Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 52
Hin ósæta verkalýðshre Á undanförnum árum hefur ís- lensk verkalýðshreyfing átt mjög í vök að verjast. Andstæðingarnir, at- vinnurekendur og ríkisvald, hafa ekki af henni ótta og fólkið ber ekki ást í brjósti til hennar. Öllum virðist standa nokk á sama um hana. í umfangsmikilli könnun sem fyrir- tækið Hagvangur gerði var meðal annars spurt um traust fólks á verka- lýðsfélögum. Ríflega helmingur launafólks sagðist ekki treysta þeim „mjög mikið“ eða „alls ekkert“. f>essi afstaða var ekki hluti af almennu van- trausti fólks á allt og alla: menntakerfið, dómskerfið og Alþingi nutu meira trausts en verkalýðsfé- lögin, en verkalýðsfélögum var þó meira treyst en dagblöðunum og stór- fyrirtækjum í landinu. Það má spyrja hvort fólk telji verkalýðsfélögin of valdamikil og þeim sé þar af leiðandi ekki treystandi - hvort fólk líti ekki á þau sem fulltrúa valdamikilla sér- hagsmuna. Um þetta var reyndar Eftir Svan Kristjánsson spurt í könnun Hagvangs og kom í ljós, að fólk telur verkalýðsfélögin almennt ekki hafa óeðlilega mikil völd. Einungis um 10 prósent launa- fólks taldi verkalýðsfélögin hafa óeðlilega mikil völd og aðeins einn af hverjum fimm atvinnurekendum taldi félögin hafa of mikil áhrif. Mjög margt launafólk var þeirrar skoðun- ar, að verkalýðsfélögin ættu að vera valdameiri en þau eru nú, og meira að segja þriðjungur atvinnurekenda var sömu skoðunar. Verkalýðsfélög í vanda Nú ber að fara gætilega í að túlka skoðanakannanir. Þannig gæti hugs- ast, að fólk sé ánægt með sitt verka- lýðsfélag, en óánægjan beinist að stöðu verkalýðshreyfingarinnar í heild. í Hagvangskönnuninni var einnig spurt: „Hversu vel eða illa finnst þér þitt stéttarfélag gæta hagsmuna þinna á vinnumarkaðn- um?“ Um helmingur launafólks lýsti sig óánægðan með hagsmunagæslu síns félags, fjórðungurinn sagðist ánægður og afgangurinn var þarna mitt á milli. Varla þurfa þessar niðurstöður að koma okkur á óvart. Verkalýðsfé- lögin eru augljóslega í miklum vanda stödd. Margir leita skýringa á þessu í atburðum síðustu ára. Launakjör voru skert og samningsréttur verka- lýðsfélaga fótum troðinn í nafni „neyðarréttar stjórnvalda til að forða efnahagslífinu frá hruni“, eins og það var nefnt. Á vinnumarkaðnum sýndu síðan atvinnurekendur, að kjara- skerðingin var „óhófleg“ og skiluðu hluta hennar til baka í formi yfirborg- ana. Verkalýðsfélögin eru nú miklu síður en áður viðsemjendur um kaup og kjör í landinu; samningar eru í ríkum mæli gerðir milliliðalaust milli atvinnurekenda og einstaklinga eða einstakra hópa launafólks. Eftir situr taxtaþjóðin. Misréttið hefur vaxið hröðum skrefum og nú er ekki fjarri lagi, að um fjórðungur þjóðarinnar búi við allsnægtir, um helmingur við þolanleg lífskjör með miklu og vax- andi vinnuálagi, en um fjórðungur íslendinga búi við hreinustu fáfækt. 52 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.