Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Page 13
www.fjardarposturinn.is 13 Fimmtudagur 18. september 2014
Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar
rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum
gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega.
Sölustaðir Bambo Nature
Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur
Bambo Nature
Bambo Nature – er annt um barnið þitt.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
31
46
Nýlega fann ég í blaðasafni
mínu sögulega mynd af Hallsteini
Hinriksssyn með drengjum, sem
voru í unglingavinnu hjá bænum
sumarið 1961, en Hallsteinn var í
mörg ár stjórnandi þeirrar vinnu.
Myndin birtist í blaðinu Rödd
æskunnar, sem ungir jafnaðar
menn gáfu út. – Húsið á myndinni
með svörtu þaki var að Suðurgötu
11, nefnt Ögmundarhús. Þar bjó
Ögmundur Sigurðsson skólastjóri
og kona hans Guðbjörg Kristjáns
dóttir. Síðar bjuggu þar hjónin
Einar Andrésson og Pálína Þor
leifsdóttir, en Einar var lengi
sótari í Hafnarfirði. Húsið var
rifið nokkrum árum eftir að
mynd in var tekin 1961.
Í tilefni þessarar myndar og að
á þessu ári voru liðin 110 ár frá
fæðingu Hallsteins og í næsta
mánuði 40 ár frá dánardegi hans
vil ég minnast Hallsteins með
nokkrum orðum fyrir farsælt
framlag hans og forystustarf til
eflingar íþrótta í Hafnarfirði.
Hallsteinn tók íþrótta kennara
próf í Kaupmannahöfn árið 1929.
Áhugi hans á frjálsum íþróttum
gerði hann einu sinn að Íslands
meistara í stangarstökki og einnig
í 100 metra hlaupi árið 1936.
Hallsteinn var forgöngumaður að
stofnun FH 1929 (Fimleikafélags
Hafnarfjarðar) og þjálfaði FH í
frjálsum og fleiri íþróttum um
langt árabil án endurgjalds. Þá var
hann í 44 ár íþróttakennari við
Barna skóla Hafnarfjarðar og
Flensborg.
Hallsteinn þjálfaði FH um
langt skeið í frjálsum íþróttum.
Æfingar fóru fyrst fram á skóla
mölinni við Lækjarskóla, en frá
um 1940 á íþróttasvæðinu á
Hörðu völlum. Að frumkvæði
Hall steins voru í nokkur ár haldin
keppnismót í frjálsum íþróttum
milli Hafnfirðinga og Vestmanna
eyinga og eru þau mót mér einkar
eftirminnileg. Meðal þeirra, sem
þá skipuðu lið FH voru Oliver
Steinn, Þorkell Jóhannesson, Sæv
ar Magnússon, Gísli Sigurðs son,
Árni og Sigurður Friðfinns synir,
Pét ur Kristbergsson, Sig urður
Kristjánsson og undir ritaður.
Þá stofnaði Hallsteinn og
þjálfaði fimleikaflokka, sem fyrst
sýndu listir sínar í leikfimihúsinu
við Suðurgötu og einnig í sama
húsi eftir að það var flutt 1934 á
lóðina við Lækjarskóla. Einkum
minnist ég þess, hversu Kristján
Gamalíelsson var frábær í fim
leikum, en hann var fyrsti for
maður FH. Hallsteinn og Kristján
voru góðir söngmenn og var
Hall steinn um tíma í stjórn Karla
kórsins Þrasta. Þá var hann í
stjórn íþróttakennarafélags
Íslands 193646.
Hallsteinn var réttilega kallaður
faðir handboltans í Hafnarfirði og
þjálfaði lengi FH í þeirri íþrótt.
Börn Hallsteins, Ingvar, Örn,
Geir og Sylvía iðkuðu öll hand
bolta og aðrar íþróttagreinar eftir
hvatningu föður síns. Eiginkona
Hallsteins, Ingibjörg Árnadóttir
kenndi skrift og handavinnu við
Flensborgarskóla 19391946.
Áður en Sundhöll Hafnarfjarðar
var opnuð 1943 hafði Hallsteinn
kennt sund í fjörunni skammt frá
sundhöllinni. Í fróðlegu viðtali
við Hallstein í jólablaði Alþýðu
blaðs Hafnarfjarðar 1964 kemur
fram, að mikil þáttaka hafi verið í
sundinu og að sundgestir hafi
skipt hundruðum suma dagana
og sumir komið þangað á hverj
um degi hvernig sem viðraði. Þá
kemur fram í viðtalinu, að á
hverju ári hafi verið haldin sund
mót, oftast hjá Gömlu bryggjunni,
hjá bryggu, sem var framan við
íshús Ingólfs Flygerings og einn
ig í fjörunni þar sem skipa smíða
stöðin Dröfn stóð. Þar var keppt
til frægðar og verðlauna og ýmsir
gátu sér góðan orðstír eins og
Halls teinn komst að orði.
Við eldri Hafnfirðingar, sem
nut um leiðsagnar Hallsteins í
íþrótt um munum ætið minnast
hans með þökk í huga fyrir farsæl
og fórnfús störf í þágu íþrótta
lífsins í Hafnarfirði. Megi minn
ingin um heiðursmanninn Hall
stein Hinriksson lifa um alla
framtíð í sögu íþrótta í Hafnarfirði.
Árni Gunnlaugsson fv.
bæjarfulltrúi.
Minningar um Hallstein Hinriksson
Árni Gunnlaugsson minnst föðurs handboltans í Hafnarfirði
Hallsteinn með drengjum sem voru í unglingavinnu bæjarins 1961.