Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Page 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2014
Verjum þá tekjulægstu
Við teljum nauðsynlegt að
einfalda virðisaukaskattskerfið
og draga úr undanþágum í því
flókna kerfi sem við höfum búið
við í fjöldamörg ár. Fjármála
ráðherra hefur nú kynnt fjárlaga
frumvarpið fyrir árið 2015. Í
frumvarpinu má finna
aðgerðir að einföldun
virðis aukaskattskerfisins.
Hluti þeirra aðgerða er að
hækka lægra þrep virðis
aukaskatts úr 7% í 12%,
sem þýðir að virðis auka
skattur á matvæli hækkar
um 5% á einu bretti. Í
frum varpinu er einnig
gert ráð fyrir að efra þrep
kerfisins muni lækka úr
25,5% í 24%. Slík lækkun og
afnám vörugjalda eru mjög já
kvæðar breytingar. Það er einlæg
skoðun okkar að fulllangt sé
gengið í hækkun virðisaukaskatts
á matvæli, skattur sem oft er
nefndur matarskattur í almennri
umræðu. Matvæli er nauð synja
vara sem ekkert heimili kemst
hjá því að kaupa og eiga sem slík
að njóta sérstakrar meðferðar.
Það er erfitt að sjá að áhrif
frumvarpsins, eins og það lítur út
í dag, muni auka ráðstöfunartekjur
hjá öllum tekjuhópum og þá
sérstaklega hjá þeim sem lægstar
hafa tekjurnar. Nauðsynlegt er að
mæta þessari hækkun virðisauka
skatts á matvæli með sterkum
mótvægisaðgerðum. Sem dæmi
um slíka mótvægisaðgerð er gert
ráð fyrir hækkun barnabóta í
frumvarpi fjármálaráðherra.
Fyrir utan það að sú aðgerð er
alls ekki nægilega sterk, nær hún
einungis til afmarkaðs hóps. Slík
aðgerð mun því ekki nýtast barn
lausum, eldri borgurum og
öryrkjum svo einhver dæmi séu
nefnd. Frekari aðgerða er þörf.
Frumvarp fjármálaráðherra
gerir ráð fyrir því að vísitala
neyslu verðs muni jafnframt
lækka en ekki hækka við þessar
breytingar. Gangi það eftir munu
skuldir heimilanna lækka en ekki
hækka þar sem vísitala neyslu
verðs hefur bein áhrif á höfuðstól
verðtryggðra lána. Slík áhrif
væru auðvitað mjög jákvæð en
erfitt er að sjá slíkt gerast. Dæmin
einfaldlega sýna annað. Það
getur þó gerst ef ríkið sýnir
mikið aðhald og fylgir því fast á
eftir að lækkanir muni skila sér í
lægra vöruverði til neytenda en
ekki beint í vasa kaupmanna.
Það væri til dæmis hægt að gera
með sérstöku verðlagseftirliti.
Eins og þetta lítur út í dag teljum
við ákveðna hættu á því að
vístala neysluverðs muni hækka
en ekki lækka og verðtryggð
húsnæðislán muni hækka í
kjölfarið. Slíkt myndi grafa
verulega undan áhrifum á leið
réttingu verðtryggðra húsnæðis
lána sem nú er yfirstandandi af
hálfu ríkisstjórnarinnar.
Við lýsum yfir efasemdum og
trúum því og treystum að
þingmenn Framsóknarflokksins
muni taka málið föstum tökum
og ná fram nauðsynlegum breyt
ingum í meðförum þingsins. Það
hefur Karl, annar höfundur
greinarinnar gert undanfarna
daga. Við þurfum að verja þá
tekjulægstu. Annað færi gegn
gildum flokksins.
Ágúst Bjarni er oddviti Fram -
sóknarflokksins í Hafn arfirði
og varaformaður SUF. Karl
Garðarsson, er þingmaður
Framsóknar flokksins.
Ágúst Bjarni
Garðarsson
Karl
Garðarsson
Blak
Góðan daginn Hafnfirðingar,
núverandi og verðandi blakarar
Við, fyrir norðan ykkur,
höfum áhuga á að fá ykkur í lið með okkur!
Bjóðum upp á byrjendablak í Ásgarði
www.stjarnan.is/blak/aefingatafla
og síðan erum við eldhressir strákar
(nokkrir á besta aldri) með öldungablak
í Ásgarði og Álftanesi sjá töflu.
Nánar um öldungablak: Einar, einar.georgsson@arionbanki.is
eða Halldór brosid@simnet.is
Spjaldtölvuvæðing leikskóla hafin
Ein spjaldtölva komin á hverja leikskóladeild
Leikskólastjórum í leikskólum
Hafnarfjarðar voru á föstudag
afhentar 86 spjaldtölvur til
notkunar í leikskólum. Hver
leikskóli fékk eina spjaldtölvu á
hverja leikskóladeild og eina eða
tvær til viðbótar eftir stærð skóla.
Er þetta hluti af átaki í
tæknivæðingu hafnfirskra skóla.
Það er stefna fræðsluyfirvalda að
innan þriggja ára verði hafnfirskir
leik og grunnskólar í fremstu
röð í notkun upplýsingatækni í
kennslu.
Í fjárhagsáætlun ársins var gert
ráð fyrir 45 milljónum króna til
kaupa á tölvum, skjávörpum og
uppsetningu þráðlauss nets í
leik og grunnskólum. Auk þess
voru 35 milljónir króna ætlaðar
til þróunar og nýsköpunar, sem
nýtist að stórum hluta til þessa
verkefnis í formi námskeiða fyrir
starfsfólk, verkefnastjórnunar,
kennsluráðgjafar og fleira í þeim
dúr.
Keyptir hafa verið 120
skjávarpar sem eru komnir upp í
leik og grunnskólum. Vantar
enn nokkra skjávarpa til að
fullnægja þörfinni. Þá er vinna
langt komin við að setja upp
þráðlaust net í alla leik og
grunnskóla bæjarins.
Ein tölva á hverja deild.
Leikskólastjórarnir voru hæstánægðir með nýju tölvurnar.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n