Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 69

Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 69
IÐUNN IÐUNN gefur út eina nýja íslenska skáldsögu og er hún eftir Steinunni Sigurðardóttur. Steinunn mun hafa haft þessa sögu í smíðum lengi og verður form hennar með nokkuð öðrum hætti en lesendur eiga að venjast frá hendi Stein- unnar. Titill var ekki kominn á bókina þegar þetta var ritað. Af þýddum skáldsögum sem IÐUNN sendir frá sér má nefna bókina Elskhug- inn eftir skáldkonuna Marguerite Duras, sem er mörgum íslenskum lesendum góðkunn. Þýðandi er Hallfriður Jakobs- dóttir. Þá má nefna bók eftir hinn sívin- sæla Alistair McLean í þýðingu Sigurðar G. Tómassonar. Titill var ekki enn kom- inn á þá bók, en á frummálinu nefnist hún The black crusader (Svarti riddarinn, í grófri þýðingu). Hammond Innes er ann- ar sívinsæll spennuhöfundur og Iðunn sendir frá sér bók eftir hann; íslenskur titill sömuleiðis óákveðinn, en þýðandi er Álfheiður Kjartansdóttir. Álfheiður þýð- ir einnig aðra bók fyrir Iðunni að þessu sinni og er sú eftir Heins G. Konsalik. Á frummálinu heitir hún Im Tal derbitters- iisse Tráume, en íslenskt heiti var óráðið síðast þegar ÞJÓÐLÍF vissi. Unnendur ástarsagna fá einnig sitt frá IÐUNNI; Magnea Matthíasdóttir þýðir bókina Dream of Orchids eftir Phyllis A. Whitney og Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðir The Gabriel Hounds eftir hina sí- vinsælu Mary Stewart. fslenskir titlar voru ekki enn komnar á þessar bækur. Frá IÐUNNI koma fjórar íslenskar barna- og unglingabækur. Auður Har- alds sendir frá sér Fjórðu bókina um Elías, prakkarastrákinn mikla. Guðrún Helgadóttir hefur skrifað framhald bókarinnar Sitjiguðs englar og ber sú heit- ið Saman í hring og nú er það miðsystirin sem hefur orðið. Helga Agústsdóttir skrifar nýja unglingabók með óákveðn- um titli, enn sem komið er, og Ragn- heiður Jónsdóttir sendir frá sér bókina Dóra í dag. Auk íslensku bókanna gefur IÐUNN út einar tíu þýddar bama- og unglingabækur og athygli vekur, að skáldið Þorsteinn frá Hamri er þýðandi þriggja þeirra. Af öðrum bókum IÐUNNAR má nefna ljóðabók þýsku skáldkonunnar Else Lasker-Schuler í þýðingu Ijóðskálds- ins Hannesar Péturssonar. Alfrœðirit um skák gefur IÐUNN út eftir Ingimar Jóns- son og tvær bækur um hið merka efni ástina og kynlífið. Bera þær heitin Að elska hvort annað eftir Leo Buscaglia í þýðingu Helgu Agústsdóttur og Konan, kynreynsla kvenna eftir Sheilu Kitzinger í þýðingu Alfheiðar Kjartansdóttur. MÁL OG MENNING MÁL OG MENNING sendir frá sér nýja skáldsögu eftir Sigurð A. Magnús- son og er það lokabindið í uppvaxtarsögu drengsins Jakobs. Sú heitir Úr snöru fuglarans . Nú er Jakob orðinn tvítugur að aldri og er bókin nær samfelld ástar- saga að sögn útgáfunnar, en bregður einnig upp mynd af Reykjavík eftirstríðs- áranna. Frá forlaginu kemur einnig út í kiljubroti leikrit Ragnars Arnalds, Upp- reisn á Isaftrði, sem gerir það gott á fjöl- um Þjóðleikhússins þessa dagana. Þá kemur út safn bestu kvæða Sigurjóns Birgis Sigurðssonar, öðru nafni Sjón, og Guðrún Helgadóttir skrifar Saman í hring ber það heitið Drengurinn með röntgen- augun. Unnendur Þórbergs Þórðarsonar fá sinn skammt frá forlaginu, en nú kemur út úrval úr dagbókum, bréfum og öðmm óprentuðum ritverkum skáldsins frá árunum 1909-1917, prýdd fjölda gamalla ljósmynda. Nær ekkert af þessu efni hefur birst á prenti áður. Helgi Máni Sigurðs- son tók saman efnið og kallast bókin Ljóri sálar minnar. Forlagið gefur einnig út öll ljóð Jóns heitins Helgasonar, svo og allar Ijóðaþýðingar hans, á einni bók og kallast hún því einfalda nafni Kvceðabók. Ekkja Jóns heitins, Agnete Loth, annað- ist útgáfuna. Af öðmm verkum MÁLS OG MENNINGAR má nefna bók þeirra Árna og Lenu Bergmann, Blátt og rautt, en hún segir af bemsku- og æskuárum höfunda í tveimur heimum. Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar bókina Heimur á hverfanda hveli, - og fjallar hún um heimssýn vísinda frá öndverðu til Kópemikusar. Þá er endurútgefin bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur, en hún var síðast gefin út 1966. Frá Sig- ÞJÓÐLÍF 69

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.