóðir. Krílasálmar Tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 3ja ­24ra mánaða. Námskeiðið fer fram í kirkj­ unni á fimmtudögum frá 10:30 til 11:15. Umsjónarmenn eru Inga Harð a r dóttir guðfræðingur, Örn Arnarson, tónlistarstjóri Frí kirkj unnar og Erna Blöndal söng kona. Skráning fer fram í netfangið ernablondal@simnet.is eða orn@frikirkja.is Þátttaka er ókeypis. Vinir í bata – 11. spors fundir Í vetur bjóðum við 11. spors fundi Vina í bata alla fimmtu­ daga kl. 20:00­21:00 í kirkj­ unni. Umsjón hefur Ágústa G. Hilmarsdóttir. Þátttaka er ókeyp is. Fríkirkjudagurinn 20. september - tónlistar- og vöffluveisla! Starf í blóma Vetrarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði er nú hafið og það er fjölbreytt að vanda Laugardaginn 20. september höldum við veislu í kirkjunni og safnaðarheimilinu. Dagskráin hefst kl. 14:00 í kirkjunni og stendur til um kl. 15:00. Þar koma fram ýmsir tónlistar­ menn, allt velunnarar kirkjunnar. Má meðal annarra nefna Friðrik Dór, félaga úr Voces Mascul­ orum, Fríkirkjukórinn, Frí­ kirkju bandið, Thelmu Hrönn Sig ur dórsdóttur, Ernu Blöndal og Örn Arnarson en það er ein­ mitt hann sem hefur yfirumsjón með dagskránni í kirkjunni og stjórnar Fríkirkjukórnum. Að lokinni dagskrá í kirkjunni er boðið í vöfflukaffi í safnaðar­ heimilinu. Allir hjartanlega vel­ komnir. Listafólkið gefur vinnu sína þennan dag og því er aðgangur ókeypis. Kvenfélagið Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði hefur löngum verið drjúgur bakhjarl í starf­ inu og þetta árið verður engin breyting á því. Kvenfélags­ konur styrkja barnastarfið að vanda sem gerir það að verkum að þátttaka verður án endur­ gjalds í krútta kór og kríla­ sálmum. Vetrarstarf félagsins hefst miðvikudaginn 1. október með fyrsta fundi vetrarins kl. 20:00 í safnaðarheimilinu. Kaffidagur kvenfélagsins verð ur 12. október að lokinni messu. Þá bjóða kvenfélags­ konur upp á veglegt kaffihlað­ borð í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. September 2014 Fríkirkjan í Hafnarfirði er trúfélag óháð ríkisvaldi og rekið fyrir eigin reikning. Helstu tekjur okkar eru safn­ að ar gjöldin (þ.e. gjald sem skilað er gegnum skattkerfið fyrir hvern þann sem skráður er í söfn uðinn 16 ára og eldri). Safnaðargjöldin notum við m.a. til að greiða prestunum og öðru starfsliði laun sem eru að sjálfsögðu stærstu útgjalda­ liðirnir. (Ath. að þjóðkirkj­ usöfnuðir hafa samskonar tekj ur en að auki greiðir ríkis­ sjóður laun presta þeirra.) Þess vegna skiptir okkur miklu máli að sem flestir, sem njóta þjónustu prestanna okkar og annars starfsliðs, séu skráðir í söfnuðinn. Það má gera með því að fylla út eyðublað í safnaðarheimilinu eða á netinu: www.skra.is/ eydu blod#Trúfélög. Nánari upplýs ingar veitir Jóhann Guðni formaður safnaðar­ stjórn ar sem er til viðtals alla virka daga eftir hádegið í safnaðar heimilinu, Linnetsstíg 6, sími 565 3430 eða í tölvu­ pósti: johann@frikirkja.is. Skráning í söfnuðinn Viltu styrkja kirkjuna? Þeir sem hafa hug á að styrkja starf kirkjunnar með fjár­ framlagi geta gert það með ein­ greiðslu eða reglulegum greiðsl um með kreditkorti og það er einfalt í framkvæmd á vef kirkjunnar, www.frikirkja.is. Einnig má leggja inn á eftir­ farandi reikning: Banki 0544, höfuðbók 26, reikningur nr. 30003 Kennitala Fríkirkjunnar í Hafnarfirði: 560169­5159 FYLGIST MEÐ Á: www.frikirkja.is eða á www.facebook.com/frikhafn

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.