Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Page 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 18. september 2014
Nýliðastarfið hjá Björg unar
sveit Hafnarfjarðar er farið af
stað en þó er ekki enn orðið of
seint að vera með.
Helgina 19.21. sept verður
gengið yfir Fimmvörðuháls.
Farið verður frá Hafnarfirði á
morgun, föstudag, gist í Skóg
um og gengið yfir í Þórsmörk á
laugardeginum. Á sunnudeg
Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is
Hagstætt verð
í heimabyggð
Sími 555 6650
Fyrirhugað er að hefja vinnu við skipulag
Drafnarsvæðisins (Slippsvæðisins). Haldinn verður
almennur kynningarfundur í Kænunni Óseyrar
braut 2 miðvikudaginn 24. sept. kl. 17:00.
Kynnt verða tildrög skipulagsvinnunnar, rann
sóknarverkefni um svæðið og síðan verða
almennar umræður.
Bjarki Jóhannesson
sviðsstjóri/skipulags og byggingarfulltrúi.
KYNNINGARFUNDUR
UM SKIPULAG
DRAFNARSVÆÐISINS
Haukar léku sinn 100.
Evrópuleik á sunnudaginn eru
þeir léku síðari leik sinn við
Dinamo Astrakhan í Zvexdniy
íþróttahöllinni í Astrakhan í
Rússlandi. Eftir tveggja marka
tap á Ásvöllum var pressan öll á
Haukunum. Eftir góða byrjun
Hauka er þeir náðu 5 marka
forskoti komu Rússarnir vel inn í
leikinn og í hálfleik var staðan
jöfn, 1212. Í síðari hálfleik var
leikurinn jafnari en Haukar
komust í þriggja marka forystu
þegar innan við tvær mínútur
voru eftir. Þá fékk Jón Þorbjörn
Jóhannsson tveggja mínútna
brottvísun og rautt spjald og
Rússarnir gengu á lagið og
skoruðu síðustu tvö mörkin og
gerðu út af við Evrópudraum
Hauka.
Haukar sigruðu 2625 en
hefðu þurft að sigra með þriggja
marka mun þar sem Dinamo
Astrakhan sigraði á Ásvöllum
2927. Gríðarlega svekkjandi!
Árni Steinn var markahæstur
Hauka með 9 mörk en Adam
Haukur Baumruk skoraði sjö.
Gedreius Morkunas varði vel í
marki Hauka en hann varði 19
skot. Um 3.000 áhorfendur voru
á leiknum – hálffullt húsið.Árni Steinn var markahæstur Hauka með 9 mörk.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Enn hægt að verða nýliði í björgunarsveit
inum verður farið í grunnatriði
við þverum straumvatns og
nánasta umhverfi Þórsmerkur
skoðað. Heimkoma seinnipart
inn á sunnudag.
Fundirnir í vetur verða á mið
vikudagskvöldum þar sem
ým ist verða bókleg eða verkleg
nám skeið. Stærri námskeið eru
haldin um helgar.
Hafi menn áhuga á að taka
þátt í starfi nýliða 20142016 er
nauðsynlegt að hafa samband
við ný liða þjálfara sem fyrst og
fá frekari upplýsingar. Þeir eru:
Andri Rafn Sveinsson í síma
867 9791 eða andrirafn@
gmail.com og Andri Már
Johnsen í síma 6620908 eða
andrijohnsen123@gmail.comLjós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Svo grátlega nálægt því
Haukar komust ekki áfram þrátt fyrir sigur í Rússlandi