Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Page 11

Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Page 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 18. september 2014 Nýliðastarfið hjá Björg unar­ sveit Hafnarfjarðar er farið af stað en þó er ekki enn orðið of seint að vera með. Helgina 19.­21. sept verður gengið yfir Fimmvörðuháls. Farið verður frá Hafnarfirði á morgun, föstudag, gist í Skóg­ um og gengið yfir í Þórsmörk á laugardeginum. Á sunnudeg­ Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 Fyrirhugað er að hefja vinnu við skipulag Drafnarsvæðisins (Slippsvæðisins). Haldinn verður almennur kynningarfundur í Kænunni Óseyrar­ braut 2 miðvikudaginn 24. sept. kl. 17:00. Kynnt verða tildrög skipulagsvinnunnar, rann­ sóknarverkefni um svæðið og síðan verða almennar umræður. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags­ og byggingarfulltrúi. KYNNINGARFUNDUR UM SKIPULAG DRAFNARSVÆÐISINS Haukar léku sinn 100. Evrópuleik á sunnudaginn eru þeir léku síðari leik sinn við Dinamo Astrakhan í Zvexdniy íþróttahöllinni í Astrakhan í Rússlandi. Eftir tveggja marka tap á Ásvöllum var pressan öll á Haukunum. Eftir góða byrjun Hauka er þeir náðu 5 marka forskoti komu Rússarnir vel inn í leikinn og í hálfleik var staðan jöfn, 12­12. Í síðari hálfleik var leikurinn jafnari en Haukar komust í þriggja marka forystu þegar innan við tvær mínútur voru eftir. Þá fékk Jón Þorbjörn Jóhannsson tveggja mínútna brottvísun og rautt spjald og Rússarnir gengu á lagið og skoruðu síðustu tvö mörkin og gerðu út af við Evrópudraum Hauka. Haukar sigruðu 26­25 en hefðu þurft að sigra með þriggja marka mun þar sem Dinamo Astrakhan sigraði á Ásvöllum 29­27. Gríðarlega svekkjandi! Árni Steinn var markahæstur Hauka með 9 mörk en Adam Haukur Baumruk skoraði sjö. Gedreius Morkunas varði vel í marki Hauka en hann varði 19 skot. Um 3.000 áhorfendur voru á leiknum – hálffullt húsið.Árni Steinn var markahæstur Hauka með 9 mörk. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Enn hægt að verða nýliði í björgunarsveit inum verður farið í grunnatriði við þverum straumvatns og nánasta umhverfi Þórsmerkur skoðað. Heimkoma seinnipart­ inn á sunnudag. Fundirnir í vetur verða á mið­ vikudagskvöldum þar sem ým ist verða bókleg eða verkleg nám skeið. Stærri námskeið eru haldin um helgar. Hafi menn áhuga á að taka þátt í starfi nýliða 2014­2016 er nauðsynlegt að hafa samband við ný liða þjálfara sem fyrst og fá frekari upplýsingar. Þeir eru: Andri Rafn Sveinsson í síma 867 9791 eða andrirafn@ gmail.com og Andri Már Johnsen í síma 6620908 eða andrijohnsen123@gmail.comLjós m .: G uð ni G ís la so n Svo grátlega nálægt því Haukar komust ekki áfram þrátt fyrir sigur í Rússlandi

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.