Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 54
fyrir stofnunina veljast þeir, sem þar eru öllum hnútum kunnugir fyrir og treystandi er til að hafa í heiðri þau faglegu vinnubrögð, sem unnið hafa stofnuninni trausts og virðingar allra „ábyrgra og réttsýnna“ manna. Megi síðan hippalið og angurgapar éta það sem úti frýs! Þessi stofnanaeinkenni eru sögð gera verkalýðsfélögin gagnslaus - stofnun hvorki vill né getur staðið í stórræðum heldur kýs ávallt leið und- anhaldsins; annars gæti stofnunin riðað til falls. Stofnanir taka ekki áhættu heldur leitast fyrst og síðast við að standa vörð um eigin hag. Málflutningur af þessu tagi er gjarn- an kryddaður fullyrðingum um „svik“ verkalýðsforystunnar, sem hafi fjarlægst fólkið í félögunum og séu í öllum meginatriðum sammála hugmyndafræði atvinnurekenda- valdsins; kaupkröfum verði að stilla í hóf því annars blasi við öngþveiti í efnahagsmálum. Ekki eru allir sammála ofannefnd- um skýringum. Að þeirra mati er ekki við verkalýðsforystuna að sak- ast. Þvert á móti vinna forystumenn óeigingjarnt starf við erfiðar aðstæð- ur. Forystustörf í verkalýðshreyfing- unni eru sögð lítt eftirsótt, enda tíma- frek og takmarka frítíma og krefjast mikillar ábyrgðar en kalla á gagnrýni. Að auki leiði slík störf tii tekjutaps og álags á fjölskyldur forystumanna. Veikt starf verkalýðsfélaganna er hér rakið fyrst og síðast til aðstæðna, sem ekki eru á valdi forystunnar. Fólkið í félögunum sýni lítinn áhuga á þátt- töku. Skólarnir og fjölmiðlarnir eru annaðhvort áhugalitlir um verkalýðs- hreyfinguna eða eru henni beinlínis fjandsamlegir. Atvinnurekendur eru sameinaðir og harðir í horn að taka, auk þess sem ríkisvaldið styður venjulega atvinnurekendur og skiptir þá ekki öllu hvaða flokkar eru við völd. Ekki skyldi heldur gleyma hlut menntamanna, til vinstri jafnt sem hægri, sem skara fyrst og fremst eld að eigin köku og standa í raun gegn öllum hugmyndum um bættan hag láglaunafólksins. Klögumál af þessu tagi fylgja ekki neinum flokkspólitískum línum. Reyndur hefur á síðustu árum orðið mjög merkileg þróun í gagnrýni á verkalýðsforystuna. Hún kemur nú fyrst og fremst frá vinstri. Hvassasta gagnrýnin kemur frá mörgu Alþýðu- bandalagsfólki og öðrum þeim, sem telja sig mest til vinstri í stjórnmál- um. Verkalýðsforystan fær aftur lof frá hægri fyrir „ábyrga stefnu“, ekki síst eftir síðustu kjarasamninga. Af er það sem áður var og mestu deilumál innan raða verkalýðsflokkanna, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags, 54 ÞJÓÐLÍF Verkalýðsforystan er öll í „betrekkinu", ekki í hinu upprunalega: pan- elnum! tengjast nú með einum eða öðrum hætti mismunandi viðhorfum flokks- manna til málefna verkalýðsfé- laganna. Vilmundur heitinn Gylfason stóð í miklum deilum við verkalýð- sforingja innan Alþýðuflokks og utan. í Alþýðubandalaginu geisa harðvítug átök milli ýmissa verka- lýðsforingja og hluta flokksforystu annars vegar og „lýðræðiskynslóðar“ hins vegar. Kvennalistakonur deila einnig mjög hart á verkalýðsforyst- una. Ágreiningurinn um starfshætti verkalýðshreyfingar er raunar kom- inn á mjög alvarlegt stig í röðum félagshyggjufólks. Ekki er ofmælt að segja, að um gagnkvæma fyrirlitn- ingu sé að ræða. Verkalýðsforystan sakar gagnrýnendur sína um þekking- arleysi og óheilindi, en þeir telja aft- ur verkalýðsforystuna fulltrúa skoð- anakúgunar og kjaraskerðinga. Hálfsannleikur Hver hefur rétt fyrir sér í þessum deilum? Hvernig er best að skýra stöðu íslenskrar verkalýðshreyfingar? Verkalýðsfélögin eru vissulega Ekki dytti „sæta liðinu" í hug að velja verkalýðs- foringja sem hluta af setti í „athyglisverðustu pör landsins". orðin að stofnunum, en ekki er nægj- anlegt að horfa eingöngu á hin ytri einkenni „verkalýðsstofnunarinnar", eins og sœta liðið sem Guðbergur Bergsson nefnir svo, hefur ríka til- hneigingu til að gera. Gjarnan er ein- blínt á persónur verkalýðsforingj- anna svipað og verið sé að meta skemmtikrafta. En ekki dytti sœta liðinu í hug að velja verkalýðsfor- ingja sem hluta af einhverju settinu í „athyglisverðustu pör landsins". Verkalýðsforystan er nefnilega öll í betrekkinu, en leitar ekki hins upp- runalega — panelsins! Verkalýðsforystan fær nú lof frá hægri fyrir „ábyrga stefnu". Innan úr helstu stofnunum þjóðfé- lagsins, þar sem 68-kynslóðin hefur hreiðrað rækilega um sig, heyrist hrópað: „Verkalýðsfélögin eru bara stofnanir og verkalýðsforingjarnir eru augnakarlar auðvaldsins!“ Til verkalýðsfélaganna eru gerðar miklar kröfur; þeirra er m.a. að staðfesta fyrir menntamönnum að auðvaldið stendur höllum fæti þrátt fyrir allt og að glóð stéttabaráttunnar lifi enn meðal öreiganna. Einhvers staðar stendur líka skrifað: Byltingin er ópí- um menntamanna. Ef spurt er: „Er verkalýðshreyfing- in stofnun?", hlýtur svarið að vera Já. Ef síðan er spurt: „Er verkalýðs- hreyfingin virkileg hreyfing?“, er svarið hið sama. Hvort tveggja er hins vegar hálf- sannleikur. En vegna þess að í hálf- sannleik er ávallt nokkurn sannleik að finna, getur hálfsannleikur leitt til vafasamra og hættulegra fullyrðinga. Mín skoðun er einfaldlega sú, að bæði stofnunin og hreyfingin séu á okkar tímum nauðsynleg fyrir árang- ursríka baráttu verkalýðsfélaganna og launafólks. Stofnunin og hreyfing- in bæta hvert annað upp. Samt eru andstœður þarna á milli; spurningar hljóta að vakna um hlutföll: er stofn- unin í þágu hreyfingarinnar eða fer stofnunin að lifa eigin lífi með eitt forgangsverkefni, þ.e. eigið viðhald, endurnýjun og vöxt? Verkalýðshreyfingin er sem sagt bæði íhaldsöm og róttæk, felur í sér bæði aðlögun og andóf, varðveislu og baráttu. Róttœkni verkalýðsfé- laganna er afleiðing þess, að þau eru afsprengi hagsmunaandstæðna í þjóðfélaginu, þau fela í sér afneitun á þeirri hugmynd, að í gangi sé í þjóð- félaginu sjálfvirkt kerfi, einhver „ósýnileg hönd“ sem tryggir hag okk- ar allra. íhaldsemi verkalýðsfé- laganna felst í því, að þau skipuleggja vinnuna, starfa á þeim grundvelli að í einum hópi eru atvinnurekendur og launafólk í öðrum; þau gangast undir þá hugsun að báðir „aðilar vinnu- markaðins" séu jafnréttháir og séu bundnir gagnkvæmum skyldum og réttindum. Verkalýðsfélögin stuðla að viðhaldi skiptingar þjóðfélagsins í atvinnurekendur — launafólk. Verkalýdsstofnunin Verkalýðsfélögin hafa tekið á sig ýmis einkenni þjónustustofnana, sem „skjólstæðingar" leita til. Lífeyris- sjóðir, sjúkrasjóðir, verkamannabú- staðir, vinna við hagræðingu, bónus og uppmælingu, öryggi og aðbúnaður á vinnustöðum, samningar við ríkis- vald, — allt eru þetta hlutir sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.