Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 65

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 65
stínsku samtakanna (sem skömmu eftir Sex daga stríðið sameinuðust í bandalaginu Frelsissamtök Palestínu, PLO), einkum Arafat, hafa reynst slyngir áróðursmenn og taflmenn á vettvangi stjórnmálanna, bæði innan arabaríkjanna og utan. Þeir hafa af miklum klókindum nýtt sér vaxandi veldi arabaríkja í krafti olíunnar, tog- streitu risaveldanna (til þess að fá vopn og stuðning á alþjóðavettvangi frá Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra) og samúð margra Vestur- landamanna með aröbum í þessu máli. Styrkur PLO varð um tíma slíkur að við lá að þeir tækju völdin í Jór- daníu (1970) og Líbanon (1976). S- Líbanon var í mörg ár undir þeirra stjórn eða þar til ísraelsmenn sprengdu samtök þeirra í mola með innrás sinni 1982. Það var rothögg sem PLO hefur ekki jafnað sig eftir. Að dómi flestra arabaríkja hafði ver- ið óþægilega mikill völlur á PLO eftir Sex daga stríðið og nú notuðu þau tækifærið til að splundra samtökun- um og veikja þau enn frekar. Síðasta aðgerðin til þessa í þeim tilgangi var sú ráðstöfun Hússeins Jórdaníukon- ungs að loka öllum skrifstofum Fatah í ríki sínu. Misheppnaðir skærulidar Minnkandi mikilvægi olíunnar í Frá árás Bandaríkjamanna á höf- uðborg Lýbíu, Trípólí, sl. vor. Sú árás mæltist illa fyrir meðal flestra Evrópumanna. efnahagsmálum heimsins undanfarin ár hefur dregið úr áhrifum araba á alþjóðavettvangi. Vesturlandamenn eru ekki eins viðkvæmir og áður fyrir kröfum araba út af Palestínu og öðru. Arabaleiðtogarnir, sem margir hverj- ir eiga við að etja stórvandræði í efna- hagsmálum og hættu á uppreisn eigin þegna (og þær uppreisnarhreyfingar hafa gjarnan einhver sambönd við PLO), virðast í vaxandi mæli teknir að líta svo á að PLO sé varla til annars en vandræða. Baráttuaðferðir PLO eru og ekki Palestínsku flóttamenn- irnir urðu vopn í höndum Arabaríkjanna. til þess fallnar að afla þeim samúðar, a.m.k. ekki á Vesturlöndum. Helsta fyrirmynd þeirra, í orði kveðnu, átti að vera barátta Víetnama gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum og Palestína átti að verða nýtt Víetnam. Én skœruliðar í algengasta viður- kenndum skilningi þess orðs hafa PLO-menn aldrei orðið. Viðleitni þeirra til að koma í gang skæruhern- aði á Vesturbakkanum og Gasaspild- unni hefur mistekist með öllu og vopnuð barátta þeirra hefur orðið lít- ið annað en hryðjuverk á vopnlausu og varnarlausu fólki. Hermenn og bækistöðvar ísraelsmanna hafa þeir yfirleitt sniðgengið. Einstaklega ógeðsleg hlið á þessari „baráttu" er að fyrir hefur komið, að börn hafa verið valin sérstaklega úr sem fórnar- lömb. Ekki er þó víst að saga PLO sé senn á enda. Ennþá kunna að fyrir- finnast arabaleiðtogar sem vilji beita samtökum þessum eða einhverjum hópum innan þeirra fyrir sig í ill- deilum við ísrael og aðra araba. Og togstreitu risaveldanna getur PLO enn hagnýtt sér. Enn tregðast araba- ríkin við að lofa flóttafólkinu og af- komendum þess að aðlagast samfé- lögum sínum á eðlilegan hátt. Þar að auki er á það að líta, að foringjar PLO og fjölmargir skjólstæðingar þeirra, munu meta málin þannig, að allur þeirra frami byggist á því að Palestínumenn haldi áfram að vera til sem þjóð í útlegð og ástandi sem mögulegt sé að kalla vopnaða baráttu. Dagur Þorleifsson leggur stund á trúar- bragðasögu við háskólann í Stokk- hólmi. ÞJÓÐLÍF 65 l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.