Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 61

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 61
inga né araba. Kröfuharðari aðilar meðal ísraelsmanna telja Jórdaníu enn til Palestínu og meðal Palestínu- araba er enn algengt að telja Jórdan- íu til Palestínu. Á þeim forsendum hafa og Hússein konungur og þeir frændur seilst eftir völdum yfir svæð- um vestan Jórdanár. Palestínumenn — hverjir eru það? Frá því laust fyrir 1200 f. Kr. og fram á aðra öldina voru gyðingar lengstum mest áberandi meðal þess ýmislega fólks sem byggði Palestínu (í greininni verður það heiti framveg- is aðeins haft um spilduna milli Jór- danár og Miðjarðarhafs). Á sjöundu öld lögðu arabar landið undir sig og urðu arabísk tunga og íslömsk trú og menning þar smám saman ríkjandi. Rómverjar munu hafa tekið upp á því að kalla Júdeu og nærliggjandi héruð Palestínu. Þessi þróun tók þó margar aldir og á krossferðatímanum kom í hana aft- urkippur. Eins og gjarnan hefur vilj- að verða í sögunni yfirleitt var oft allmikið umrót á mannskapnum fyrir Miðjarðarhafsbotni af völdum styrj- alda, hallæra o.s.frv. Stundum stór- fækkaði fólki í einhverju landi eða landshluta af völdum stríðs, hung- ursneyðar eða efnahagskreppu, og síðan fyllti aðflutt fólk skörðin. Nú- verandi arabískumælandi Palestínu- menn eru því áreiðanlega mjög blandaðir að uppruna, sumpart komnir af fornþjóðum landsins, þ.á.m. ísraelsmanna hinna fomu og Filistum, en sumpart af ýmislegu fólki síðar komnu, aröbum, Tyrkj- Bretar vildu af la sér samúðar og stuðnings meðal Gyðinga, einkum í Bandaríkjunum, með tilliti til stríðsins. um, Sirkössum, Grikkjum, krossferðafólki frá Evrópu o.fl. Arabískt mál var ríkjandi í landinu um miðja sl. öld og íslam útbreiddast trúarbragða. En allmargt var þar einnig kristinna manna og gyðinga. Þeir síðarnefndu höfðu aldrei horfið úr landinu að fullu og öllu og voru enn fjölmennir í borgum, t.d. var rúmur helmingur íbúa Jerúsalem árið 1863 gyðingar. Um nokkurt palestínskt þjóðerni í einum eða neinum skilningi orðsins var ekki að ræða. í Tyrkjaveldi skiptu menn sér frekar eftir trú en tungumálum. íslamskir, kristnir og gyðverskir Palestínumenn lifðu að mestu út af fyrir sig félagslega séð hverjir um sig, enda þótt allir töluðu arabísku. Hins vegar var varla meiri munur þegar á heildina er litið á íbú- um Palestínu annars vegar og grannlandanna hins vegar en á norð- lendingum og sunnlendingum á ís- landi. Um sérstaka arabísk-pale- stínska þjóð var ekki talað um svo heitið gæti fyrr en eftir Sex daga stríð- ið 1967. Ýmislegt stuðlaði að því að framámenn Palestínumanna tóku þá að kalla sitt fólk sérstaka þjóð, þ.á.m. gremja yfir því að palestínskir flóttamenn fengu ekki borgararétt í Arabaríkjunum og jafnrétti við þegna þeirra og vaxandi sjálfstæði Trúarhreyfing hefur vaknað meðal æskunnar í ísrael á undanförnum árum og hefur síst orðið til að bæta sambúðina við araba. palestínsku samtakanna gagnvart Ar- abaríkjunum. En líklega var hér fyrst og fremst um að ræða tilraun til að afla málstað palestínsku samtakanna fylgis. í heimi okkar daga er það meginregla (þótt mikill misbrestur er þó á að virt sé) að þeir hópar fólks sem skilgreinast sem þjóðir eigi rétt á eigin ríkjum — og þeim sjálfstæðum. Efnahagsbati og innflutningur Frá byrjun 16. aldar var Palestína undir yfirráðum Ósman-Tyrkja. Á 18. og 19. öld einkenndist ástandið í því ríki einkum af hnignun og stöðnun, og átti skattpíning og spill- ing viðvíkjandi henni mikinn þátt í því. Pótintátar ýmsir heimtu inn skattana fyrir soldán gegn hluta af því sem innheimtist, og létu þá freistast Um sérstaka arabísk- palestínska „þjóð" var ekki farið að tala svo heitið gæti fyrr en eftir sex daga stríðið 1967. til að heimta sem mest inn til þess að þeirra eigin ágóðahlutur yrði sem mestur. í Palestínu sem víðar leiddi þetta til þess að fjöldi bænda missti jarðir sínar í hendur skattheimtu- manna og flosnuðu margir upp. íbúa- fjöldi landsins mun hafa staðið í stað öldum saman eða jafnvel lækkað. Á lokaskeiði 19. aldar fór hins veg- ar ástandið að batna í efna- hagsmálum Palestínu. Gyðingar tóku þá að flytjast til landsins í auknum mæli frá Evrópu og víðar að. Þeir kunnu almennt talsvert fyrir sér í verslun og iðnaði og höfðu með sér það nýjasta úr kraftmikilli menningu Vesturlanda, þar sem framþróun var ÞJÓÐLÍF 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.