Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Side 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2014
Kynning á félagsstarfi aldraðra
Félagsmiðstöðin Hraunsel er með opið hús
og kynningu á félagsstarfinu fyrir alla Hafnfirðinga,
dagana 24., 25. og 26. september kl. 13-16.
Starfsmenn hinna ýmsu nefnda verða með kynningu.
Verðum með heitt á könnunni og vonumst til að sjá sem flesta.
Félag eldri borgara
og Hafnarfjarðarbær
Næsta
skriðsundsnámskeið
fyrir
byrjendur
verður
haldið
25. sept
- 21.
okt,
alls
8
skipti.
Kennd
verða
undirstöðuatriði
í
skriðsundi.
Tími:
þri
og
fim
kl.
19:00-‐19:50
Staður:
Sundhöll
Hafnarfjarðar
Skráning:
Holmsteinn10@gmail.com
HR
sundkennsla
er
á
facebook
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika
fatlaðs fólks til að sækja um styrki skv. 27.
grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs
fólks. „Með fötlun er átt við það ástand sem
skapast þegar einstaklingur þarf fjölþætta
þjónustu og aðstoð til langframa vegna alvarlegrar
þroskaröskunar eða annarrar röskunar á færni.“
Hafnarfjarðarbær veitir styrki til greiðslu
námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt
ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa
gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er
heimilt að veita fötluðu fólki sem er 18 ára og
eldra styrk til verkfæra og tækjakaupa vegna
heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist
starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða
endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluð
fólki að skapa sér atvinnu.
Umsókn er fyllt út á vef bæjarins
www.hafnarfjordur.is, á Mínar síður.
Umsóknarfrestur er til með 30. september 2014.
Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður
STYRKIR VEGNA
NÁMSKOSTNAÐAR OG
VERKFÆRA- OG
TÆKJAKAUPA FATLAÐS
FÓLKS
Samið um þjónustu við 6 manna
flóttafjölskyldu frá Afganistan
Víðtækur stuðningur samfélagsins mikilvægur
Eygló Harðardóttir, félags og
húsnæðismálaráðherra og
Harald ur Líndal Haraldsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, undir
rituðu sl. föstudag samning um
móttöku, aðstoð og stuðning við
sex manna fjölskyldu frá Afgan
istan sem hingað er komin á
grundvelli ákvörðunar ríkis
stjórnarinnar um móttöku flótta
fólks.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
miðaðist við að tekið skyldi á
móti konum í hættu frá Afgan
istan. Flóttamannanefnd í sam
vinnu við Flóttamannastofnun
Sam einuðu þjóðanna gerði til
lögu um einstaklinga sem tekið
skyldi á móti og var sú tillaga
sam þykkt í ríkisstjórn. Flótta
mannanefnd var falið að undir
búa móttöku fólksins og var
leitað til Hafnarfjarðar um
mögu leika og vilja bæjarfélagsins
til þess að taka að sér verkefni
sem þetta.
Samningurinn sem Hafnar
fjarðarbær undirgekkst er um
helstu verkefni sem móttaka
flóttafólks felur í sér og bæjar
félagið mun sjá til að fólkið fái
notið. Þessi verkefni varða eink
um ýmsa félagslega þjónustu,
stuðning og aðstoð en lúta einnig
að heilbrigðis þjón ustu, grunn
skólamenntun og annarri þjón
ustu sem íbúar sveitarfélaga
njóta almennt. Rauði krossinn á
Íslandi gegnir einnig hlutverki í
móttöku og aðlögun flóttafólks
samkvæmt viðmiðunarreglum
flóttamanna nefndar og verður
samningur um aðkomu hans að
stuðningi við fjölskylduna í
Hafnarfirði undirritaður innan
skamms.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Eygló Harðardóttir félags-
og húsnæðismálaráðherra við undirritunina í Bungalowinu.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Vellir fá grænan lit á sumrin
Grjótmanir verða tyrfðar en trjágróður ekki í spilunum
Vinna hófst í vikunnu við
undirbúning að tyrfingu á grjót
mönum meðfram Ásbraut inni en
íbúar á Völlum hafa barist fyrir
því að svæðið verði grænna og
a.m.k. í samræmi við deili
skipulag. Mold verður sett yfir
manirnar og þær tyrfðar en ekki
er gert ráð fyrir gróðursetningu
trjáa eða runna eins og margir
íbúar hafa kallað eftir.
Verktakar hafa hafið undirbúning þess að moka mold yfir manir við Ásbrautir.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
..bæjarblað
Hafnfirðinga
Hvar auglýsir þú?